<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 19, 2008

Ólympíuhorn Gönna Seg
Maður er nefndur Gunnar Sigurðsson frá Ólafsvík og er fjölmiðlamaður. Hann er gestapenni á þessu síðuhaldi þegar honum sýnist svo. Hann hefur nú sent okkur lauflétta hugvekju í tilefni Ólympíuleikanna enda áhugamaður um íþróttir og heilbrigt líferni almennt. Sem fyrr tekur síðuhaldari enga ábyrgð á skrifum Gunnars enda er hann fullorðinn maður. Viðkvæmum og lesendum með auðsærða blyggðunarkennd er vinsamlegast bent á að slökkva á tölvunni:

Ólympísk gestaskrif, 1. hluti; litið yfir farinn veg

"Gestaskrifta hefur síðan 1984 fylgst rækilega með íslensku íþróttafólki sýna hvað í því býr á alþjóðlegum grundum. Aldrei hafa íslenskir keppendur unnið neitt nema þó helst á ólympískum leikum pínþjóða, þjóða með pínlega fá íbúa, þjóða útrýmingarhættu.

Væntingar til þeirra hátt í 3ja tug íslenskra keppenda hafa aldrei verið meiri en núna. Íþróttasambandið sendi nær alla sem komu í Árbæjarlaug til keppni á Kínaleikunum. Allt kom fyrir ekki, enginn náði að synda með þeim lágmarkskröfum um hraða til að fá leyfi til að stinga sér aftur til sunds í sömu grein. Þess má þó geta að allir keppendurnir náðu að synda tilskylda vegalengd, sem um var krafist af Kínakallinum.

Í þeirri íþrótt sem komin er frá útrýmingum á flugum, eða hnit (lesist með kröftugu nefhljóði), sendi Íþróttasambandið einn keppanda. Sá keppandi hefur unnið alla hér á landi og aðra sem eru í útrýmingarhættu. Þessi sama er í 60. sæti á heimslistanum og átti því auðvitað raunhæfa möguleika að ná tilætluðum árangri. Fyrir utan þá hvimleiðu staðreynd að hún hefur verið með slitið krossband í mjöðm undanfarin tvö ár og spilar á annarri. Mjöðmin gaf sig vissulega þegar einhver kínahnitari lét frónverjan hlaupa og danglast um allan völl þar til líkaminn gaf sig.

Fyrir fjölmörgum árum datt konu í huga að hoppa með stöng. Ein af frumkvöðlum þessara hugdettu var Íslendingur og var verðlaunuð með bronsverðlaunum í ólympískum í Kengúrulandi fyrir nokkrum árum. Þessi árangur varð til þess að ungur bæjarpólitíkus úr Kópavogi tók sér stöng í hönd og fór að hoppa eins og vindurinn. Sú hin sama var við það að sigra gullverðlaun fyrir land og þjóð þegar austantjaldslönd fóru að ástunda þessa sömu íþrótt. Af þeim sökum hefur aldrei verið möguleiki að ná verðlaunum aftur í þessari hugdettu kvenna. Stangarhopparinn var svo langt frá því að hoppa hæð sem Kínakallinn sætti sig við að hún ákvað að hætta í íþróttinnni og snúa sér aftur að bæjarpólitíkinni. Hvort heldur sé betra skal ósagt látið.

Á þremur mínútum féllu Íslands einu vonir úr keppni. Júdómaður var snúinn svo rækilega niður af Írana að sá hinn sami ákvað að hætta því ekki myndi hann standa í þessu lengur fjárhagsins vegna. Íraninn hefur eflaust bent honum á að skynsamlegara væri fyrir hann að læra að auðga úran í staðinn fyrir að vera með einhverja kraftadellu. Á öðrum stað í skítugustu borg veraldar, skeit Hafnfirðingur í ræpuna á sér. Sá keppti í verkfærakasti en náði varla að kasta verkfærinu í átt að mælingarmönnum. Hann náði varla að kasta af sér vatni eftir kastið og skildi fáa undra, nema þó fólk í útrýmingarhættu.

Gestaskrifari hélt að hér væri listi tæmdur en að fráskildu Handkasti, sem best er að láta liggja hér til hvílu þar til ídrullið verður það mikið að hægt c að ræða það eitthvað frekar, þá skaust fram á stjörnuhiminn útrýmingafólks kona sem kastar ekki bara vatni heldur einnig spjóti. Það er ein göfugasta íþrótt sem til er enda hægt að nota íþróttina við hreindýraveiðar og fleiri veiðar. Hér er að sjálfsögðu rætt um spjótkast. Kona þessi, sem er Íslendingur, hefur dvalið lengi í æfingarbúðum í Japan. Hún sagði við fjölmiðla að ekki ætti neinn að búast við einu né neinu af henni því hún væri með brotinn olnboga en ætlaði sér samt að vera með. Bara svona til að láta Kínakallinn hafa eitthvað að gera við skráningu. Hreindýraveiðarinn stóð við orð sín og kastaði ekki mælanlegt fyrr en í síðasta kasti sem var einni Breiðholtsblokk frá lágmarksviðmiðun Kínakalls.

Gestaskrifari ætlar að enda þennan fyrsta hluta umfjöllunar sinnar á því að leiða lesendur í útrýmingarhættu í ljós sannleikans; Kínverska Tapei hefur unnið til verðlauna. Landið er ekki viðurkennt af neinni þjóð í heiminum. Sérstaklega ekki á þessum Ólympíuleikum. Tajikistan hefur unnið til verðlauna. Landið er fjallahérað sem fékk sjálfstæði þegar Sovétkallinn lést. Síðan þá hefur borgarastyrjöld ríkt en landið er auðugt af bómul og áli. Panama sem er skurður hefur hlotið ein gullverðlaun
og lokst hafa frændur okkar Finnar sem sendu um helmingi fleiri keppendur en Íslendingar á leikana búnir að skila 3 verðlaunum til lands og þjóðar.

Gestaskrifari þakkar lestur. "

This page is powered by Blogger. Isn't yours?