<$BlogRSDURL$>

Tuesday, August 26, 2008

Orðrétt
"Þegar ég kom út af sýningunni biðu mín kveðjur frá tveimur góðum færeyskum vinum mínum. Björn Kalsö fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja sendi mér heillaóskir í smáskilaboðum í símann minn. Síðan hringdi í mig núverandi starfsbróðir minn í Færeyjum, Thorbjörn Jacobsen, sömu erinda. Ég spurði hann hvort Færeyingar fylgdust almennt með handboltanum. Hann hélt það nú! Ríkisstjórn Færeyja var sest á fund um það leiti sem leikurinn við Spán var að hefjast. Og sá merkisatburður setti allan landsstjórnarfundinn úr skorðum. Menn sóttu sér stóran sjónvarpsskjá, lögðu fundarstörfin til hliðar og stukku hæð sína í loft upp í landsstjórnarherkæðunum þegar sigur Íslands var í höfn. Sem sannar enn og aftur að Færeyingar eru frændur okkar og vinir."
- Einar Kristinn á heimasíðu sinni þann 26. ágúst 2008

This page is powered by Blogger. Isn't yours?