<$BlogRSDURL$>

Friday, September 05, 2008

Munnmælasögur#88
Hið goðsagnakennda dómarapar, Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, dæmdu handboltaleiki eins og herforingjar árum saman. Þegar HM var haldið á Íslandi árið 1995 var þeim félögum falið að dæma leikinn um fimmta sætið á milli Rússa og Egypta. Þegar leikurinn er kominn af stað mæta eiginkona og sonur Rögnvalds/ar á svæðið. Þau byrja að skima eftir sætum upp í stúku tæplega fullrar Laugardalshallarinnar. Rögnvald stendur ekki ýkja langt frá þeim á meðan Egyptar voru í sókn, kinkar til þeirra kolli og kallar af yfirvegun: "Það eru einhver sæti laus þarna uppi fyrir miðju" !

This page is powered by Blogger. Isn't yours?