<$BlogRSDURL$>

Saturday, September 13, 2008

Orðrétt
"Það er með ólíkindum hvernig umræðan hefur verið um þær breytingar sem Íslandspóstur hefur boðað í sambandi við lokun póstafgreiðslustaða og fækkun póstburðardaga á landsbyggðinni. Einkum eru það félagar í VG sem farið hafa mikinn og gildir þá einu hvaða forsendur liggja á bak við þessar ákvarðanir Íslandspósts, því tilgangurinn helgar meðalið hjá félögum í VG. Íslandspóstur fækkar ekki póst­burðar­dögum eða lokar póstafgreiðslustöðum að gamni sínu. Það er mikill misskilningur að halda því fram að einhver skerðing á þjónustu felist í því að fækka póstburðardögum úr 5 í 3 á viku ef enginn póstur er til flutninga. Það getur tæpast verið mikil þjónusta fólgin í því að láta póstbíla aka tóma hundruð kílómetra á dag út um allt land. Á þeim afgreiðslustöðum sem hefur verið og mun verða lokað á næstu misserum hafa verið sárafáar afhendingar á dag og að mati Íslandspósts munu landpóstar auðveldlega geta haldið uppi sama þjónustustigi og í flestum tilvikum verður það betra."
- Guðmundur Oddsson stjórnarmaður í Íslandspósti í grein sinni "Eru berin alltaf súr" í Fréttablaðinu 12. september 2008.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?