<$BlogRSDURL$>

Tuesday, October 07, 2008

Munnmælasögur#90
Á tímum vonleysis og niðurdrepandi frétta þá hafa síðuhaldara borist hundruðir tölvupósta frá starfsmönnum fjármálageirans, þar sem óskað er eftir því að birt sé munnmælasaga um verndara bloggs fólksins, HáEmm, yfirmann rafmagns á Vestfjörðum. Fyrst þetta er aðkallandi til þess að rífa upp móralinn á vinnustöðum þá verður nú orðið við þessu:

"Eitt sinn lá fyrir ritgerðarefni í Sögu hjá Vestfirzkum Gleðipinnum á MÍ árunum. Átti að skila ritgerðinni heim til sögukennarans og skólameistarans, Björns Teitssonar, í síðasta lagi á sunnudagskveldi. Dóri ákvað að skrifa um Sameinuðu þjóðirnar og byrjaði aðeins á verkefninu á föstudeginum. Hefði þetta auðvitað ekki verið stórmál fyrir hann nema vegna þess að þarna var mikil helgi framundan hjá Gleðipinnunum, aldrei slíku vant. Máttu menn auðvitað ekkert vera að þessu á föstudagskvöldinu, né á laugardagskvöldinu. Á laugardeginum þurftu menn svo að sjálfsögðu að skipuleggja laugardagskvöldið, svona til þess að lifa ekki í einhverri óvissu. Á sunnudeginum voru Dóri og félagar hálf ryðgaðir og tóku þynnkurúnt á sunnudeginum. Eftir að hafa keypt sér kók í gleri og krembrauð, tóku þeir nokkra hringi. Svo tóku þeir nokkra hringi til viðbótar. Hittu fólk og samstilltu frásagnir frá prakkarastrikum helgarinnar. Um kvöldmatarleytið fór Dóri heim að huga að ritgerðinni en gekk verkið seint og illa sökum þess hve takkarnir á ritvélinni voru fáránlega litlir í samanburði við netta putta Halldórs. Þegar ritgerðinni hafði verið skilað mun Björn Teitssonar ekki hafa verið yfir sig hrifinn af ritverkinu sem samanstóð af hálfri blaðsíðu um stofnun SÞ, stofnþjóðir og ýmsar tölulegar staðreyndir. Var efnið síðan dregið saman í framhaldinu í einni setningu:

Og allar götur síðan hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið mjög gott starf.
Halldór Magnússon."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?