Monday, December 15, 2008
Spennufall hjá HáEmm
Halldór Magnússon, yfirmaður rafmagns á Vestfjörðum og Verndari bloggs fólksins, mun vera í einhvers konar spennufalli þessa dagana, samkvæmt raðfréttaflutningi bb.is. Mun þetta líklega stafa af því að þetta síðuhald er orðið uppiskroppa með sögur af kappanum. Eftir að hafa birt fleiri tugi sagna af Verndaranum, þá er nefnilega orðið nokkuð langt um liðið síðan hann hefur verið hér í lykihlutverki, ef frá er talið comenntakerfið. Eru Gleðipinnarnir farnir að taka krók þegar þeir sjá síðuhaldara/Engilinn nálgast, því þeir eru hræddir um að tala af sér. En það er jákvætt að útbreiddir miðlar á borð við bb.is skuli halda kyndlinum á lofti sem blogg fólksins kveikti fyrir einhverjum árum síðan. Einnig eru miðlar á borð við Facebook farnir að gera Verndaranum skil og má þar nálgast alls kyns myndir frá MÍ árunum. Í nýjustu fréttinni í raðfréttaflutningi BB má sjá í niðurlaginu að orðheppnin er þó ekki á undanhaldi hjá HáEmm.
Passið ykkur á myrkrinu.
Halldór Magnússon, yfirmaður rafmagns á Vestfjörðum og Verndari bloggs fólksins, mun vera í einhvers konar spennufalli þessa dagana, samkvæmt raðfréttaflutningi bb.is. Mun þetta líklega stafa af því að þetta síðuhald er orðið uppiskroppa með sögur af kappanum. Eftir að hafa birt fleiri tugi sagna af Verndaranum, þá er nefnilega orðið nokkuð langt um liðið síðan hann hefur verið hér í lykihlutverki, ef frá er talið comenntakerfið. Eru Gleðipinnarnir farnir að taka krók þegar þeir sjá síðuhaldara/Engilinn nálgast, því þeir eru hræddir um að tala af sér. En það er jákvætt að útbreiddir miðlar á borð við bb.is skuli halda kyndlinum á lofti sem blogg fólksins kveikti fyrir einhverjum árum síðan. Einnig eru miðlar á borð við Facebook farnir að gera Verndaranum skil og má þar nálgast alls kyns myndir frá MÍ árunum. Í nýjustu fréttinni í raðfréttaflutningi BB má sjá í niðurlaginu að orðheppnin er þó ekki á undanhaldi hjá HáEmm.
Passið ykkur á myrkrinu.