<$BlogRSDURL$>

Thursday, December 11, 2008

Ætlar enginn að axla ábyrgð?
Síðuhaldari hefur stundum farið í Kringluna í desember og hent pakka undir tréið handa einhverjum krakka sem annars myndi ekki fá pakka. Líður honum jafnan vel í brisinu á eftir. Í gær tókst honum að fá Gumma Gunnars, fyrrum flugfreyjumann með sér, og keyptum við leikföng í Hagkaup. Þegar Gummi var búinn að spjalla lengi við manninn sem leikur í þessu myndbandiþá fórum við að trénu þar sem hægt er að pakka inn. Þá brá svo við að gjafapappírinn var búinn! Hver ber ábyrgð á þessu? Ætlar engin að stíga til hliðar? Þetta klúður bara má ekki gleymast í öllum nornaveiðunum. Þeir sem eiga að fylla á pappírinn í Kringlunni eru ábyggilega með helling af pappír heima hjá sér og lifa kannski í pappírsvellystingum í útlöndum. Guðmundi var mjög brugðið vegna þessarar vanrækslu.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?