Wednesday, December 03, 2008
Ætlar Álfheiður ekki að segja af sér ?
Það er með ólíkindum að Álfheiður Ingadóttir úr VG skuli ekki enn vera búin að segja af sér þingmennsku. Nú eru komnir einir tíu dagar síðan hún þótt þátt í vopnaðri árás á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hvort sem hún var með barefli í hönd eða var í klappliðinu þá skiptir það ekki öllu máli. Henni fannst ekkert óeðlilegt að ráðist væri á þá einstaklinga sem hafa það að atvinnu sinni að framfylgja lögunum sem hún tekur þátt í að setja. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart úr þessari átt en það sem kemur meira á óvart er hvað fjölmiðlar hafa lítin áhuga á þessari frammistöðu þingmannsins. Í þeirri litlu umfjöllun sem fjölmiðlar eyddu í þáttöku þingmannsins í þessari vopnuðu árás, þá var púðrinu eytt í að segja frá því hvernig hún hefði "hlúð að" hinum ofbeldishneigðu. Vitanlega voru allar þessar mannvitsbrekkur furðu lostnar yfir því að lögreglumenn skyldu ekki leyfa þeim að berja sig í spað með bareflum og grjótum. Fengu meira að segja pláss í sjónvarpi til þess að hneykslast á viðbrögðum lögreglunnar. Líklega hefur þeim flestum þótt forkastalegt að lögreglumenn skyldu seilast í handtöskurnar sínar og ná í piparúðann í stað þess að láta byltingarsinna yfirtaka lögreglustöð borgarbúa. Þetta minnir mann svolítið á dæmið um innbrotsþjófinn í Bandaríkjunum sem slasaðist í innbroti í íbúðarhús. Hann kærði húsráðanda fyrir vanrækslu og fékk skaðabætur.
Allir óvankaðir menn hljóta að telja það stórkostlegt vandamál ef fjölda fólks finnst bara í góðu lagi að brjóta niður hurðir og brjóta glugga á lögreglustöð af því þau eru með athugasemdir varðandi handtöku einhvers einstaklings. Ef handtakan er ólögleg þá hefur hann rétt á skaðabótum frá ríkinu en vinir hans eiga ekki rétt á því að rífa lögreglustöðina niður til grunna. Þegar þessar fréttamyndir eru sýndar erlendis þá hlýtur það að hjálpa ofboðslega mikið við að lappa upp á ímynd okkar hjá þeim þjóðum sem við erum að reyna að sannfæra um að lána okkur fjármuni.
Eins hlýtur það að vera áhyggjuefni þegar ræðumenn á mótmælafundum hvetja beinlínis til ofbeldisverka. Auðvitað er þetta fyrst og fremst uppeldislegt vandamál þeirra sjálfra en ekki er hægt að setja slíka aðila undir annan hatt en þá sem láta berja fólk í undirheimunum til þess að fá vilja sínum framgengt. Sama horið - bara önnur nös. Þetta er farið að minna ískyggilega á Gúttóslaginn í byrjun síðustu aldar þar sem kommúnistar börðu lögreglumenn og pólitíkusa með bareflum. Á þeim tíma hafði lögreglan ekkert annað gúmmíkyldur til þess að brúka í átökum. Dæmi eru um unga menn í lögreglunni sem aldrei náðu sér eftir Gúttóslaginn en eftir þetta fengu lögreglumenn að bera kylfur sem ekki eru úr gúmmí. Á næstu dögum verður kannski einhver lögreglumaðurinn örkumlaður eftir viðskipti sín við einhverja af þessum friðsömu mótmælendum. Í kjölfarið mun lögreglan þurfa að bera skotvopn eins og erlendis. Hér hefur jú verið í tísku í nokkurn tíma að berja löggur eins og dæmin á þessu ári sína glögglega.
Eins er merkilegt hvernig frummælendur eru valdir á þessa mótmælafundi. Aðalsprautan á mómælendafundum talar mikið um lýðræði en hann handvelur einmitt þá sem tala á fundunum. Hafi þeir ekki einhver tengsl við VG þá eiga þeir ekki heima á pallinum. Menn hafa óskað eftir því að tala á þessum fundum en hefur verið vísað frá út af því að þeir séu of tengdir "Frjálslynda" flokknum eða hreyfingum eins og Friði 2%. Eins er kostulegt að heyra fólk, sem aðhyllist hugmyndir sem aldrei hafa fengið meira en 20% fylgi, tala fyrir hönd þjóðarinnar. Alltaf eru þeir að tala fyrir hönd þjóðarinnar. Einhverjir snillingar héldu því til dæmis fram að öll þjóðin hefði komið saman í þúsund manna sal Háskólabíós á dögunum. Vissi brunavarnareftirlitið af því?
Passið ykkur á myrkrinu
Það er með ólíkindum að Álfheiður Ingadóttir úr VG skuli ekki enn vera búin að segja af sér þingmennsku. Nú eru komnir einir tíu dagar síðan hún þótt þátt í vopnaðri árás á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hvort sem hún var með barefli í hönd eða var í klappliðinu þá skiptir það ekki öllu máli. Henni fannst ekkert óeðlilegt að ráðist væri á þá einstaklinga sem hafa það að atvinnu sinni að framfylgja lögunum sem hún tekur þátt í að setja. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart úr þessari átt en það sem kemur meira á óvart er hvað fjölmiðlar hafa lítin áhuga á þessari frammistöðu þingmannsins. Í þeirri litlu umfjöllun sem fjölmiðlar eyddu í þáttöku þingmannsins í þessari vopnuðu árás, þá var púðrinu eytt í að segja frá því hvernig hún hefði "hlúð að" hinum ofbeldishneigðu. Vitanlega voru allar þessar mannvitsbrekkur furðu lostnar yfir því að lögreglumenn skyldu ekki leyfa þeim að berja sig í spað með bareflum og grjótum. Fengu meira að segja pláss í sjónvarpi til þess að hneykslast á viðbrögðum lögreglunnar. Líklega hefur þeim flestum þótt forkastalegt að lögreglumenn skyldu seilast í handtöskurnar sínar og ná í piparúðann í stað þess að láta byltingarsinna yfirtaka lögreglustöð borgarbúa. Þetta minnir mann svolítið á dæmið um innbrotsþjófinn í Bandaríkjunum sem slasaðist í innbroti í íbúðarhús. Hann kærði húsráðanda fyrir vanrækslu og fékk skaðabætur.
Allir óvankaðir menn hljóta að telja það stórkostlegt vandamál ef fjölda fólks finnst bara í góðu lagi að brjóta niður hurðir og brjóta glugga á lögreglustöð af því þau eru með athugasemdir varðandi handtöku einhvers einstaklings. Ef handtakan er ólögleg þá hefur hann rétt á skaðabótum frá ríkinu en vinir hans eiga ekki rétt á því að rífa lögreglustöðina niður til grunna. Þegar þessar fréttamyndir eru sýndar erlendis þá hlýtur það að hjálpa ofboðslega mikið við að lappa upp á ímynd okkar hjá þeim þjóðum sem við erum að reyna að sannfæra um að lána okkur fjármuni.
Eins hlýtur það að vera áhyggjuefni þegar ræðumenn á mótmælafundum hvetja beinlínis til ofbeldisverka. Auðvitað er þetta fyrst og fremst uppeldislegt vandamál þeirra sjálfra en ekki er hægt að setja slíka aðila undir annan hatt en þá sem láta berja fólk í undirheimunum til þess að fá vilja sínum framgengt. Sama horið - bara önnur nös. Þetta er farið að minna ískyggilega á Gúttóslaginn í byrjun síðustu aldar þar sem kommúnistar börðu lögreglumenn og pólitíkusa með bareflum. Á þeim tíma hafði lögreglan ekkert annað gúmmíkyldur til þess að brúka í átökum. Dæmi eru um unga menn í lögreglunni sem aldrei náðu sér eftir Gúttóslaginn en eftir þetta fengu lögreglumenn að bera kylfur sem ekki eru úr gúmmí. Á næstu dögum verður kannski einhver lögreglumaðurinn örkumlaður eftir viðskipti sín við einhverja af þessum friðsömu mótmælendum. Í kjölfarið mun lögreglan þurfa að bera skotvopn eins og erlendis. Hér hefur jú verið í tísku í nokkurn tíma að berja löggur eins og dæmin á þessu ári sína glögglega.
Eins er merkilegt hvernig frummælendur eru valdir á þessa mótmælafundi. Aðalsprautan á mómælendafundum talar mikið um lýðræði en hann handvelur einmitt þá sem tala á fundunum. Hafi þeir ekki einhver tengsl við VG þá eiga þeir ekki heima á pallinum. Menn hafa óskað eftir því að tala á þessum fundum en hefur verið vísað frá út af því að þeir séu of tengdir "Frjálslynda" flokknum eða hreyfingum eins og Friði 2%. Eins er kostulegt að heyra fólk, sem aðhyllist hugmyndir sem aldrei hafa fengið meira en 20% fylgi, tala fyrir hönd þjóðarinnar. Alltaf eru þeir að tala fyrir hönd þjóðarinnar. Einhverjir snillingar héldu því til dæmis fram að öll þjóðin hefði komið saman í þúsund manna sal Háskólabíós á dögunum. Vissi brunavarnareftirlitið af því?
Passið ykkur á myrkrinu