Friday, January 09, 2009
Munnmælasögur#94
Á meðal árlegra vorboða í sódómunni er víðavangshlaup ÍR. Síðuhaldari hefur blessunarlega aldrei tekið þátt en eitt árið voru vinirnir Hannes Már Sigurðsson og Bogi Mölby Pétursson skráðir til leiks. Eitthvað var farið að hægjast á Hannesi á þessum tíma eftir að hafa synt eins og höfrungur árum saman. Bogi var hins vegar ennþá að spila fótbolta með Víkingi Ó. Hannes var nýlega byrjaður að hlaupa sér til heilsubótar og skoraði á Boga að mæta í víðavangshlaup ÍR. Bogi þóttist vita að sinn gamli félagi frá Laugarvatni væri dottinn úr formi og reiknaði ekki með mikilli mótspyrnu frá Hannesi í hlaupinu. Bogi var nokkuð seinn fyrir en sá að Hannes hafði mætt snemma og komið sér fyrir á meðal fremstu manna við rásmarkið. Þegar keppendur voru komnir af stað missti Bogi fljótlega sjónar á Hannesi en hafði ekki of miklar áhyggjur af því fyrst í stað. Taldi að kappinn myndi nú bara sprengja sig á því að fara af stað með látum. Ekki leið þó á löngu þar til Bogi fór að keyra upp hraðann svona til öryggis en honum til mikillar undrunar þá sá hann aldrei aftan á hælana á Hannesi. Var Boga farið líka þetta illa og setti allt í botn á miðri leið. Þegar það dugði ekki einu sinni til þá hægði hann ferðina aftur og játaði sig nánast sigraðan. Þá sér Bogi gamla bekkjarsystur sína frá Laugarvatni vera að taka fram úr sér og gaf allt í botn á ný og tókst að klára hlaupið á alveg þokkalegum tíma en gersamlega úrvinda af þreytu. Bogi skildi ekkert í því af hverju Hannes var hvergi sjáanlegur. Gat það verið að Hannes hefði verið svo langt á undan að hann hefði ekki einu sinni nennt að bíða eftir honum við marklínuna? Þegar heim var komið hringdi Bogi blóðillur í Hannes og las honum pistilinn fyrir að plata sig í víðavangshlaup og láta sig svo hverfa eftir hlaupið. Þá kom hins vegar í ljós að Hannes hafði úðað í sig Ripped fuel pillum og alls kyns orkudrykkjum í aðdraganda hlaupsins. Eftir 400 metra þá var Hannes kominn með svo öran hjartslátt að hann þorði ekki öðru en að hætta keppni !
Á meðal árlegra vorboða í sódómunni er víðavangshlaup ÍR. Síðuhaldari hefur blessunarlega aldrei tekið þátt en eitt árið voru vinirnir Hannes Már Sigurðsson og Bogi Mölby Pétursson skráðir til leiks. Eitthvað var farið að hægjast á Hannesi á þessum tíma eftir að hafa synt eins og höfrungur árum saman. Bogi var hins vegar ennþá að spila fótbolta með Víkingi Ó. Hannes var nýlega byrjaður að hlaupa sér til heilsubótar og skoraði á Boga að mæta í víðavangshlaup ÍR. Bogi þóttist vita að sinn gamli félagi frá Laugarvatni væri dottinn úr formi og reiknaði ekki með mikilli mótspyrnu frá Hannesi í hlaupinu. Bogi var nokkuð seinn fyrir en sá að Hannes hafði mætt snemma og komið sér fyrir á meðal fremstu manna við rásmarkið. Þegar keppendur voru komnir af stað missti Bogi fljótlega sjónar á Hannesi en hafði ekki of miklar áhyggjur af því fyrst í stað. Taldi að kappinn myndi nú bara sprengja sig á því að fara af stað með látum. Ekki leið þó á löngu þar til Bogi fór að keyra upp hraðann svona til öryggis en honum til mikillar undrunar þá sá hann aldrei aftan á hælana á Hannesi. Var Boga farið líka þetta illa og setti allt í botn á miðri leið. Þegar það dugði ekki einu sinni til þá hægði hann ferðina aftur og játaði sig nánast sigraðan. Þá sér Bogi gamla bekkjarsystur sína frá Laugarvatni vera að taka fram úr sér og gaf allt í botn á ný og tókst að klára hlaupið á alveg þokkalegum tíma en gersamlega úrvinda af þreytu. Bogi skildi ekkert í því af hverju Hannes var hvergi sjáanlegur. Gat það verið að Hannes hefði verið svo langt á undan að hann hefði ekki einu sinni nennt að bíða eftir honum við marklínuna? Þegar heim var komið hringdi Bogi blóðillur í Hannes og las honum pistilinn fyrir að plata sig í víðavangshlaup og láta sig svo hverfa eftir hlaupið. Þá kom hins vegar í ljós að Hannes hafði úðað í sig Ripped fuel pillum og alls kyns orkudrykkjum í aðdraganda hlaupsins. Eftir 400 metra þá var Hannes kominn með svo öran hjartslátt að hann þorði ekki öðru en að hætta keppni !