<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 21, 2009

Rannsóknir
Þar sem síðuhaldari er metrósexúal maður þá hefur hann gert vísindalegar rannsóknir í eldhúsinu. Sem betur fer er til hjartahlýtt fólk sem framleiðir tilbúna matvöru til sölu og því engin sérstök þörf fyrir að stunda eldamennsku í sjálfu sér. Sérstaklega ekki í eins manns dúfnakofa. En burt séð frá því þá hefur síðuhaldari fundið út hvað sé einfaldasta og fljótlegasta eldamennska sem fyrir finnst. Af því sem flokkast getur undir eldamennsku þá telur síðuhaldari að sú framkvæmd að spæla egg hljóti að vera einfaldasta og fljótlegasta eldamennska sem um getur. Ef lesendur geta bent á eitthvað einfaldara og fljótlegra þá eru allar ábendingar vel þegnar á commentakerfinu. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort það væri markaður fyrir matreiðsluþátt í sjónvarpi sem síðuhaldari myndi sjá um? Siggi Hall var til dæmis með þætti þar sem hann ferðaðist um heiminn og horfði á aðra elda. Hver man ekki eftir setningum eins og: "Þetta er hann Fabio vinur minn" Síðuhaldari hefur ekkert á móti eldamennsku - hann getur horft á fólk elda tímunum saman. Svo er spurning hvort maður segi einhvern tíma söguna af því þegar HáEmm bauð vinum sínum í mat og sauð hangikjöt.

Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?