<$BlogRSDURL$>

Monday, February 02, 2009

Dýralæknir vs jarðfræðingur
Um nokkra hríð hafa ýmsir álitsgjafar verið uppteknir af því að fráfarandi fjármálaráðherra væri menntaður dýralæknir. Hefur á köflum verið fjallað með niðrandi hætti um þessa menntun og bent hefur verið á að þessi menntun sé ekki heppileg fyrir fjármálaráðherra. Gott og vel. Það er svo sem ekkert að því. En nú verður forvitnilegt að fylgjast með hvort þessir sömu álitsgjafar verði jafn uppteknir af því að benda á að núverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Bjarnfreðarson, sé jarðfræðingur. Munu þeir hafa áhyggjur af því að forsætisráðherra sé flugfreyja eða að umhverfisráðherra sé leikkona og að samgönguráðherra sé íþróttakennari?
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?