<$BlogRSDURL$>

Thursday, February 26, 2009

Munnmælasögur#96
Nú verður boðið upp á eina bolvíska munnmælasögu sem ég hef oft heyrt en held að hafi ekki birst fyrr á prenti eftir því sem ég kemst næst. Í leiðinni eru lesendur aftur minntir á að Munnmælasaga#100 verður frábær. Farið því ekki langt eins og sagt er í sjónvarpinu.

"Hannibal Guðmundsson, var bóndi á Hanhóli á sinni tíð, en vann einnig í talsvert mörg ár í fyrirtæki föðurs míns í Víkinni. Hannibal var meðal annars þekktur fyrir að eiga sextán börn. Einu sinni sem oftar var alþingismaðurinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson að vísitera í Bolungarvík en hann var þingmaður fyrir Vestfjarðakjördæmi. Vinsskapur var og er á milli hans og foreldra minna. Þorvaldur gisti því gjarnan heima hjá okkur á ferðum sínum um kjördæmið og karl faðir minn leiddi hann oft á tíðum á milli kjósenda. Eitt sinn bar svo við að þeir vinirnir voru að heilsa upp á starfsmenn fyrirtækisins. Þorvaldur þekkti kannski ekki alla Bolvíkinga með nafni en kveikti á perunni um leið og hann fékk einhverjar vísbendingar um hver viðkomandi væri. Þegar röðin var komin að því að heilsa upp á Hannibal þá hvíslar faðir minn að Þorvaldi: "Þetta er hann Hannibal. Sá sem á fimmtán börn þú veist." Hannibal heyrði greinilega til þeirra því hann spurði um leið: "Nú! Og hver á þá eitt???"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?