Wednesday, February 04, 2009
Rauðvín og nýja útvegsspilið
Í janúar fékk ég heimboð. Úthverfa Gvendur bauð heim til sín í spilakvöld en hann býr á Helliðsheiðinni. Nú skyldi "Vestfirzka kvótasvindlið" spilað sem er hugarfóstur þeirra Palla Ernis og Péturs Magg. Spilið seldist á við Arnald jólaflóðinu en ég hafði ekki komist í að prófa þetta nýja útvegsspil. Sá ég mér leik á borði og greip með mér rauðvínsflösku sem mér áskotnaðist fyrir að vera uppbyggilegur og jákvæður bloggari. Það var nú kominn tími til að maður fengi eitthvað sem líktist vegtyllum í þessum bloggheimum, fyrst að Ármann Jakobsson og Stefán Pálsson fá alltaf þessi íslensku bloggverðlaun.
Fyrirtækið Vín og matur er sem sagt með bloggmarkaðssetningu í gangi hjá sér. Bloggarar fá vín til þess að smakka og fjalla um og breiða svo fagnaðarerindið í faðm næsta bloggara. Frændi minn Stuðfinnur Einarsson, sem er nýorðinn pólitískur, skoraði á mig eftir að hafa birt skemmtilega færslu. Hann fékk sama vín til þess að fjalla um og ég. Amma hans, Mæja Haralds, átti setningu sem líklega á eftir að verða ódauðleg: Passar vel með öllu þó ekki kannski soðinni ýsu !
Ég get nú ekki státað af því að hafa boðið fráfarandi sjávarútvegsráðherra eins og Stuðfinnur gerði en það hefði óneitanlega verið vel við hæfi þar sem við vorum í nýja útvegsspilinu. Við vorum fjórir að spila og smakka rauðvínið; Gestgjafinn Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi flugfreyjumaður, Trausti skírari sem er faðir og Jakob Þór Kristjánsson sem kemur úr Eyjafjarðarhreppi og er einn af okkar lærðustu mönnum. Kristjana sem kemur úr Skutulsfjarðarhreppi fylgdist með að allt færi eftir settum reglum þar til henni leiddist þófið og fór út á galeiðuna. Það tók okkur nefnilega eina fimm tíma að klára spilið og fyrir einhverja kaldhæðni örlaganna var það Eyfirðingurinn sem sigraði í Vestfirzka kvótasvindlinu. Eftiminnilegasta atvikið átti sér stað þegar spilið var um það bil hálfnað. Þá segir Trausti skírari: "Mér finnst ég vera farinn að finna illþyrmilega fyrir Gnáaráhrifunum" en hann átti þá íshús í fjórum bæjum en ekkert hráefni.
Vínið, Anima Umbra Rosso, rann hratt og örugglega ofan í menn. Ég svindlaði reyndar örlítið á vínreglunum því þessi týpa er fyrst og fremst hugsuð með mat. Ég gerði því þarna ákveðna tilraun því ýmislegt snakk var á borðum en ekki eiginleg máltíð. Trausti sagði vínið vera full braglítið fyrir sinn smekk. En þegar smekkur Trausta er skoðaður þá er hann mikill aðdáandi alls sem ítalskt er, og þegar ég tjáði honum að vínið væri frá Ítalíu fór hann í allt annan gír og fannst þetta alveg nógu bragðmikið. Úthverfa Gvendur hefur aldrei verið í vandræðum með að koma niður víni og hann var mjög sáttur eins og jafnan þegar hann er að drekka. Sama má segja um síðuhaldara. Þetta rauðvín rennur ljúflega niður en sjálfsagt er æskilegra að drekka það með mat eins sérfræðingarnir segja. Jakob bað mig um að biðja um fleiri flöskur og fleiri tegundir þegar röðin kæmi aftur að mér í þessum blogghring. Jakob ætlar að fjalla um vínið þegar hann fer í doktorsnám númer tvö.
Niðurstaðan var því sú að menn gengu sáttir frá glösum og flaskan kláraðist á nýju brautarmeti. Hugsuðu menn hlýlega til nefndarmanna sem sjá um úthlutun í drykkjustyrksnefnd Víns og matar. Ritstjórn Bloggs fólksins hefur komið sér saman um að skora á Skagasvelginn og blaðamanninn, Sigurð Elvar Þórólfsson, sem lætur gamminn geysa á Moggablogginu. Bloggar hann ósjaldan um þorstavekjandi fylleríssögur.
Passið ykkur á myrkrinu.
Í janúar fékk ég heimboð. Úthverfa Gvendur bauð heim til sín í spilakvöld en hann býr á Helliðsheiðinni. Nú skyldi "Vestfirzka kvótasvindlið" spilað sem er hugarfóstur þeirra Palla Ernis og Péturs Magg. Spilið seldist á við Arnald jólaflóðinu en ég hafði ekki komist í að prófa þetta nýja útvegsspil. Sá ég mér leik á borði og greip með mér rauðvínsflösku sem mér áskotnaðist fyrir að vera uppbyggilegur og jákvæður bloggari. Það var nú kominn tími til að maður fengi eitthvað sem líktist vegtyllum í þessum bloggheimum, fyrst að Ármann Jakobsson og Stefán Pálsson fá alltaf þessi íslensku bloggverðlaun.
Fyrirtækið Vín og matur er sem sagt með bloggmarkaðssetningu í gangi hjá sér. Bloggarar fá vín til þess að smakka og fjalla um og breiða svo fagnaðarerindið í faðm næsta bloggara. Frændi minn Stuðfinnur Einarsson, sem er nýorðinn pólitískur, skoraði á mig eftir að hafa birt skemmtilega færslu. Hann fékk sama vín til þess að fjalla um og ég. Amma hans, Mæja Haralds, átti setningu sem líklega á eftir að verða ódauðleg: Passar vel með öllu þó ekki kannski soðinni ýsu !
Ég get nú ekki státað af því að hafa boðið fráfarandi sjávarútvegsráðherra eins og Stuðfinnur gerði en það hefði óneitanlega verið vel við hæfi þar sem við vorum í nýja útvegsspilinu. Við vorum fjórir að spila og smakka rauðvínið; Gestgjafinn Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi flugfreyjumaður, Trausti skírari sem er faðir og Jakob Þór Kristjánsson sem kemur úr Eyjafjarðarhreppi og er einn af okkar lærðustu mönnum. Kristjana sem kemur úr Skutulsfjarðarhreppi fylgdist með að allt færi eftir settum reglum þar til henni leiddist þófið og fór út á galeiðuna. Það tók okkur nefnilega eina fimm tíma að klára spilið og fyrir einhverja kaldhæðni örlaganna var það Eyfirðingurinn sem sigraði í Vestfirzka kvótasvindlinu. Eftiminnilegasta atvikið átti sér stað þegar spilið var um það bil hálfnað. Þá segir Trausti skírari: "Mér finnst ég vera farinn að finna illþyrmilega fyrir Gnáaráhrifunum" en hann átti þá íshús í fjórum bæjum en ekkert hráefni.
Vínið, Anima Umbra Rosso, rann hratt og örugglega ofan í menn. Ég svindlaði reyndar örlítið á vínreglunum því þessi týpa er fyrst og fremst hugsuð með mat. Ég gerði því þarna ákveðna tilraun því ýmislegt snakk var á borðum en ekki eiginleg máltíð. Trausti sagði vínið vera full braglítið fyrir sinn smekk. En þegar smekkur Trausta er skoðaður þá er hann mikill aðdáandi alls sem ítalskt er, og þegar ég tjáði honum að vínið væri frá Ítalíu fór hann í allt annan gír og fannst þetta alveg nógu bragðmikið. Úthverfa Gvendur hefur aldrei verið í vandræðum með að koma niður víni og hann var mjög sáttur eins og jafnan þegar hann er að drekka. Sama má segja um síðuhaldara. Þetta rauðvín rennur ljúflega niður en sjálfsagt er æskilegra að drekka það með mat eins sérfræðingarnir segja. Jakob bað mig um að biðja um fleiri flöskur og fleiri tegundir þegar röðin kæmi aftur að mér í þessum blogghring. Jakob ætlar að fjalla um vínið þegar hann fer í doktorsnám númer tvö.
Niðurstaðan var því sú að menn gengu sáttir frá glösum og flaskan kláraðist á nýju brautarmeti. Hugsuðu menn hlýlega til nefndarmanna sem sjá um úthlutun í drykkjustyrksnefnd Víns og matar. Ritstjórn Bloggs fólksins hefur komið sér saman um að skora á Skagasvelginn og blaðamanninn, Sigurð Elvar Þórólfsson, sem lætur gamminn geysa á Moggablogginu. Bloggar hann ósjaldan um þorstavekjandi fylleríssögur.
Passið ykkur á myrkrinu.