<$BlogRSDURL$>

Monday, February 16, 2009

Viskíbirgðirnar kláruðust
Talsverða athygli vakti að viskíbirgðir um borð í vél Icelandair kláruðust í áætlanaflugi fyrir um viku síðan. Hefði það ekki talist til tíðinda ef vélin hefði verið að koma til Keflavíkur frá Ástralíu. En vélin var hins vegar að koma frá Kaupmannahöfn sem er nú ekki ýkja langur flugtími. Síðuhaldari er hryggur yfir því margir skuli telja það skipta máli í þessu sambandi að Vestfirsku gleðipinnarnir, Halldór Magnússon og Ólafur Sigurðsson, skuli hafa verið um borð í vélinni. Það er auðvitað ekkert annað en einkennileg tilviljun.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?