<$BlogRSDURL$>

Wednesday, March 11, 2009

Munnmælasögur#97
Björgvin Guðmundsson, ritstjóri viðskiptafrétta á Morgunblaðinu, hafði samband við ritstjórn Bloggs fólksins og óskaði eftir nýrri munnmælasögu. Björgvin segist jafnframt vera farinn að iða í skinninu eftir Munnmælasögu númer 100.

"Halldór Magnússon, verndari Bloggs fólksins, bjó um tíma á Grænagarði í Skutulsfjarðarhreppi. Eitt sinn bar svo við að HáEmm ákvað að bjóða nokkrum vinum sínum í mat í tilefni af hátíð ljóss og friðar. Lögum samkvæmt bauð HáEmm að sjálfsögðu upp á hangikjöt og með því. HáEmm var nú ekki sérstaklega reyndur í eldhúsinu á þessum tíma en er nú vanur að klára sín verkefni með hyggjuvitinu. HáEmm hafði ekki vanist öðru en því að matvæli væru ávallt klædd úr umbúðunum áður en þau væru elduð og því tók hann netið að sjálfsögðu utan af hangikjötinu áður en hann sauð það. Óli Veltir segir að þegar gestina hafi borið að (Græna)garði þá hafi gestgjafinn verið að skafa kjötið af veggjunum. Þegar menn settust að veisluborðinu þá tók Pétur Guðmunds eftir því að liturinn á uppstúfinu var nokkuð frábrugðinn því sem hann átti að venjast hjá Stínu Mass. Þá hafði HáEmm verið uppiskroppa með hveiti á heimilinu þegar hann hófst handa við að útbúa uppstúf. Hann taldi því næst besta kostinn vera að nota heilhveiti í staðinn."

This page is powered by Blogger. Isn't yours?