Tuesday, March 31, 2009
Orðrétt
"Margeir Pétursson var - svo ég segi nú hverja sögu eins og hún var - ekki vinsælasti stórmeistari Íslendinga í skák. Allir viðurkenndu seiglu hans, útsjónarsemi í erfiðum stöðum og aðgæsluhæfileika. En flestir kusu heldur að fylgjast með djarfari skákmönnum. Sannleikurinn var þó sá að Margeir hafði að sumu leyti dýpri skilning á skák en flestir Íslendingar aðrir. Og hann náði líka hvað eftir annað frábærum árangri. Þegar hann gerðist bankamaður bar lengi vel lítið á honum. Þegar forkólfar stóru bankanna fóru í sitt gönuhlaup með útrásarvíkingunum vissi maður lítið um hvað Margeir væri að hafast að. Nú virðist hann standa með pálmann í höndunum. Eins og svo oft gerðist við skákborðið."
- Illugi Jökulsson, blaðamaður, í pistli á dv.is í gær.
"Margeir Pétursson var - svo ég segi nú hverja sögu eins og hún var - ekki vinsælasti stórmeistari Íslendinga í skák. Allir viðurkenndu seiglu hans, útsjónarsemi í erfiðum stöðum og aðgæsluhæfileika. En flestir kusu heldur að fylgjast með djarfari skákmönnum. Sannleikurinn var þó sá að Margeir hafði að sumu leyti dýpri skilning á skák en flestir Íslendingar aðrir. Og hann náði líka hvað eftir annað frábærum árangri. Þegar hann gerðist bankamaður bar lengi vel lítið á honum. Þegar forkólfar stóru bankanna fóru í sitt gönuhlaup með útrásarvíkingunum vissi maður lítið um hvað Margeir væri að hafast að. Nú virðist hann standa með pálmann í höndunum. Eins og svo oft gerðist við skákborðið."
- Illugi Jökulsson, blaðamaður, í pistli á dv.is í gær.