<$BlogRSDURL$>

Thursday, April 16, 2009

Orðrétt
"Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna hittust í fyrradag. Fundurinn var afar mikilvægur en auk þess að vera reglubundinn leiðtogafundur þá var þetta fyrsti fundur sem nýr Bandaríkjaforseti sat, nýr framkvæmdastjóri bandalagsins var valinn og haldið var upp á 60 ára afmæli bandalagsins. Enda komu leiðtogar allra ríkja nema eins, einn þjóðarleiðtogi, forsætisráðherra Íslands, mætti ekki, sökum „anna heimafyrir“.

Meðal þeirra leiðtoga sem ekki höfðu jafn mikið að gera og forsætisráðherra Íslands og gátu því séð af tveimur dögum til fundarhalda, voru Barack Obama, Gordon Brown, Nicolas Sarkozy, Angela Merkel og rúmlega tuttugu aðrir. En forsætisráðherra Íslands var því miður svo upptekinn að hún komst ekki. Enda ekki eins og það hefði komið sér vel að geta rætt málefni landsins persónulega við þetta áhrifalausa fólk sem þarna var. Það er ekki eins og forsætisráðherra Íslands eigi eitthvað vansagt við menn eins og Gordon Brown. Það er ekki eins og það hefði getað hjálpað Íslendingum ef forsætisráðherra Íslands hefði mætt til fundar og nýtt tækifærið til að tala tæpitungulaust um hryðjuverkalög Breta gegn Íslendingum og til að krefjast þess að þau verði tafarlaust afturkölluð og skaði vegna þeirra bættur. Nei, Jóhanna Sigurðardóttir var upptekin heima fyrir."

- Vef-þjóðviljinn hinn 5. apríl 2009.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?