<$BlogRSDURL$>

Thursday, April 02, 2009

Orðrétt
"Það verður að telja smávægileg mistök, að röðin á þáttunum skyldi ruglast, þannig að annað atriði kom óvart á eftir ellefta atriði. Braut það stemmninguna örlítið upp að sjá sýslumannsdótturina hjala í vöggu í atriðinu eftir að hún ræður fylliraftinum eiginmanni sínum bana með rauðvínsflösku. Þetta er þó svo smávægilegt, að vart tekur að nefna það. Hitt er þó þyngra á metunum, að hreyfingar leikenda voru að mestu árekstralitlir og möguleikar sviðsins nýttir hins ýtrasta. Rétt hefði þó verið að reyna að forða slysi í þriðja atriði annars þáttar, þegar Gróa Níelsdóttir féll fram af sviðinu, en ekki verður við öllu séð....Gróa er vaxandi leikkona, menntuð og gáfuð, gædd afburða hæfileikum, en ófríð og illa vaxin. Nokkuð háir það henni, að hún er einfætt, einkum í dansinum í þriðja þætti, en upp á móti vegur frábær söngrödd, sem gæti þó notið sín betur ef ekki kæmi til mæði leikkonunnar í hringdansinum.

Nokkur viðvaningsbragur var á leik Hans Jörgensen, raddbeiting ankannaleg og var oft erfitt að skilja leikarann. Vera má að þessir hnökrar stafi af því að leikarinn er jóskur og hefur ekki enn lært íslensku en þó grunar mig að þessi mistök mætti skrifa á kostnað leikstjórans...Hallur Pétursson lék fávitann af svo mikilli innlifun að unun var á að horfa og enginn efaðist um að þarna væri réttur maður á réttum stað. Atvinnuleikarar Þjóðleikhússins gætu mikið lært af Halli. Þau mistök að hafa Hnefil Pétursson í aðgöngumiðasölunni verða að skrifast á kostnað leikstjóra, en Hnefill er hinn mesti ójafnaðarmaður þegar hann er drukkinn. Óspektir og söngur eiga illa við í dauðaatriði Ásrúnar."

- Snillingurinn Flosi Ólafsson í gagnrýni um sýninguna Dyrabjallan í uppfærslu Leikhúss dreifbýlisins.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?