<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 22, 2009

Stutt í kosningar - Stefán Ólafs mættur
Það er skemmtileg tilviljun að Stefán Ólafsson er ávallt tilbúinn með niðurstöður úr stórmerkilegum rannsóknum rétt fyrir alþingiskosningar. Í þeim kemst hann jafnan að þeirri niðurstöðu að ekki séu allir með sömu laun á Íslandi og launabilið á milli drykkjusjúklings og skipstjóra sé alltaf að breikka. Heimsfrægt varð þegar Stefán komst að þeirri niðurstöðu að skattbyrði hefði hækkað meira hjá þeim sem eru með lægstu launin heldur en hinum. Stefán gat þess þó ekki sérstaklega að skattkerfið virkar einfaldlega þannig að í lægstu launaþrepunum byrja menn að borga meiri skatt þegar þeir fá launahækkanir. Betur hljómar að tala um að skattar hafi ekki verið lækkaðir minna á lægri launin heldur en hærri launin. Nú er Stefán kominn á kreik með 615 tekjuhæstu fjölskyldurnar. Þrautseigur djöfull en kannski ekki sérlega vinsæll á landsbyggðinni eftir að hann gerði skýrsluna fyrir Reykjavíkurborg um flugvöllinn.
Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?