Saturday, June 20, 2009
Munnmælasögur#104
Fyrir nokkrum árum fór Gísli Jón Hjaltason frændi minn ásamt öðrum bolvískum kyfingum í ferð til Islantilla á Spáni. Var þar leikið golf í tíu daga eða svo og fór Gísli á kostum innan golvallarins sem utan. Hér verður síðar bætt við sögum úr ferðinni ef vel liggur á síðuhaldara. Annars vegar frá rútuferð á leið til flugvallarins og hins vegar frá salernisferð Jóns skyttu og Rögga pensils á flugvellinum.
"Gísli Jón getur nú verið dálítið utan við sig á köflum eins og hann á kyn til. Sá "eiginleiki" getur haft sínar spaugilegu hliðar eins og þessi saga sýnir glögglega. Gísli hafði ekki veitt því neina athygli að alla ferðina voru íslensku kylfingarnir að nýta sér ódýra þjónustu í klúbbhúsinu. Þar buðu Spánverjar upp á alþrif á golfkylfum fyrir einungis 2 evrur en gengi íslensku krónunnar var talsvert hagstæðara í þá daga. Síðuhaldari er ekki með nákvæmar tölur í þeim efnum en vísar á Guðbjart Flosason varðandi allar slíkar upplýsingar. Á síðasta degi ferðinnar dettur Gísla Jóni í hug, að það gæti nú verið þjóðráð að þrífa kylfurnar áður en heim væri haldið, enda búið að nota þær mikið í ferðinni. Gaf Gísli sig á tal við starfsmenn í klúbbhúsinu og innti þá eftir því hvort þær ættu græjur til að þrífa golfkylfur. Ekki gátu Spánverjarnir neitað því og tóku Gísla ljúfmannlega þegar hann falaðist eftir því hvort hann mætti nota græjurnar og þrífa kylfurnar í klúbbhúsinu.
Nokkru síðar kemur Gísli lukkulegur heim á hótel og hittir þar fyrir nokkra Bolvíkinga á hótelbarnum. (Hvar annars staðar?) Segir Gísli þeim frá þessari merkilegu uppgötvun sinni; að hægt væri að fá lánaðar græjur til þess að þrífa kylfur í klúbbhúsinu. Voru menn frekar undrandi á þessum tíðindum Gísla en áttuðu sig fljótt á því að tveggja evru kylfuþrif Spánverjana höfðu greinilega farið fram hjá Gísla. Héldu menn niðri í sér hlátrinum og spurðu Gísla hvort hann hefði kannski gefið Spánverjunum þjórfé fyrir liðlegheitin. Svaraði Gísli því játandi og spurðu menn í framhaldinu hversu mikið Gísli hefði gefið í þjórfé. Þegar Gísli sagði þeim að hann hefði gefið Spánverjunum nákvæmlega 2 evrur í þjórfé þá ætlaði þakið að rifna af hótelinu enda gátu menn ekki haldið niðri í sér hlátrinum öllu lengur."
Fyrir nokkrum árum fór Gísli Jón Hjaltason frændi minn ásamt öðrum bolvískum kyfingum í ferð til Islantilla á Spáni. Var þar leikið golf í tíu daga eða svo og fór Gísli á kostum innan golvallarins sem utan. Hér verður síðar bætt við sögum úr ferðinni ef vel liggur á síðuhaldara. Annars vegar frá rútuferð á leið til flugvallarins og hins vegar frá salernisferð Jóns skyttu og Rögga pensils á flugvellinum.
"Gísli Jón getur nú verið dálítið utan við sig á köflum eins og hann á kyn til. Sá "eiginleiki" getur haft sínar spaugilegu hliðar eins og þessi saga sýnir glögglega. Gísli hafði ekki veitt því neina athygli að alla ferðina voru íslensku kylfingarnir að nýta sér ódýra þjónustu í klúbbhúsinu. Þar buðu Spánverjar upp á alþrif á golfkylfum fyrir einungis 2 evrur en gengi íslensku krónunnar var talsvert hagstæðara í þá daga. Síðuhaldari er ekki með nákvæmar tölur í þeim efnum en vísar á Guðbjart Flosason varðandi allar slíkar upplýsingar. Á síðasta degi ferðinnar dettur Gísla Jóni í hug, að það gæti nú verið þjóðráð að þrífa kylfurnar áður en heim væri haldið, enda búið að nota þær mikið í ferðinni. Gaf Gísli sig á tal við starfsmenn í klúbbhúsinu og innti þá eftir því hvort þær ættu græjur til að þrífa golfkylfur. Ekki gátu Spánverjarnir neitað því og tóku Gísla ljúfmannlega þegar hann falaðist eftir því hvort hann mætti nota græjurnar og þrífa kylfurnar í klúbbhúsinu.
Nokkru síðar kemur Gísli lukkulegur heim á hótel og hittir þar fyrir nokkra Bolvíkinga á hótelbarnum. (Hvar annars staðar?) Segir Gísli þeim frá þessari merkilegu uppgötvun sinni; að hægt væri að fá lánaðar græjur til þess að þrífa kylfur í klúbbhúsinu. Voru menn frekar undrandi á þessum tíðindum Gísla en áttuðu sig fljótt á því að tveggja evru kylfuþrif Spánverjana höfðu greinilega farið fram hjá Gísla. Héldu menn niðri í sér hlátrinum og spurðu Gísla hvort hann hefði kannski gefið Spánverjunum þjórfé fyrir liðlegheitin. Svaraði Gísli því játandi og spurðu menn í framhaldinu hversu mikið Gísli hefði gefið í þjórfé. Þegar Gísli sagði þeim að hann hefði gefið Spánverjunum nákvæmlega 2 evrur í þjórfé þá ætlaði þakið að rifna af hótelinu enda gátu menn ekki haldið niðri í sér hlátrinum öllu lengur."