<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 30, 2009

Orðrétt
"Evrópusambandið hefur stillt Íslendingum upp við hlaupendann í rússneskri rúllettu með þeirri nýjung að kúlan er sjö ár á leiðinni eftir að hleypt verður af. Sambandið hefur löngum þótt svifaseint. En það er aðeins Alþingi Íslendinga sem getur tekið í gikkinn. Samfylkingin er búin að afskrifa Ísland og þingmenn hennar munu ekki hika við það. Athyglin beinist því að nokkrum þingmönnum vinstri grænna á næstu dögum.

Í umræðum um Icesave málin er því látlaust haldið fram að enginn vilji eiga viðskipti við „okkur“ ef ríkissjóður Íslands tekur ekki á sig þá mörg hundruð milljarða króna sem Tryggingasjóður innistæðueigenda - innistæðutryggingakerfið samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins - getur ekki greitt. Þetta er auðvitað fjarstæða. Það hugsa engir stjórnendur einkafyrirtækja eða banka sem svo að öll íslensk fyrirtæki séu svikamyllur þótt tryggingakerfi innistæðueigenda hafi brugðist."

- Vef-þjóðviljinn í dag.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?