<$BlogRSDURL$>

Tuesday, June 16, 2009

Orðrétt
"Því velti ég stundum fyrir mér hvort Íslendingar séu áhugasamari um Evrópusambandið (ESB) en þegnar ríkja þess. Það finnst mér helst þegar saman eru bornar umræður heima á Íslandi um ESB og væntingar sem stór hluti þjóðarinnar virðist bera til þess. Á sama tíma búast þegnar aðildarríkjanna ekki við miklu af sambandinu. Og áhugaleysi þeirra á kosningum til Evrópuþingsins er algjört.

Til að mynda er Frökkum er skítsama um kosningarnar, svo notað sé vont götumál. Hér hefur samt ekki vantað auglýsingar og áróður fyrir því að kjósendur flykkist á kjörstað á sunnudag og 161 flokkur er í framboði. Fjölmiðlar hafa varið miklu rými undanfarnar vikur og lagt sitt af mörkum til að vekja áhuga á kosningunum.

Þá hefur Sarkozy forseti ítrekað hvatt þjóðina til að nýta atkvæði sitt og talað máli Evrópusamstarfsins. En allt kemur fyrir ekki, það sýna hver skoðanakönnunin af annarri undanfarnar vikur. Í könnun Opinionway fyrir fjölmiðlana Apco, La Tribune og BFM og birtist í dag segjast 64% ekki ætla á kjörstað. Hún leiðir og í ljós, að 73% Frakka og 67% Þjóðverja hafi engan áhuga á kosningunum."

- Ágúst Ásgeirsson blaðamaður bloggar frá Frakklandi 5. júní 2009.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?