<$BlogRSDURL$>

Friday, July 10, 2009

Pistlahöfundur Íslands
Síðuhaldari hefur í gegnum tíðina fylgst grannt með pistlum Kristins R. Ólafssonar í útvarpinu og hefur stöku sinnum bent lesendum sínum á bestu bitana. Fyrir nokkrum misserum sá RÚV loks sóma sinn í því að hafa pistla hans aðgengilega á netinu þannig að maður getur flett þeim upp og hlustað ef maður missir úr, sem auðvitað gerist iðulega þegar ekkert útvarp er í verðlaunabifreiðum. Vill síðuhaldari í auðmýkt sinni benda á snilldina sem felst í tveimur nýlegum pistlum sem heita "Kaká í Real Madrid" annars vegar og "Berlusconi og myndirnar í El País" hins vegar. Auðvitað eru margir fleiri úrvalspistlar sem þarna er að finna og því vissara að HLUSTA á þá alla. Ég legg áherslu á HLUSTA því einnig er hægt að lesa pistlana en það er bara engan veginn sama upplifunin ef rödd meistarans vantar.

Hér er rétt að bæta því við að Kristinn R. er búinn að gefa Cristiano Ronaldo íslenskt nafn eins og hann hefur iðulega við stjörnur spænska boltans. Ronaldo gengur nú einfaldlega undir nafninu Kristinn R. eða Kristinn Rögnvaldur í pistlunum!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?