<$BlogRSDURL$>

Thursday, August 06, 2009

Ró og spekt í Grafarvoginum
Hafliði Breiðfjörð er með heimasíðu sem hann er mjög duglegur að uppfæra og kallar Fótbolti.net. Hafliði náði á dögunum afskaplega skemmtilegum myndum frá nágrannaslag Breiðabliks og HK í bikarkeppni KSÍ þar sem stuðningsmenn liðanna reyndu með sér í alls kyns fangbrögðum. Þar sést Ómar Stefánsson til dæmis hangandi aftan í einni fótboltabullunni og Litli Valþórsson stórleikari ber hönd fyrir höfuð sér á miðri mynd, skelfingu lostinn. Í gærkvöldi fór á ég leik Fjölnis og Þróttar. Þegar ég sá gæslumennina þar þá áttaði ég mig á því að slíkar óeirðir myndu aldrei brjótast út á heimaleik hjá Fjölni. Þar er Gestur Arnarsson í gæslunni og fylgdi dómaratríónu af velli í gærkvöldi. Ef áhorfendur ætla að vera ólæti á hans vakt þá held ég að það verði nú ekkert hér um bil.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?