<$BlogRSDURL$>

Tuesday, September 22, 2009

Maggi Scheving fær samkeppni úr óvæntri átt
Þær fregnir berast nú úr villta vestrinu að Verndari Bloggs fólksins, HáEmm, sé farinn að haga sér eins og (íþrótta)álfur þar vestra. Hefur HáEmm verið mikill íþróttafrömuður á þessu ári og farið ófáar ferðirnar í stúdíóið á ókristilegum tímum. Sjálfsagt er verndarinn orðinn eins og tálgað hrífuskaft en síðuhaldari hefur reyndar ekki séð kappann í langan tíma. Gerði tilraun til þess að koma við á hornskrifstofunni í Orkubúinu í lok júní en þá var HáEmm í fríi einu sinni sem oftar. Líklega hefur hann verið búinn með alla blýantana. Ýmsir áhrifamiklir menn í þjóðfélaginu velta nú fyrir sér hvaða þýðingu þessi breytti lífstíll kunni að hafa í Skutulsfirði. Sérstaklega munu margir meðlimir Vestfirskra Gleðipinna hafa áhyggjur af þróun mála en í þeim fróma félagsskap, hefur íþróttaiðkun í óhófi, verið litin hornauga hingað til. Nýjasta uppátæki HáEmm virðist svo hafa verið kornið sem fyllti mælinn en hann tók þá ákvörðun fyrir skemmstu, að hjóla til Bolungarvíkur og til baka. Tveir kunnir Gleðipinnar sáu nýverið ástæðu til þess að rjúfa þögnina og hafa tjáð sig um málið opinberlega og áhyggjur þeirra leyna sér ekki:

"Þetta var það síðasta sem þjóðin þurfti á að halda, eins og allt er nú orðið," sagði Addi Árna Búbba og Indriði Hákarl Óskarsson bætti um betur: "Allar grunnstoðir þessa þjóðfélags hafa nú hrunið. Djöfulsins!!"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?