<$BlogRSDURL$>

Monday, November 02, 2009

Hinn eini sanni Einar
Einar Þór Jónsson er fimmtugur í dag. Ótrúlegt er satt. Hann lítur glettilega vel út kallinn enda hefur hann reykt frá unga aldri og forðaðist íþróttaiðkun eins og heitan eldinn framan af ævinni. Kannski að yngingarkreminn hans séu raunverulega að virka. Síðastliðið sumar vann Einar Þór sér inn nafnbótina "Hinn eini sanni Einar" á ættarmóti EG ættarveldisins. Í hópi barnabarna ömmu og afa eru 8 Einarar í þeim ættlið einum. Að þeim forspurðum var undirbúin keppni á ættarmótinu þar sem Einararnir voru látnir keppa um umrædda nafnbót og heiðurinn sem henni fylgir. Var um eins konar fjölþraut að ræða á laugardagskvöldinu. 7 Einarar kepptu um nafnbótina en sá yngsti, Einar Pé, mætti ekki til leiks og bar fyrir sig þá afsökun að Aníta væri að ala honum barn.

Keppt var í að kreista baðvog, spurningakeppni með bolvískum spurningum og söng. Til að gera langa sögu stutta sigraði Einar Þór og Einar Guðmunds varð annar. Verður Einar Þór ekki kallaður annað en Hinn eini sanni Einar hér eftir. Blogg fólksins óskar Hinum eina sanna Einari til hamingju með daginn og öll árin en hann er að heiman á afmælinu eins og sagt er í tilkynningunum. Hægt er að skutla til hans afmæliskveðjum í gegnum athugasemdakerfi síðunnar.

Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?