Tuesday, November 17, 2009
Munnmælasögur#107
Pétur Magg, litli krúttlegi yngri bróðir verndara bloggs fólksins, hafði samband við ritstjórnina og benti á að rúmir tveir mánuðir væru liðnir frá síðustu munnmælasögu. Því verður nú kippt í liðinn en Pétur lét það fylgja með að Óli Veltir hefði sloppið vel frá munnmælasögunum og mætti alveg við því að baða sig í kastljósinu. Þá rifjaðist upp saga sem Jónas Finnboga sagði síðuhaldara.
Óli Veltir og Hilmar Georgsson, a.k.a Himmi Gogg voru um tíma að skapa verðmæti um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Tókst með þeim ágætur vinskapur. Eitt sinn hafði Himmi ákveðið að taka sér verðskuldað frí og var stefnan sett á Kanarí. Óli, sem er jafnan liðlegur við vini og vandræðamenn, skutlaði Himma út á Keflavíkurflugvöll. Himmi hafði orð á því að réttast væri að Óli skellti sér með því hann hefði ekkert betra að gera. Óli sagðist hins vegar hafa öðrum hnöppum að hneppa og væri ekki á leiðinni til Kanarí. Ferðin út gekk að mestu leyti áfallalaust fyrir sig hjá Himma ef frá er talið að hann gleymdi GSM símanum sínum í bílnum hjá Óla. Tveimur dögum síðar er bankað á hótelherbergi Himma og fer hann til dyra. Var Himma frekar brugðið þegar hann opnaði hurðina. Þá stóð Óli á hótelganginum og rétti Himma símann: "Þú gleymdir símanum þínum."
Pétur Magg, litli krúttlegi yngri bróðir verndara bloggs fólksins, hafði samband við ritstjórnina og benti á að rúmir tveir mánuðir væru liðnir frá síðustu munnmælasögu. Því verður nú kippt í liðinn en Pétur lét það fylgja með að Óli Veltir hefði sloppið vel frá munnmælasögunum og mætti alveg við því að baða sig í kastljósinu. Þá rifjaðist upp saga sem Jónas Finnboga sagði síðuhaldara.
Óli Veltir og Hilmar Georgsson, a.k.a Himmi Gogg voru um tíma að skapa verðmæti um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Tókst með þeim ágætur vinskapur. Eitt sinn hafði Himmi ákveðið að taka sér verðskuldað frí og var stefnan sett á Kanarí. Óli, sem er jafnan liðlegur við vini og vandræðamenn, skutlaði Himma út á Keflavíkurflugvöll. Himmi hafði orð á því að réttast væri að Óli skellti sér með því hann hefði ekkert betra að gera. Óli sagðist hins vegar hafa öðrum hnöppum að hneppa og væri ekki á leiðinni til Kanarí. Ferðin út gekk að mestu leyti áfallalaust fyrir sig hjá Himma ef frá er talið að hann gleymdi GSM símanum sínum í bílnum hjá Óla. Tveimur dögum síðar er bankað á hótelherbergi Himma og fer hann til dyra. Var Himma frekar brugðið þegar hann opnaði hurðina. Þá stóð Óli á hótelganginum og rétti Himma símann: "Þú gleymdir símanum þínum."