<$BlogRSDURL$>

Tuesday, November 17, 2009

Orðrétt
"Las á dögunum bókina JÓNAS KRISTJÁNSSON FRJÁLS OG ÓHÁÐUR. Vægast sagt mjög sérstæð bók, enda skrifuð af skrítnum og sjálfhverfum fýr um hann sjálfan og hina óendanlegu snilld hans á öllum sviðum blaða- og hestamennsku. Í bókinni leiðir höfundurinn m.a. fram í dagsljósið blaðtækninn Jónas, sem gerði Tímann að alvöru blaði upp úr 1960, bjargaði Vísi nokkru síðar og skóp árið 1975 blað blaðanna, Dagblaðið, sem árið 1981 gleypti Vísi og úr varð DV.

Með Jónasi hefur starfað fjöldi blaðmanna, sem gert er mishátt undir höfði í bókinni. Jónas hefur sérstakt dálæti á Gunnari Smára Egilssyni - man ekki eftir betri blaðamanni á sviðum viðskipta og efnahags – mesti reikningshaus sem Jónas hefur kynnst. Þessir kostir Gunnar Smári virðast hafa verið fjarri þegar Smárinn réðst í Dagsbrúnarævintýrið og útrásina til Danmerkur, Englands og Bandaríkjanna - útrás sem engin veit hvað kostaði en reið Stöð 2 nánast að fullu fjárhagslega.
Reynir Traustason núverandi ritstjóri DV er líka í uppáhaldi hjá Jónasi - fær einkunnina kjarnakarl, eins og Sigurjón M. Egilsson. Jónasi segir þessa tvo blaðamenn hafa markað djúp spor í fjölmiðun á síðasta áratug nýliðinnar aldar.

Samkvæmt Jónasi er Reynir maður sannleikans; maður sem ekki gefst upp í andbyr - minnir Íslendinga mest á félagana Woodward og Berstein - lætur ekki bugast þó móti blási og við ógnaröfl sé að etja. Spurning hvort það meiði ekki æru Woodward og Berstein að eiga sér samsvörun í Reyni Traustasyni og því sem hann stendur fyrir í blaðamennsku hér á landi. Reynir lærði blaðamennsku af Jónasi og um þann lærdóm gildir hið fornkveðna, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Hvorki Reynir né Jónas eru menn sannleikans heldur fyrst og síðast kjaftakarlar. Bók Jónasar um hann sjálfan og þá sem honum eru þóknanlegir hefði betur heitið Jónas Kristjánsson - sjálfshólssaga blaðtæknis og kjaftakarls."

- Sigurður G. Guðjónsson lögmaður bloggar um ævisögu Jónasar Kristjánssonar hinn 14. nóvember 2009.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?