Monday, January 04, 2010
Áramótaannáll Vef-þjóðviljans
Sú ágæta hefð hefur skapast á þessu annars fátæklega síðuhaldi að birta nokkra mola úr Áramótaannáli Vef-þjóðviljans sem birtist á www.andriki.is á Gamlársdag.
Nostradamus ársins: Þorvaldur Gylfason sér allt fyrir, skömmu eftir að það gerist.
Flutningsmaður ársins: Atli Gíslason tók sér frí á þingi þegar Icesave-ánauðin var samþykkt. Hann sagðist standa í flutningum. Hver ætli verði dómsmálaráðherra á nýju ári?
Skrauthvörf ársins: Fréttamenn gættu þess að nefna skemmdarvarga aldrei annað en "mótmælendur".
Undantekning ársins: Stöð 2 gerði eina undantekningu og taldi að ótíndir glæpamenn og skemmdarvargar hefðu verið á ferð. Þá hafði kapall í eigu Stöðvar 2 skemmst. Áður hafði bara verið ráðist á alþingishúsið, dómkirkjuna, einkaheimili og ýmsar opinberar stofnanir, svo nú var í fyrsta sinn alvörumál á ferð.
Manngleggni ársins: Hörður Torfason hélt ræðu fyrir utan seðlabankann og sagðist vita að bankastjóranir væru allir landráðamenn. Síðar í ræðunni kom í ljós að hann vissi fullt nafn eins þeirra, hafði óljósan grun um skírnarnafn annars en vissi ekkert hver hinn þriðji væri.
Afmæli ársins: Ellert Schram varð sjötugur. Af því tilefni skrifaði Ellert Schram afmælisgrein um afmælisbarnið.
Sökudólgur ársins: Forseti bæjarstjórnar Álftaness fann sökudólg þegar bærinn komst nær í þrot. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefði átt að grípa fyrr inn í.
Tilraunamaður ársins: Stefán Ólafsson prófessor upplýsti að hér hefði farið fram "frjálshyggjutilraun" sem mun hafa falist í stórfelldum og ábyrgðarlausum skattalækkunum.
Hvarf ársins: Ekkert sást á árinu til Stefáns Ólafssonar prófessors, sem árum saman húðskammaði stjórnvöld fyrir að hafa hækkað skattbyrði fólks með ósvífnum hætti. Árið 2006 sagði hann meira að segja að sú fullyrðing að skattar hefðu almennt verið lækkaðir á síðustu árum væru "líklega með mestu ósannindum íslenskra stjórnmála í marga áratugi."
Afskriftaröð ársins: Fréttir bárust af því að Björgólfsfeðgar hefðu óskað eftir afskrift helmings skuldar sinnar við Kaupþing. Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali að þetta væri síðasta lán undir sólinni sem ætti að afskrifa. Gylfi Magnússon sagði að sér hefði svelgst á við fréttina.
Varkárni ársins: Fréttir bárust af því að eigendur Haga hefðu óskað eftir verulegum afskriftum skulda sinna við Kaupþing og að fá að halda fyrirtækjunum. Steingrímur J. Sigfússon neitaði að tjá sig um málið þar sem slíkt væri ekki við hæfi.
Fullveldissinni ársins: Árni Þór Sigurðsson alþingismaður sat í stjórn Heimssýnar frá 2007-2009.
Evrópusinni ársins: Árið 2009 varð Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar alþingis og gekk strax í að koma í gegn inngöngubeiðni í Evrópusambandið.
Yfirvegun ársins: "Ég lærði það dálítið snemma í stjórnmálum að sumir sem eru mikið á yfirborðinu, þeir reyna að koma svona merkimiða á andstæðinga sína", sagði yfirvegaður leiðtogi, Steingrímur J. Sigfússon, í löngu sjónvarpsviðtali á Skjá einum í apríl.
Yfirborðsmaður ársins: "Komdu þér í stuttbuxurnar drengur" kallaði bálreiður fjármálaráðherra fram í fyrir þingmanni sem gagnrýndi yfirvofandi skattahækkanir á alþingi, daginn fyrir hið yfirvegaða viðtal við leiðtogann sem er á móti merkimiðum á fólk.
Sú ágæta hefð hefur skapast á þessu annars fátæklega síðuhaldi að birta nokkra mola úr Áramótaannáli Vef-þjóðviljans sem birtist á www.andriki.is á Gamlársdag.
Nostradamus ársins: Þorvaldur Gylfason sér allt fyrir, skömmu eftir að það gerist.
Flutningsmaður ársins: Atli Gíslason tók sér frí á þingi þegar Icesave-ánauðin var samþykkt. Hann sagðist standa í flutningum. Hver ætli verði dómsmálaráðherra á nýju ári?
Skrauthvörf ársins: Fréttamenn gættu þess að nefna skemmdarvarga aldrei annað en "mótmælendur".
Undantekning ársins: Stöð 2 gerði eina undantekningu og taldi að ótíndir glæpamenn og skemmdarvargar hefðu verið á ferð. Þá hafði kapall í eigu Stöðvar 2 skemmst. Áður hafði bara verið ráðist á alþingishúsið, dómkirkjuna, einkaheimili og ýmsar opinberar stofnanir, svo nú var í fyrsta sinn alvörumál á ferð.
Manngleggni ársins: Hörður Torfason hélt ræðu fyrir utan seðlabankann og sagðist vita að bankastjóranir væru allir landráðamenn. Síðar í ræðunni kom í ljós að hann vissi fullt nafn eins þeirra, hafði óljósan grun um skírnarnafn annars en vissi ekkert hver hinn þriðji væri.
Afmæli ársins: Ellert Schram varð sjötugur. Af því tilefni skrifaði Ellert Schram afmælisgrein um afmælisbarnið.
Sökudólgur ársins: Forseti bæjarstjórnar Álftaness fann sökudólg þegar bærinn komst nær í þrot. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefði átt að grípa fyrr inn í.
Tilraunamaður ársins: Stefán Ólafsson prófessor upplýsti að hér hefði farið fram "frjálshyggjutilraun" sem mun hafa falist í stórfelldum og ábyrgðarlausum skattalækkunum.
Hvarf ársins: Ekkert sást á árinu til Stefáns Ólafssonar prófessors, sem árum saman húðskammaði stjórnvöld fyrir að hafa hækkað skattbyrði fólks með ósvífnum hætti. Árið 2006 sagði hann meira að segja að sú fullyrðing að skattar hefðu almennt verið lækkaðir á síðustu árum væru "líklega með mestu ósannindum íslenskra stjórnmála í marga áratugi."
Afskriftaröð ársins: Fréttir bárust af því að Björgólfsfeðgar hefðu óskað eftir afskrift helmings skuldar sinnar við Kaupþing. Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali að þetta væri síðasta lán undir sólinni sem ætti að afskrifa. Gylfi Magnússon sagði að sér hefði svelgst á við fréttina.
Varkárni ársins: Fréttir bárust af því að eigendur Haga hefðu óskað eftir verulegum afskriftum skulda sinna við Kaupþing og að fá að halda fyrirtækjunum. Steingrímur J. Sigfússon neitaði að tjá sig um málið þar sem slíkt væri ekki við hæfi.
Fullveldissinni ársins: Árni Þór Sigurðsson alþingismaður sat í stjórn Heimssýnar frá 2007-2009.
Evrópusinni ársins: Árið 2009 varð Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar alþingis og gekk strax í að koma í gegn inngöngubeiðni í Evrópusambandið.
Yfirvegun ársins: "Ég lærði það dálítið snemma í stjórnmálum að sumir sem eru mikið á yfirborðinu, þeir reyna að koma svona merkimiða á andstæðinga sína", sagði yfirvegaður leiðtogi, Steingrímur J. Sigfússon, í löngu sjónvarpsviðtali á Skjá einum í apríl.
Yfirborðsmaður ársins: "Komdu þér í stuttbuxurnar drengur" kallaði bálreiður fjármálaráðherra fram í fyrir þingmanni sem gagnrýndi yfirvofandi skattahækkanir á alþingi, daginn fyrir hið yfirvegaða viðtal við leiðtogann sem er á móti merkimiðum á fólk.