<$BlogRSDURL$>

Saturday, January 30, 2010

Nokkrir punktar um Frakkaleikinn

- Aftur sýndu Frakkar að þeir eru í öðrum klassa en við, því miður. Stórsigur okkur á þeim á HM í Þýskalandi 2007 kemur í veg fyrir að þeir falli í þá gryfju að vanmeta Ísland. Þar var þeim pakkað saman. Þó þeir hafi verið án algers lykilmanns í dag, Bertrands Gille þá áttum við varla séns.

- Rætt og ritað hefur verið um sóknarleik Íslands sem þann besta sem sést hafi í mótinu. Frakkar höfðu greinilega kortlagt sóknarleik okkar gaumgæfilega því þeir áttu nánast alltaf svör við leikkerfunum. Það er nógu erfitt að koma góðu skoti í gegnum frönsku vörnina en ef það tekst þá bíður sá besti í bransanum, Thierry Omyer í markinu og það er nánast ósanngjarnt.

- Þetta var að mig minnir fyrsti leikurinn í keppninni þar sem íslenska liðið þarf að elta. Í öllum öðrum leikjum hefur Ísland byrjað af krafti og náð forskoti sem þeir hafa haldið lengst af leikjanna. Þetta var því eiginlega ný staða fyrir íslenska liðið að lenda undir megnið af fyrri hálfleik.

- Aron var frábær í fyrri hálfleik og Arnór í þeim seinni. Frökkum hefur líklega verið slétt sama því á sama tíma eru þeir að halda Óla, Gauja og Robba gersamlega niðri.

- Nikola Karabatic brenndi ekki af skoti hjá Frökkum og við erum að tala um leik í undanúrslitum á stórmóti. Það er með ólíkindum.

Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?