<$BlogRSDURL$>

Wednesday, January 13, 2010

Stunginn í Þórðarsveig
Mannslíkaminn er voldugt og merkilegt fyrirbæri sem síðuhaldari botnar lítið í. Meira að segja hin háæruverðugu vísindi skilja ekki mannslíkamann nema að litlu leyti sem sést kannski best á því að ekki er hægt að finna lækningu við fjölmörgum hættulegum sjúkdómum. Maður er því alltaf að heyra eitthvað nýtt í sambandi við mannslíkamann. Í dag skrifaði ágætur kunningi síðuhaldara, Jón Hákon Halldórsson, frétt á heimasíðu sína www.visir.is. Þar segir hann frá því að maður í Grafarholti hafi verið stunginn í Þórðarsveig. Síðuhaldari skal alveg játa að hann hefur ekki hugmynd um hvar á líkamanum Þórðarsveigur er eða hvaða hlutverki hann þjónar.

Þar sem síðuhaldari er nú takmarkaður á margan hátt þá er reyndar ekki óhugsandi að hann hafi hreinlega misskilið orðalagið. Jón Hákon gæti hafa verið að vísa til sérstakrar stungutækni; sem kallist þar af leiðandi að stinga menn í Þórðarsveig. Auðvitað er hugsanlegt að einhvern tíma hafi verið til goðsögn í undirheimum Reykjavíkur sem hafi heitið Þórður og hafi beitt sérstakri stungutækni gegn fórnarlömbum sínum. Hann hafi þá á lumskan hátt sveigt handlegginn til og stungið fórnarlömb sín í síðuna. Fyrir vikið hafi þetta stunguafbrigði verið kallað Þórðarsveigur. Áhugavert væri að vita hvor skýringin lesendum þykir sennilegri.

Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?