<$BlogRSDURL$>

Friday, March 19, 2010

Er aldrei neitt að marka Halla Pé?
Harald Pétursson frændi minn starfar nú hjá símafyritækinu Nova. Starfaði hann áður hjá Vodafone og þar áður hjá Tal en á hverjum tíma voru öll þessi fyrirtæki náttúrlega þau langbestu í þeim bransa að hans sögn og sparaði hann síst yfirlýsingarnar. Halli sagði gjarnan að bestu verðin væru hjá Tali en þegar ég fór að rifja það upp við hann um daginn þá átti það bara alls ekki lengur við. Allt getur þetta nú verið svolítið ruglingslegt fyrir einfaldar sálir eins og síðuhaldara.

Vandfundinn er sá Bolvíkingur sem ekki fékk sér talnúmer þegar Halli var hjá Tali og er síðuhaldari þar ekki undanskilinn. Fékk síðuhaldari númerið 6951977 og þótti það gríðarlega fínt enda fæddur 1977. Þessu fylgir hins vegar sá galli að sá tími kemur að maður vill ekkert endilega vera að flagga fæðingarári sínu á skemmtistöðum borgarinnar. Síðuhaldari fékk því Novanúmer þegar Halli hafði félagaskipti þangað enda hélt hann yfir manni innblásnar ræður um heiðarleika og fjármálasnilli Björgólfs Thors. Halli sýndi mér þá alls kyns sniðug númer enda voru þau flest öll
laus því fyrirtækið hafði ekki hafið starfssemi með formlegum hætti. Síðuhaldari hafði nefnilega verið valinn sem tilraunadýr fyrir Nova. Líklega hefur síðuhaldari þótt tilvalinn í það hlutverk vegna yfirgripsmikillar þekkingar á farsímatækni og ástríðufulls áhuga á tækniframförum ýmis konar. Nova númerin byrja á 77 sem býður náttúrlega upp á ýmsa möguleika. Ég sagði við Halla að það væri ekki erfitt að velja númar. Ég vildi bara fá númerið 7777777 og yrði ekki til vandræða eftir það. Halli sagði að það gengi alls ekki, þó hann hefði áður sagt að ég gæti bara valið mér hvaða númer sem væri. Þetta númer væri bara alls ekki laust og myndi aldrei fara í almenna umferð. Í besta falli myndi Bjöggi nota það sjálfur. Síðuhaldari fékk því númerið 7700110 sem var næst besti kosturinn í stöðunni. Það var hins vegar jafn mikið að marka þessa ræðu eins og aðrar hjá Halla því rúmum teimur árum síðar fer maður á netið og þá er númerið 7777777 í öllum fréttum og í boði fyrir Pétur og Pál!

Passið ykkur á myrkrinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?