Sunday, March 21, 2010
Hinir vammlausu
DV hefur undanförnum vikum boðið upp á tvö áberandi viðtöl við þekkta athafnamenn. Hið fyrra við Jóhannes Jónsson og hið síðara við Pálma Haraldsson. Í svipinn man ég ekki eftir viðtali sem hefur verið pantað með jafn áberandi hætti og viðtalið við Jóhannes. Alla vega ekki í frjálsum fjölmiðli. Ekki fór á milli mála að það átti að gera manninn alþýðlegan. Svo alþýðlegan reyndar að það mátti ekki einu sinni kalla hann Jóhannes Jónsson eða Jóhannes í Bónus á forsíðu blaðsins. Þettu eru jú þau nöfn sem iðulega hafa verið notuð um þennan mann í fjölmiðlum. Nei nú er hann skyndilega orðinn Jói í Bónus eins og stóð á forsíðu blaðsins. Til þess að hnykkja örugglega á því hvað þessi alþýðlegi maður er mannlegur þá var birt mynd af honum með barnabörnunum yfir hálfa síðu.
Síðara viðtalið virtist ekki vera pantað, alla vega var það ekki eins áberandi og í fyrra tilfellinu. Það var ekki heldur eins og slepjulegt og frekar til þess fallið að selja blaðið sem gerir jú út á lausasölu. Það sem vakti mesta athygli síðuhaldara var einfaldlega málflutningur viðmælandans, Pálma Haraldssonar. Hann sagði í raun í viðtalinu að hann væri snarklikkaður, og ef laganna verðir væru ekki að vakta hann dag og nótt þá væri hann líklegur til þess að brjóta lögin. Það er alla vega ekki hægt að skilja málflutning hans öðruvísi, þegar hann útskýrir framferði sitt og viðskiptafélaga sinna. Hann var annars vegar bara þáttakandi í leiknum og hins vegar áttu opinberir aðilar að stoppa hann. Það er út af fyrir sig stórkostleg hugmyndafræði að ætlast til þess að aðrir stoppi mann áður en maður framkvæmir eitthvað ósiðlegt eða áður en maður brýtur lögin.
Passið ykkur á myrkrinu.
DV hefur undanförnum vikum boðið upp á tvö áberandi viðtöl við þekkta athafnamenn. Hið fyrra við Jóhannes Jónsson og hið síðara við Pálma Haraldsson. Í svipinn man ég ekki eftir viðtali sem hefur verið pantað með jafn áberandi hætti og viðtalið við Jóhannes. Alla vega ekki í frjálsum fjölmiðli. Ekki fór á milli mála að það átti að gera manninn alþýðlegan. Svo alþýðlegan reyndar að það mátti ekki einu sinni kalla hann Jóhannes Jónsson eða Jóhannes í Bónus á forsíðu blaðsins. Þettu eru jú þau nöfn sem iðulega hafa verið notuð um þennan mann í fjölmiðlum. Nei nú er hann skyndilega orðinn Jói í Bónus eins og stóð á forsíðu blaðsins. Til þess að hnykkja örugglega á því hvað þessi alþýðlegi maður er mannlegur þá var birt mynd af honum með barnabörnunum yfir hálfa síðu.
Síðara viðtalið virtist ekki vera pantað, alla vega var það ekki eins áberandi og í fyrra tilfellinu. Það var ekki heldur eins og slepjulegt og frekar til þess fallið að selja blaðið sem gerir jú út á lausasölu. Það sem vakti mesta athygli síðuhaldara var einfaldlega málflutningur viðmælandans, Pálma Haraldssonar. Hann sagði í raun í viðtalinu að hann væri snarklikkaður, og ef laganna verðir væru ekki að vakta hann dag og nótt þá væri hann líklegur til þess að brjóta lögin. Það er alla vega ekki hægt að skilja málflutning hans öðruvísi, þegar hann útskýrir framferði sitt og viðskiptafélaga sinna. Hann var annars vegar bara þáttakandi í leiknum og hins vegar áttu opinberir aðilar að stoppa hann. Það er út af fyrir sig stórkostleg hugmyndafræði að ætlast til þess að aðrir stoppi mann áður en maður framkvæmir eitthvað ósiðlegt eða áður en maður brýtur lögin.
Passið ykkur á myrkrinu.