<$BlogRSDURL$>

Thursday, April 22, 2010

Gagg
Síðuhaldari tók sér far með rútubifreið frá Leifsstöð í vikunni. Fámennt og kyrlátt var um borð í rútunni þegar síðuhaldari fékk sér sæti og sá hann fram á náðuga ferð í bæinn, sem yrði kærkomið eftir langt og strembið ferðalag heim. Skjótt skipast hins vegar veður í lofti þegar klappstýrugelgjur eru annars vegar. Vippaði sér um borð í rútuna hópur af unglingstelpum sem voru merktar Finnlandi í bak og fyrir: Team Finland, cheerleading team! Lógóið á búningunum virtist vera blanda af klappstýrutöktum og loftfimleikum. Á örskottstundu var eins og maður væri staddur í fuglabjargi. Líklega hefur síðuhaldari aldrei verið jafn ánægður með að eiga apparat sem kallað er Ipod eins og á þessari stundu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?