<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 28, 2010

Lýðræðisást íslenskra blaðamanna
Á morgun fer fram aðalfundur Blaðamannafélags Íslands. Tveir aðilar bjóða sig fram til formennsku og sjálfsagt slatti af mishæfu fólki sem gefur kost á sér til stjórnarsetu. Síðuhaldari er limur í félaginu en getur ekki greitt atkvæði þar sem hann verður við störf í Keflavík, sem BLAÐAMAÐUR. Stjórn Blaðamannafélagsins, eða meirihluti, felldi tillögu um að félagsmenn geti greitt atkvæði utan kjörfundar sem er vægast sagt sérkennilegt þar sem félagsmenn vinna vaktavinnu. Svona er nú lýðræðisástin í Blaðamannafélaginu. Næst þegar lesendur sjá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, eða aðra blaðamenn, mæta sem álitsgjafa í sjónvarps- og útvarpsþætti til að tjá sig um lýðræði, þá er ykkur óhætt að æla.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?