Ekkert nýtt undir sólinniSíðuhaldari brá sér í kvöldmatnum út á Subway í Ártúnsbrekkunni. Þar var staddur Guðjón Kristinsson frá Dröngum. Sat hann til borðs með tveimur ungum og myndarlegum konum. Í ótryggum heimi er gott til þess að vita að sumt breytist aldrei.