Saturday, November 20, 2010
Munnmælasögur#110
Fyrir nokkrum árum hélt fjöldinn allur af Bolvíkingum til Islandtilla í Andalúsíu á Spáni til þess að leika golf. Nokkrir traustir menn höfðu farið árlega á Tillann eins og það er kallað og smám saman vatt sá hópur utan á sig. Í ferðinni sem hér um ræðir voru margir snillingar og meðal annara voru Jón Steinar Guðmundsson frá Dröngum og Rögnvaldur Pensill Magnússon.
Á heimleiðinni brugðu Jón og Rögnvaldur sér á salernið á flugvellinum í Portúgal. Jón situr inni á Gustavsberginu en Rögnvaldur stendur við vaskana og fór með einhverjar setningar úr Fóstbræðrum á meðan hann beið eftir Jóni. Skyndilega heyrast mikil hljóð innan úr klósettbásunum og lætin voru slík að þarna hlaut að sitja einstaklingur með alvarlegar meltingartruflanir. Rögnvaldur hrópar upp yfir sig: "Jón!!!" Þar sem þeir félagar eru báðir afskaplega þroskaðir einstaklingar þá sprungu þeir gersamlega úr hlátri, Jón á básnum og Rögnvaldur við vaskinn. Eftir drjúga stund og óhemju mikinn hlátur, þá tókst Jóni loksins að stynja upp með herkjum, hálf vælandi: "Þetta er ekki ég!" Þá rann loks upp fyrir Rögnvaldi að það var alls ekki Jón sem var að misþyrma postulíninu heldur maður á næsta bás sem reyndist vera Íslendingur úr Islandtilla ferðinni. Jón og Rögnvaldur hröðuðu sér út og biðu fyrir aftan nálæga súlu og fylgdust með hver kæmi næst út af salerninu á eftir þeim.
Fyrir nokkrum árum hélt fjöldinn allur af Bolvíkingum til Islandtilla í Andalúsíu á Spáni til þess að leika golf. Nokkrir traustir menn höfðu farið árlega á Tillann eins og það er kallað og smám saman vatt sá hópur utan á sig. Í ferðinni sem hér um ræðir voru margir snillingar og meðal annara voru Jón Steinar Guðmundsson frá Dröngum og Rögnvaldur Pensill Magnússon.
Á heimleiðinni brugðu Jón og Rögnvaldur sér á salernið á flugvellinum í Portúgal. Jón situr inni á Gustavsberginu en Rögnvaldur stendur við vaskana og fór með einhverjar setningar úr Fóstbræðrum á meðan hann beið eftir Jóni. Skyndilega heyrast mikil hljóð innan úr klósettbásunum og lætin voru slík að þarna hlaut að sitja einstaklingur með alvarlegar meltingartruflanir. Rögnvaldur hrópar upp yfir sig: "Jón!!!" Þar sem þeir félagar eru báðir afskaplega þroskaðir einstaklingar þá sprungu þeir gersamlega úr hlátri, Jón á básnum og Rögnvaldur við vaskinn. Eftir drjúga stund og óhemju mikinn hlátur, þá tókst Jóni loksins að stynja upp með herkjum, hálf vælandi: "Þetta er ekki ég!" Þá rann loks upp fyrir Rögnvaldi að það var alls ekki Jón sem var að misþyrma postulíninu heldur maður á næsta bás sem reyndist vera Íslendingur úr Islandtilla ferðinni. Jón og Rögnvaldur hröðuðu sér út og biðu fyrir aftan nálæga súlu og fylgdust með hver kæmi næst út af salerninu á eftir þeim.