Tuesday, March 31, 2009
Orðrétt
"Margeir Pétursson var - svo ég segi nú hverja sögu eins og hún var - ekki vinsælasti stórmeistari Íslendinga í skák. Allir viðurkenndu seiglu hans, útsjónarsemi í erfiðum stöðum og aðgæsluhæfileika. En flestir kusu heldur að fylgjast með djarfari skákmönnum. Sannleikurinn var þó sá að Margeir hafði að sumu leyti dýpri skilning á skák en flestir Íslendingar aðrir. Og hann náði líka hvað eftir annað frábærum árangri. Þegar hann gerðist bankamaður bar lengi vel lítið á honum. Þegar forkólfar stóru bankanna fóru í sitt gönuhlaup með útrásarvíkingunum vissi maður lítið um hvað Margeir væri að hafast að. Nú virðist hann standa með pálmann í höndunum. Eins og svo oft gerðist við skákborðið."
- Illugi Jökulsson, blaðamaður, í pistli á dv.is í gær.
"Margeir Pétursson var - svo ég segi nú hverja sögu eins og hún var - ekki vinsælasti stórmeistari Íslendinga í skák. Allir viðurkenndu seiglu hans, útsjónarsemi í erfiðum stöðum og aðgæsluhæfileika. En flestir kusu heldur að fylgjast með djarfari skákmönnum. Sannleikurinn var þó sá að Margeir hafði að sumu leyti dýpri skilning á skák en flestir Íslendingar aðrir. Og hann náði líka hvað eftir annað frábærum árangri. Þegar hann gerðist bankamaður bar lengi vel lítið á honum. Þegar forkólfar stóru bankanna fóru í sitt gönuhlaup með útrásarvíkingunum vissi maður lítið um hvað Margeir væri að hafast að. Nú virðist hann standa með pálmann í höndunum. Eins og svo oft gerðist við skákborðið."
- Illugi Jökulsson, blaðamaður, í pistli á dv.is í gær.
Saturday, March 28, 2009
Veltingur
Síðuhaldari valt nærri því fram úr sófanum þegar barnabarn Sigurgeirs og Möggu tók Tryggva Þór Herbertsson á RÚV í kvöld.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari valt nærri því fram úr sófanum þegar barnabarn Sigurgeirs og Möggu tók Tryggva Þór Herbertsson á RÚV í kvöld.
Passið ykkur á myrkrinu.
Thursday, March 26, 2009
Orðrétt
Afskrifað tveimur dögum fyrir Mikjálsmessu 1984 Herra Pétur Þorsteinsson sýslumaður.
-Alúðar heilsan óskir bestu. Þar sem ég hef sannspurt að þú sért áhugamaður sjavargagn og aðra aðskiljanlega náttúru, á, og hér framundan þessum veraldarinnar útnára sem Dalasýsla teljast má vil ég vekja athigli þína á eftirfarandi. Hér framundan láðinu bír ein sérkennileg sjókind bæði djúpt og grunnt, og virðist vera af stjarnfræðilegri stofnstærð
-en meðal stærð þessa kvikindis sem einstaklings er svipað og eitt handsápustikki, sava de París, en þó fram mjókkandi og endar í trjónu búkurinn, augu á stilkum svo sem marsbúar hafa og getur dýrið horft aftur firir sig og fram, og haft ifirsýn fyrir báða sína enda samtímis, leikur framsóknarmönnum mjög öfund til þessa hæfileika dýrsins -tvær tennur hefur dýrið sína í hvoru munnviki og bítur saman tönnum frá hlið, tennur þessar eru ekki umluktar vörum heldur nokkurskonar fálmurum og brosir dírið þar af leiðandi sífelldlega, og þó heldur kalt -til að bera sig um hefur skepnan 10 fætur og ber kné mjög hærra en kviðinn, það er mjög krikagleitt líkt og hestamenn sem lengi hafa riðið feitu.
Ævinlega gengur dýrið útá hlið ímist til hægri eða vinstri og virðist vera mjög pólitískt, einnig má það teljast mjög siðferðislega þróað skapnaðarlega þar sem spjald vex fyrir bligðun þess mjög sléttfellilega, einna líkast skírlífisbeltum
-ekki verður dýrið kyngreint af þessum sökum nema með ofbeldi
-ef menn vilja hafa einhverja nytjar af díri þessu er afkaplega örðugt að aflífa það snyrtilega, þar sem það sökum síns skapnaðarlags fæst hvorki hengt né skorið, skotið eða rotað, því brynja hörð umlikur skepnuna gjörsamliga og er lífsseigla þessa dýrs með ílíkindum, sé það geymt í haldi á þurru landi mun sultur einn ganga frá því dauðu að því er virðist.
-bíður það þá örlaga sinna mjög stillilega en þegar því fer að eimast biðin, gefur það frá sér sladdandi hljóð, samskona sladdandi hljóð mátti heira í baðstofum hér áður firr einkum firripart nætur þegar griðkonur feitar voru knúðar sem ákafligast til frigðar
-Bíldrykkur sá sem bensín kallast hefur mér reinst einna best til að aflífa þessa skepnu óskemmda í þeim tilgangi að þurrka hana innvirðulega og gefa konum í Reikjavík ágætum og æruprýddum, sem ég hef kunningsskap við utanklæða,
-þær stilla þessum skepnum upp við hliðina á Hallgrími Péturssyni ellegar foretanum og svo innan um plattana
-tæplega mun vera vænlegt að veiða þessa skepnu í þeim tilgangi, en ef takast mætti að veiða hana í stórum stíl og upphugsa þokkalega aðferð tilað aflífa hana, vaknar sú spurning hvort ekki mætti verka þessa skepnu í dægilega krás tilað selja þjóðum
-er mér fortalið að Job danskir kaupi og eti ólíklegustu kvikindi og borgi þeim mun meira firir sem skepnan er svipljótari samkvæmt okkar smekk. i þessu skyni mætti eftil vill biðja dírðarmenn fyrir sunnan um rannsón á þessu og fá plögg, með línritum og prósentum, svo sem í eina stresstösku til að birja með.
Vertu blessaður
Steinólfur Lárusson
- Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri Fagradal, í bréfi sem hann ritaði til sýslumanns árið 1984 vegna krabbadýrs sem mun vera kallað Trjónukrabbi.
Afskrifað tveimur dögum fyrir Mikjálsmessu 1984 Herra Pétur Þorsteinsson sýslumaður.
-Alúðar heilsan óskir bestu. Þar sem ég hef sannspurt að þú sért áhugamaður sjavargagn og aðra aðskiljanlega náttúru, á, og hér framundan þessum veraldarinnar útnára sem Dalasýsla teljast má vil ég vekja athigli þína á eftirfarandi. Hér framundan láðinu bír ein sérkennileg sjókind bæði djúpt og grunnt, og virðist vera af stjarnfræðilegri stofnstærð
-en meðal stærð þessa kvikindis sem einstaklings er svipað og eitt handsápustikki, sava de París, en þó fram mjókkandi og endar í trjónu búkurinn, augu á stilkum svo sem marsbúar hafa og getur dýrið horft aftur firir sig og fram, og haft ifirsýn fyrir báða sína enda samtímis, leikur framsóknarmönnum mjög öfund til þessa hæfileika dýrsins -tvær tennur hefur dýrið sína í hvoru munnviki og bítur saman tönnum frá hlið, tennur þessar eru ekki umluktar vörum heldur nokkurskonar fálmurum og brosir dírið þar af leiðandi sífelldlega, og þó heldur kalt -til að bera sig um hefur skepnan 10 fætur og ber kné mjög hærra en kviðinn, það er mjög krikagleitt líkt og hestamenn sem lengi hafa riðið feitu.
Ævinlega gengur dýrið útá hlið ímist til hægri eða vinstri og virðist vera mjög pólitískt, einnig má það teljast mjög siðferðislega þróað skapnaðarlega þar sem spjald vex fyrir bligðun þess mjög sléttfellilega, einna líkast skírlífisbeltum
-ekki verður dýrið kyngreint af þessum sökum nema með ofbeldi
-ef menn vilja hafa einhverja nytjar af díri þessu er afkaplega örðugt að aflífa það snyrtilega, þar sem það sökum síns skapnaðarlags fæst hvorki hengt né skorið, skotið eða rotað, því brynja hörð umlikur skepnuna gjörsamliga og er lífsseigla þessa dýrs með ílíkindum, sé það geymt í haldi á þurru landi mun sultur einn ganga frá því dauðu að því er virðist.
-bíður það þá örlaga sinna mjög stillilega en þegar því fer að eimast biðin, gefur það frá sér sladdandi hljóð, samskona sladdandi hljóð mátti heira í baðstofum hér áður firr einkum firripart nætur þegar griðkonur feitar voru knúðar sem ákafligast til frigðar
-Bíldrykkur sá sem bensín kallast hefur mér reinst einna best til að aflífa þessa skepnu óskemmda í þeim tilgangi að þurrka hana innvirðulega og gefa konum í Reikjavík ágætum og æruprýddum, sem ég hef kunningsskap við utanklæða,
-þær stilla þessum skepnum upp við hliðina á Hallgrími Péturssyni ellegar foretanum og svo innan um plattana
-tæplega mun vera vænlegt að veiða þessa skepnu í þeim tilgangi, en ef takast mætti að veiða hana í stórum stíl og upphugsa þokkalega aðferð tilað aflífa hana, vaknar sú spurning hvort ekki mætti verka þessa skepnu í dægilega krás tilað selja þjóðum
-er mér fortalið að Job danskir kaupi og eti ólíklegustu kvikindi og borgi þeim mun meira firir sem skepnan er svipljótari samkvæmt okkar smekk. i þessu skyni mætti eftil vill biðja dírðarmenn fyrir sunnan um rannsón á þessu og fá plögg, með línritum og prósentum, svo sem í eina stresstösku til að birja með.
Vertu blessaður
Steinólfur Lárusson
- Steinólfur Lárusson, bóndi í Ytri Fagradal, í bréfi sem hann ritaði til sýslumanns árið 1984 vegna krabbadýrs sem mun vera kallað Trjónukrabbi.
Tuesday, March 24, 2009
Munnmælasögur#98
Nú er Munnmælasaga númer 100 innan seilingar og verður hún af dýrari gerðinni en þá verður rykið dustað af af einhverju frægasta prakkarastriki vestfirskra gleðipinna. Vestfirska pressan gerði málinu skil á sínum tíma. Fleira verður ekki gefið upp að sinni en farið ekki langt eins og sagt er í sjónvarpinu. Hér kemur hins vegar saga númer 98 en Harald Pétursson, frændi minn og símasölumaður dauðans, óskaði eindregið eftir því að þessi saga yrði birt. Er best að verða við því en Harald sagði söguna sjálfur í stórafmæli hjá móður sinni.
"Í gamla daga voru einu sinni eða tvisvar haldin partý þegar foreldrar mínír brugðu sér af bæ. Helga og Pétur Guðni bjuggu sem kunnugt er í næstu götu á Holtastíg en íbúar þeirrar götu voru nú alla jafna kvöldsvæfari en íbúar Traðarstígsins. Þó gat það komið fyrir að Helga átti erfitt með að festa svefn ef ungarnir hennar voru úti á galeiðunni. Svo heppilega vildi til að Helga var með beina sjónlínu úr eldhúsinu hjá sér og inn um stofugluggann heima hjá okkur á Traðarstíg 11. Eitt sinn vildi svo einkennilega til að partý var í gangi á Traðarstígnum og hafði verndari þessa bloggs, Halldór Magnússon, verið að snúa stelpunum eins og skopparakringlum á stofugólfinu, enda Halldór annaálaður séntilmaður og hefur unnið ófáa sigrana á dansgólfinu. Daginn eftir varpaði Helga fram þessari frægu spurningu til Örnu dóttur sinnar: "Við hvern varst þú að dansa í stofunni hjá Jóni Friðgeir klukkan fjögur í nótt?"
Bróðir minn heitinn kallaði Helgu aldrei annað en Aspelund gervitunglið eftir þetta!
Nú er Munnmælasaga númer 100 innan seilingar og verður hún af dýrari gerðinni en þá verður rykið dustað af af einhverju frægasta prakkarastriki vestfirskra gleðipinna. Vestfirska pressan gerði málinu skil á sínum tíma. Fleira verður ekki gefið upp að sinni en farið ekki langt eins og sagt er í sjónvarpinu. Hér kemur hins vegar saga númer 98 en Harald Pétursson, frændi minn og símasölumaður dauðans, óskaði eindregið eftir því að þessi saga yrði birt. Er best að verða við því en Harald sagði söguna sjálfur í stórafmæli hjá móður sinni.
"Í gamla daga voru einu sinni eða tvisvar haldin partý þegar foreldrar mínír brugðu sér af bæ. Helga og Pétur Guðni bjuggu sem kunnugt er í næstu götu á Holtastíg en íbúar þeirrar götu voru nú alla jafna kvöldsvæfari en íbúar Traðarstígsins. Þó gat það komið fyrir að Helga átti erfitt með að festa svefn ef ungarnir hennar voru úti á galeiðunni. Svo heppilega vildi til að Helga var með beina sjónlínu úr eldhúsinu hjá sér og inn um stofugluggann heima hjá okkur á Traðarstíg 11. Eitt sinn vildi svo einkennilega til að partý var í gangi á Traðarstígnum og hafði verndari þessa bloggs, Halldór Magnússon, verið að snúa stelpunum eins og skopparakringlum á stofugólfinu, enda Halldór annaálaður séntilmaður og hefur unnið ófáa sigrana á dansgólfinu. Daginn eftir varpaði Helga fram þessari frægu spurningu til Örnu dóttur sinnar: "Við hvern varst þú að dansa í stofunni hjá Jóni Friðgeir klukkan fjögur í nótt?"
Bróðir minn heitinn kallaði Helgu aldrei annað en Aspelund gervitunglið eftir þetta!
Wednesday, March 18, 2009
Orðrétt
"Aðrir ráðherrar eru ekki síður með hugann við aðalatriðin og hafa því samþykkt að leggja fram á alþingi áríðandi neyðarfrumvarp sem bannar nektardans. Hvernig sem það fer saman við kröfuna um að "allt sé upp á borðum" að banna einu starfsstéttina sem hefur ekkert að fela."
- Vef-þjóðviljinn í dag.
"Aðrir ráðherrar eru ekki síður með hugann við aðalatriðin og hafa því samþykkt að leggja fram á alþingi áríðandi neyðarfrumvarp sem bannar nektardans. Hvernig sem það fer saman við kröfuna um að "allt sé upp á borðum" að banna einu starfsstéttina sem hefur ekkert að fela."
- Vef-þjóðviljinn í dag.
Tuesday, March 17, 2009
Af slepju og froðu
Síðuhaldari hefur fylgst vel með prókjörum Sjálfstæðisflokksins, misvel þó eftir kjördæmum. Það fer í taugarnar á síðuhaldara hve margir frambjóðendur bjóða sjálfstæðismönnum upp á innihaldslausa froðu og slepju. Umræðan verður á köflum gífurlega yfirborðskennd. Á tímum þegar við þurfum aðgerðir og lausnir þá bjóða frambjóðendur upp á innihaldslausa frasa eins og að "skerpa þurfi sýnina" eða "slá þurfi skjaldborg um eitthvað." Nú eru auðvitað engin á móti því að fólk "skerpi sýnina" eða "slái skjaldborg um heimili eða fjölskyldur" en þetta segir bara kjósandanum ekki neitt. Kjósandinn er engu nær um til hvaða aðgerða frambjóðandinn vill grípa eða hvernig hann vill beita sér. Allt of margir frambjóðendur hafa fallið í þessa gryfju og þess vegna hefur mönnum eins og Óli Birni Kárasyni og Tryggva Þór Herbertssyni gengið vel. Þeir hafa verið óhræddir við að segja sínar skoðanir og leggja þær í dóm flokksmanna.
Um daginn sá ég einblöðung heima hjá foreldrum mínum sem borinn hafði verið í hús í Norðvesturkjördæmi. Þarna voru á ferðinni skilaboð frá frambjóðanda sem sækist eftir því að leiða D-listann í kjördæminu. Þar sem hann stefnir hátt og er að auki útgerðarmaður þá bjóst ég við því að þarna yrði eitthvað kjöt á beinunum. Þarna yrði líklega ekki töluð nein tæpitunga. Ég trúði varla eigin augum þegar ég fór að lesa um helstu áhersluatriði frambjóðandans. "Virkja þarf afl Íslendinga" o.s.frv "bæta þarf ímynd Íslendinga erlendis" o.s.frv. Það var sem sagt ekki tekin afstaða í einum einasta málaflokki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bjóða upp á yfirborðskennda froðu í kosningabaráttunni, og birta bara myndir af flokksformanninum sitjandi á bekk á Ægissíðunni, þá verður honum slátrað í kosningunum. Svo einfalt er það.
Passið ykkur á myrkrinu.
Síðuhaldari hefur fylgst vel með prókjörum Sjálfstæðisflokksins, misvel þó eftir kjördæmum. Það fer í taugarnar á síðuhaldara hve margir frambjóðendur bjóða sjálfstæðismönnum upp á innihaldslausa froðu og slepju. Umræðan verður á köflum gífurlega yfirborðskennd. Á tímum þegar við þurfum aðgerðir og lausnir þá bjóða frambjóðendur upp á innihaldslausa frasa eins og að "skerpa þurfi sýnina" eða "slá þurfi skjaldborg um eitthvað." Nú eru auðvitað engin á móti því að fólk "skerpi sýnina" eða "slái skjaldborg um heimili eða fjölskyldur" en þetta segir bara kjósandanum ekki neitt. Kjósandinn er engu nær um til hvaða aðgerða frambjóðandinn vill grípa eða hvernig hann vill beita sér. Allt of margir frambjóðendur hafa fallið í þessa gryfju og þess vegna hefur mönnum eins og Óli Birni Kárasyni og Tryggva Þór Herbertssyni gengið vel. Þeir hafa verið óhræddir við að segja sínar skoðanir og leggja þær í dóm flokksmanna.
Um daginn sá ég einblöðung heima hjá foreldrum mínum sem borinn hafði verið í hús í Norðvesturkjördæmi. Þarna voru á ferðinni skilaboð frá frambjóðanda sem sækist eftir því að leiða D-listann í kjördæminu. Þar sem hann stefnir hátt og er að auki útgerðarmaður þá bjóst ég við því að þarna yrði eitthvað kjöt á beinunum. Þarna yrði líklega ekki töluð nein tæpitunga. Ég trúði varla eigin augum þegar ég fór að lesa um helstu áhersluatriði frambjóðandans. "Virkja þarf afl Íslendinga" o.s.frv "bæta þarf ímynd Íslendinga erlendis" o.s.frv. Það var sem sagt ekki tekin afstaða í einum einasta málaflokki. Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að bjóða upp á yfirborðskennda froðu í kosningabaráttunni, og birta bara myndir af flokksformanninum sitjandi á bekk á Ægissíðunni, þá verður honum slátrað í kosningunum. Svo einfalt er það.
Passið ykkur á myrkrinu.
Saturday, March 14, 2009
Munu Kobbi og Gísli verða á ballskónum?
Illugi Gunnarsson er að vinna stórsigur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar þetta er niður hripað. Síðuhaldari veltir því fyrir sér hvort stjórnmálafræðingarnir, Jakob Falur Garðarsson og Gísli Marteinn Baldursson, muni að því tilefni dusta rykið af dansskónum. Þeir félagarar fögnuðu þingsæti Illuga fyrir tveimur árum síðan með eftirminnilegum danssporum í kosningasjónvarpi RÚV og þóttu þar vinna stórsigur á dansgólfinu/eldhúsgólfinu hjá Illuga og Binnu. Greinilegt var að vestfirski gleðipinninn kunni afar vel við sig í örmum borgarfulltrúans geðþekkta og því ekki ólíklegt að þeir endurtaki leikinn í kvöld.
Til hamingju Illugi og passaðu þig á myrkrinu.
Illugi Gunnarsson er að vinna stórsigur í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar þetta er niður hripað. Síðuhaldari veltir því fyrir sér hvort stjórnmálafræðingarnir, Jakob Falur Garðarsson og Gísli Marteinn Baldursson, muni að því tilefni dusta rykið af dansskónum. Þeir félagarar fögnuðu þingsæti Illuga fyrir tveimur árum síðan með eftirminnilegum danssporum í kosningasjónvarpi RÚV og þóttu þar vinna stórsigur á dansgólfinu/eldhúsgólfinu hjá Illuga og Binnu. Greinilegt var að vestfirski gleðipinninn kunni afar vel við sig í örmum borgarfulltrúans geðþekkta og því ekki ólíklegt að þeir endurtaki leikinn í kvöld.
Til hamingju Illugi og passaðu þig á myrkrinu.
Wednesday, March 11, 2009
Orðrétt
"Jahá, og ekki einu sinni nætursala?"
- Hermann Gunnarsson, í útvarpsþætti sínum á Bylgunni þann 1. mars 2009, þegar viðmælandi hans Páll Óskar Hjálmtýsson sagðist vera "löngu hættur að pæla í kærustum núna. Hann væri einfaldlega búinn að loka þeirri sjoppu".
"Jahá, og ekki einu sinni nætursala?"
- Hermann Gunnarsson, í útvarpsþætti sínum á Bylgunni þann 1. mars 2009, þegar viðmælandi hans Páll Óskar Hjálmtýsson sagðist vera "löngu hættur að pæla í kærustum núna. Hann væri einfaldlega búinn að loka þeirri sjoppu".
Munnmælasögur#97
Björgvin Guðmundsson, ritstjóri viðskiptafrétta á Morgunblaðinu, hafði samband við ritstjórn Bloggs fólksins og óskaði eftir nýrri munnmælasögu. Björgvin segist jafnframt vera farinn að iða í skinninu eftir Munnmælasögu númer 100.
"Halldór Magnússon, verndari Bloggs fólksins, bjó um tíma á Grænagarði í Skutulsfjarðarhreppi. Eitt sinn bar svo við að HáEmm ákvað að bjóða nokkrum vinum sínum í mat í tilefni af hátíð ljóss og friðar. Lögum samkvæmt bauð HáEmm að sjálfsögðu upp á hangikjöt og með því. HáEmm var nú ekki sérstaklega reyndur í eldhúsinu á þessum tíma en er nú vanur að klára sín verkefni með hyggjuvitinu. HáEmm hafði ekki vanist öðru en því að matvæli væru ávallt klædd úr umbúðunum áður en þau væru elduð og því tók hann netið að sjálfsögðu utan af hangikjötinu áður en hann sauð það. Óli Veltir segir að þegar gestina hafi borið að (Græna)garði þá hafi gestgjafinn verið að skafa kjötið af veggjunum. Þegar menn settust að veisluborðinu þá tók Pétur Guðmunds eftir því að liturinn á uppstúfinu var nokkuð frábrugðinn því sem hann átti að venjast hjá Stínu Mass. Þá hafði HáEmm verið uppiskroppa með hveiti á heimilinu þegar hann hófst handa við að útbúa uppstúf. Hann taldi því næst besta kostinn vera að nota heilhveiti í staðinn."
Björgvin Guðmundsson, ritstjóri viðskiptafrétta á Morgunblaðinu, hafði samband við ritstjórn Bloggs fólksins og óskaði eftir nýrri munnmælasögu. Björgvin segist jafnframt vera farinn að iða í skinninu eftir Munnmælasögu númer 100.
"Halldór Magnússon, verndari Bloggs fólksins, bjó um tíma á Grænagarði í Skutulsfjarðarhreppi. Eitt sinn bar svo við að HáEmm ákvað að bjóða nokkrum vinum sínum í mat í tilefni af hátíð ljóss og friðar. Lögum samkvæmt bauð HáEmm að sjálfsögðu upp á hangikjöt og með því. HáEmm var nú ekki sérstaklega reyndur í eldhúsinu á þessum tíma en er nú vanur að klára sín verkefni með hyggjuvitinu. HáEmm hafði ekki vanist öðru en því að matvæli væru ávallt klædd úr umbúðunum áður en þau væru elduð og því tók hann netið að sjálfsögðu utan af hangikjötinu áður en hann sauð það. Óli Veltir segir að þegar gestina hafi borið að (Græna)garði þá hafi gestgjafinn verið að skafa kjötið af veggjunum. Þegar menn settust að veisluborðinu þá tók Pétur Guðmunds eftir því að liturinn á uppstúfinu var nokkuð frábrugðinn því sem hann átti að venjast hjá Stínu Mass. Þá hafði HáEmm verið uppiskroppa með hveiti á heimilinu þegar hann hófst handa við að útbúa uppstúf. Hann taldi því næst besta kostinn vera að nota heilhveiti í staðinn."
Monday, March 02, 2009
Orðrétt
"Já því miður"!
- Magdalena Dubik, Ungfrú Reykjavík 2009, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. febrúar 2009 þegar hún var spurð hvort hún væri lofuð.
"Já því miður"!
- Magdalena Dubik, Ungfrú Reykjavík 2009, í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. febrúar 2009 þegar hún var spurð hvort hún væri lofuð.
Dagur í framboð
Nú held ég að Dagur Bergþóruson Eggertsson varaformannsframbjóðandi í Samfylkingunni sé endanlega orðinn ruglaður.
Passið ykkur á myrkrinu.
Nú held ég að Dagur Bergþóruson Eggertsson varaformannsframbjóðandi í Samfylkingunni sé endanlega orðinn ruglaður.
Passið ykkur á myrkrinu.