<$BlogRSDURL$>

Monday, August 24, 2009

EM í Finnlandi
EM í Finnlandi byrjar í dag og Katrín Ómarsdóttir frænka mín er í byrjunarliðinu gegn Frökkum. Síðuhaldari var boðaður í útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 97,7 síðastliðinn laugardag. Ræddi þar um möguleika Íslands á EM ásamt Frey Alexanderssyni fyrrum samherja Jóns skyttu hjá Leikni.

Thursday, August 13, 2009

Orðrétt
"Full ástæða er til þess að mínu mati að vara við því að of geyst sé farið í erlendum lántökum með breytilegum vöxtum af því að vextir séu nú svo lágir. Allt bendir til þess að þeir muni hækka þegar fram líða stundir og muni þá vaxtabyrði lánanna aukast að sama skapi. Við þetta getur bæst gengisáhætta, sérstaklega hjá þeim fyrirtækjum sem ekki hafa tekjur í erlendum myntum."

- Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, á Alþingi 10. mars 2004.

Sunday, August 09, 2009

Pistill á Víkaranum
Síðuhaldari hefur annað slagið leyft lesendum vikara.is að fá ókeypis innsýn inn í hugarheim sinn með afar gáfulegum pistlaskrifum í dagskrárliðnum Hugrenningar úr Hólshreppi. Einn slíkur pistill birtist á síðunni í dag. Síðuhaldari gerði nú undantekningu og minntist ekkert á verndara Bloggs fólksins, HáEmm, en úr því verður þá vonandi bætt síðar. Ilmandi fínar tvíbökur þar á ferðinni.

Thursday, August 06, 2009

Orðrétt
"Fréttastofur sögðu frá því í gærkvöldi að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu eftir viðræður við Bill Clinton fallist á að láta lausar tvær bandarískar blaðakonur sem dæmdar hefðu verið í fangelsi. Væru þær nú flognar heim með Bill. Þetta er misskilningur. Stjórnvöld í Norður-Kóreu féllust aldrei á lausn þeirra. Staðreyndin er einfaldlega sú, að segulmagn Clintons á vestrænar fjölmiðlakonur reyndist meira en norðurkóreskir rimlar þoldu. Hann einfaldlega sogaði þær út og fór."

- Vef-þjóðviljinn 5. ágúst 2009.

Ró og spekt í Grafarvoginum
Hafliði Breiðfjörð er með heimasíðu sem hann er mjög duglegur að uppfæra og kallar Fótbolti.net. Hafliði náði á dögunum afskaplega skemmtilegum myndum frá nágrannaslag Breiðabliks og HK í bikarkeppni KSÍ þar sem stuðningsmenn liðanna reyndu með sér í alls kyns fangbrögðum. Þar sést Ómar Stefánsson til dæmis hangandi aftan í einni fótboltabullunni og Litli Valþórsson stórleikari ber hönd fyrir höfuð sér á miðri mynd, skelfingu lostinn. Í gærkvöldi fór á ég leik Fjölnis og Þróttar. Þegar ég sá gæslumennina þar þá áttaði ég mig á því að slíkar óeirðir myndu aldrei brjótast út á heimaleik hjá Fjölni. Þar er Gestur Arnarsson í gæslunni og fylgdi dómaratríónu af velli í gærkvöldi. Ef áhorfendur ætla að vera ólæti á hans vakt þá held ég að það verði nú ekkert hér um bil.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?