<$BlogRSDURL$>

Thursday, October 15, 2009

Orðrétt
"Sum nöfn og sitthvað fleira get ég aldrei munað. Þannig get ég aldrei munað hvað Leonard Cohen heitir og hef ég þó reynt að ná því áratugum saman. Það er fyrir löngu orðin eins konar þráhyggja hjá mér að geta munað nafnið á honum."

Hlynur Þór Magnússon, blekbóndi á bloggi sínu hinn 10. október 2009.

Sandornafok
Þó fáir lesi DV og dv.is þá hefur það engu að síður vakið nokkra athygli hversu kollegarnir á Morgunblaðinu eru blaðamönnum DV hugleiknir. Fréttaskýringavefurinn AMX er búinn að taka saman hversu oft Morgunblaðið og Davíð Oddsson hafa komið fyrir í fréttum DV og dv.is að undanförnum. Niðurstaðan er sláandi. Þessir miðlar hafa skrifað yfir 50 fréttir um Moggann og Dabba á einum mánuði!

Thursday, October 01, 2009

Orðrétt
"Það þyrfti að tappa af honum 60% af loftinu sem er í honum. Þá væri hann
nokkuð góður."

- Bragi Kristjónsson fornbókasali í Kiljunni á RÚV í gærkvöldi en hann virðist ekki vera ýkja hrifinn af Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?