<$BlogRSDURL$>

Wednesday, April 28, 2010

Lýðræðisást íslenskra blaðamanna
Á morgun fer fram aðalfundur Blaðamannafélags Íslands. Tveir aðilar bjóða sig fram til formennsku og sjálfsagt slatti af mishæfu fólki sem gefur kost á sér til stjórnarsetu. Síðuhaldari er limur í félaginu en getur ekki greitt atkvæði þar sem hann verður við störf í Keflavík, sem BLAÐAMAÐUR. Stjórn Blaðamannafélagsins, eða meirihluti, felldi tillögu um að félagsmenn geti greitt atkvæði utan kjörfundar sem er vægast sagt sérkennilegt þar sem félagsmenn vinna vaktavinnu. Svona er nú lýðræðisástin í Blaðamannafélaginu. Næst þegar lesendur sjá Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, eða aðra blaðamenn, mæta sem álitsgjafa í sjónvarps- og útvarpsþætti til að tjá sig um lýðræði, þá er ykkur óhætt að æla.

Monday, April 26, 2010

Orðrétt
"Hann rífur þá úr buxunum - hann hreinlega háttar þá!"

- Svali Björgvinsson sálfræðingur um Hlyn Bæringsson í lýsingu á leik Keflavíkur og Snæfells á Sýn.

Thursday, April 22, 2010

Gagg
Síðuhaldari tók sér far með rútubifreið frá Leifsstöð í vikunni. Fámennt og kyrlátt var um borð í rútunni þegar síðuhaldari fékk sér sæti og sá hann fram á náðuga ferð í bæinn, sem yrði kærkomið eftir langt og strembið ferðalag heim. Skjótt skipast hins vegar veður í lofti þegar klappstýrugelgjur eru annars vegar. Vippaði sér um borð í rútuna hópur af unglingstelpum sem voru merktar Finnlandi í bak og fyrir: Team Finland, cheerleading team! Lógóið á búningunum virtist vera blanda af klappstýrutöktum og loftfimleikum. Á örskottstundu var eins og maður væri staddur í fuglabjargi. Líklega hefur síðuhaldari aldrei verið jafn ánægður með að eiga apparat sem kallað er Ipod eins og á þessari stundu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?