<$BlogRSDURL$>

Sunday, September 28, 2008

Spádómar
Landsbankadeildinni er lokið með sigri Heimis Guðjónssonar á sínu fyrsta ári. Kasta hér inn lokstöðunni ásamt spá síðuhaldara og spá forráðamanna liðanna. Síðuhaldari var svo gott sem eini maðurinn á landinu sem ekki spáði Grindvíkingum falli. Á hinn bóginn spáði síðuhaldari Val 1. sæti, Akranes 4. sæti og Fjölni 12. sæti.

Lokastaðan er eftirfarandi:
1. FH
2. Keflavík
3. Fram
4. KR
5. Valur
6. Fjölnir
7. Grindavík
8. Breiðablik
9. Fylkir
10. Þróttur
11. HK
12. Akranes

Árleg spá síðuhaldara:
1. Valur
2. FH
3. KR
4. ÍA
5. Breiðablik
6. Fylkir
7. Keflavík
8. Fram
9. Grindavík
10. Þróttur
11. HK
12. Fjölnir

Árleg spá forráðamanna liðanna:
1. Valur
2. FH
3. KR
4. ÍA
5. Breiðablik
6. Fylkir
7. Fram
8. Keflavík
9. HK
10. Þróttur
11. Fjölnir
12. Grindavík

Friday, September 26, 2008

Sláandi
Það hljóta að teljast helstu tíðindi síðustu viku, að Einar Kristinn frændi minn skyldi birtast í mest auglýsta handrukkaraþætti sem sögur fara af. Og það í miðjum þættinum. Í þessum Kompás þætti talaði Einar mikið um einhverja kræklinga sem er sjálfsagt einhvers konar undirheimaslangur.

Monday, September 22, 2008

Orðrétt
"Excually I´m proud of strakar"
- Zoran Milkovic þjálfari knattspyrnuliðs Selfoss í kvölfréttum Stöðvar 2 þann 21. september 2008.

Saturday, September 13, 2008

Munnmælasögur 89 (aukaútgáfa)

Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon yfirmaður rafmagns á Vestfjörðum, vakir af manngæsku sinni yfir þessu síðuhaldi eins og jólastjarnan yfir Betlehem. Honum er farið að leiðast hve hér hefur verið lítið uppfært upp á síðkastið og sendi því ritstjórninni línu og óskaði eindregið eftir birtingu. Er því hér með tekið fagnandi:

"Sæll Engill,

Var fyrir tilviljun fyrst núna að lesa pistilinn þinn um samhjálp í síldartunnu og get sagt að sjálfur hef ég lent í ekki ósvipuðu atviki.

Einu sinni á námsárum í Reykjavík þurfti ég að bregða mér í kringluna sem þá var stærsta moll landsins, þótt sjálfum líki mér betur við Glæsibæ. Þegar ég skundaði inn vat sér að mér maður sem var svona drellifínn í tauinu og spurði mig hvort ég hefði fundið Jesú? Ég auðvitað spurði blessaðan manninn á móti hvar hann hefði týnt honum og ætlaði þá allt vitlaust að verða. Mannkertið elti mig um allt, frussaði af illsku yfir nýstraujuð fermingarfötin sín og boðaði fyrir mig prívat heimsendi og galdramessur!

bestu kveðjur
HáEmm"

Orðrétt
"Það er með ólíkindum hvernig umræðan hefur verið um þær breytingar sem Íslandspóstur hefur boðað í sambandi við lokun póstafgreiðslustaða og fækkun póstburðardaga á landsbyggðinni. Einkum eru það félagar í VG sem farið hafa mikinn og gildir þá einu hvaða forsendur liggja á bak við þessar ákvarðanir Íslandspósts, því tilgangurinn helgar meðalið hjá félögum í VG. Íslandspóstur fækkar ekki póst­burðar­dögum eða lokar póstafgreiðslustöðum að gamni sínu. Það er mikill misskilningur að halda því fram að einhver skerðing á þjónustu felist í því að fækka póstburðardögum úr 5 í 3 á viku ef enginn póstur er til flutninga. Það getur tæpast verið mikil þjónusta fólgin í því að láta póstbíla aka tóma hundruð kílómetra á dag út um allt land. Á þeim afgreiðslustöðum sem hefur verið og mun verða lokað á næstu misserum hafa verið sárafáar afhendingar á dag og að mati Íslandspósts munu landpóstar auðveldlega geta haldið uppi sama þjónustustigi og í flestum tilvikum verður það betra."
- Guðmundur Oddsson stjórnarmaður í Íslandspósti í grein sinni "Eru berin alltaf súr" í Fréttablaðinu 12. september 2008.

Wednesday, September 10, 2008

Framandi tískustraumar á bensínstöð
Við mér blasti framandi sjón á bensínstöðinni við Birkimel í dag þar sem Guðmundur, síðar flugfreyjumaður, lét Skeljung njóta starfskrafta sinna um hríð. Inn gengu tveir menn í framandi klæðum, voru báðir í köflóttum pilsum. Sjaldgæf sjón í Vesturbænum. Mér finnst líklegast að þessir menn hafi orðið fyrir áhrifum af árlegu grímuballi, Fáfnirs Þorgeirsssonar, Friðriks Wiesenthal og GK brunahanans og séu að prófa sig áfram. Finn enga aðra líklega skýringu.

Friday, September 05, 2008

Munnmælasögur#88
Hið goðsagnakennda dómarapar, Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, dæmdu handboltaleiki eins og herforingjar árum saman. Þegar HM var haldið á Íslandi árið 1995 var þeim félögum falið að dæma leikinn um fimmta sætið á milli Rússa og Egypta. Þegar leikurinn er kominn af stað mæta eiginkona og sonur Rögnvalds/ar á svæðið. Þau byrja að skima eftir sætum upp í stúku tæplega fullrar Laugardalshallarinnar. Rögnvald stendur ekki ýkja langt frá þeim á meðan Egyptar voru í sókn, kinkar til þeirra kolli og kallar af yfirvegun: "Það eru einhver sæti laus þarna uppi fyrir miðju" !

Orðrétt
"Biðin er á enda. Félagsmálaráðherra er búin að velja fólk í nýstofnaða úrskurðarnefnd frístundahúsamála. Þarna hefur lengi sárvantað faglega úrskurðarnefnd."
- Vef-þjóðviljinn 4. september 2008

This page is powered by Blogger. Isn't yours?