Thursday, November 19, 2009
Orðrétt
"Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar."
- Sigurður Líndal lagaprófessor á bloggi sínu í dag.
"Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar."
- Sigurður Líndal lagaprófessor á bloggi sínu í dag.
Tuesday, November 17, 2009
Munnmælasögur#107
Pétur Magg, litli krúttlegi yngri bróðir verndara bloggs fólksins, hafði samband við ritstjórnina og benti á að rúmir tveir mánuðir væru liðnir frá síðustu munnmælasögu. Því verður nú kippt í liðinn en Pétur lét það fylgja með að Óli Veltir hefði sloppið vel frá munnmælasögunum og mætti alveg við því að baða sig í kastljósinu. Þá rifjaðist upp saga sem Jónas Finnboga sagði síðuhaldara.
Óli Veltir og Hilmar Georgsson, a.k.a Himmi Gogg voru um tíma að skapa verðmæti um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Tókst með þeim ágætur vinskapur. Eitt sinn hafði Himmi ákveðið að taka sér verðskuldað frí og var stefnan sett á Kanarí. Óli, sem er jafnan liðlegur við vini og vandræðamenn, skutlaði Himma út á Keflavíkurflugvöll. Himmi hafði orð á því að réttast væri að Óli skellti sér með því hann hefði ekkert betra að gera. Óli sagðist hins vegar hafa öðrum hnöppum að hneppa og væri ekki á leiðinni til Kanarí. Ferðin út gekk að mestu leyti áfallalaust fyrir sig hjá Himma ef frá er talið að hann gleymdi GSM símanum sínum í bílnum hjá Óla. Tveimur dögum síðar er bankað á hótelherbergi Himma og fer hann til dyra. Var Himma frekar brugðið þegar hann opnaði hurðina. Þá stóð Óli á hótelganginum og rétti Himma símann: "Þú gleymdir símanum þínum."
Pétur Magg, litli krúttlegi yngri bróðir verndara bloggs fólksins, hafði samband við ritstjórnina og benti á að rúmir tveir mánuðir væru liðnir frá síðustu munnmælasögu. Því verður nú kippt í liðinn en Pétur lét það fylgja með að Óli Veltir hefði sloppið vel frá munnmælasögunum og mætti alveg við því að baða sig í kastljósinu. Þá rifjaðist upp saga sem Jónas Finnboga sagði síðuhaldara.
Óli Veltir og Hilmar Georgsson, a.k.a Himmi Gogg voru um tíma að skapa verðmæti um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Tókst með þeim ágætur vinskapur. Eitt sinn hafði Himmi ákveðið að taka sér verðskuldað frí og var stefnan sett á Kanarí. Óli, sem er jafnan liðlegur við vini og vandræðamenn, skutlaði Himma út á Keflavíkurflugvöll. Himmi hafði orð á því að réttast væri að Óli skellti sér með því hann hefði ekkert betra að gera. Óli sagðist hins vegar hafa öðrum hnöppum að hneppa og væri ekki á leiðinni til Kanarí. Ferðin út gekk að mestu leyti áfallalaust fyrir sig hjá Himma ef frá er talið að hann gleymdi GSM símanum sínum í bílnum hjá Óla. Tveimur dögum síðar er bankað á hótelherbergi Himma og fer hann til dyra. Var Himma frekar brugðið þegar hann opnaði hurðina. Þá stóð Óli á hótelganginum og rétti Himma símann: "Þú gleymdir símanum þínum."
Orðrétt
"Las á dögunum bókina JÓNAS KRISTJÁNSSON FRJÁLS OG ÓHÁÐUR. Vægast sagt mjög sérstæð bók, enda skrifuð af skrítnum og sjálfhverfum fýr um hann sjálfan og hina óendanlegu snilld hans á öllum sviðum blaða- og hestamennsku. Í bókinni leiðir höfundurinn m.a. fram í dagsljósið blaðtækninn Jónas, sem gerði Tímann að alvöru blaði upp úr 1960, bjargaði Vísi nokkru síðar og skóp árið 1975 blað blaðanna, Dagblaðið, sem árið 1981 gleypti Vísi og úr varð DV.
Með Jónasi hefur starfað fjöldi blaðmanna, sem gert er mishátt undir höfði í bókinni. Jónas hefur sérstakt dálæti á Gunnari Smára Egilssyni - man ekki eftir betri blaðamanni á sviðum viðskipta og efnahags – mesti reikningshaus sem Jónas hefur kynnst. Þessir kostir Gunnar Smári virðast hafa verið fjarri þegar Smárinn réðst í Dagsbrúnarævintýrið og útrásina til Danmerkur, Englands og Bandaríkjanna - útrás sem engin veit hvað kostaði en reið Stöð 2 nánast að fullu fjárhagslega.
Reynir Traustason núverandi ritstjóri DV er líka í uppáhaldi hjá Jónasi - fær einkunnina kjarnakarl, eins og Sigurjón M. Egilsson. Jónasi segir þessa tvo blaðamenn hafa markað djúp spor í fjölmiðun á síðasta áratug nýliðinnar aldar.
Samkvæmt Jónasi er Reynir maður sannleikans; maður sem ekki gefst upp í andbyr - minnir Íslendinga mest á félagana Woodward og Berstein - lætur ekki bugast þó móti blási og við ógnaröfl sé að etja. Spurning hvort það meiði ekki æru Woodward og Berstein að eiga sér samsvörun í Reyni Traustasyni og því sem hann stendur fyrir í blaðamennsku hér á landi. Reynir lærði blaðamennsku af Jónasi og um þann lærdóm gildir hið fornkveðna, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Hvorki Reynir né Jónas eru menn sannleikans heldur fyrst og síðast kjaftakarlar. Bók Jónasar um hann sjálfan og þá sem honum eru þóknanlegir hefði betur heitið Jónas Kristjánsson - sjálfshólssaga blaðtæknis og kjaftakarls."
- Sigurður G. Guðjónsson lögmaður bloggar um ævisögu Jónasar Kristjánssonar hinn 14. nóvember 2009.
"Las á dögunum bókina JÓNAS KRISTJÁNSSON FRJÁLS OG ÓHÁÐUR. Vægast sagt mjög sérstæð bók, enda skrifuð af skrítnum og sjálfhverfum fýr um hann sjálfan og hina óendanlegu snilld hans á öllum sviðum blaða- og hestamennsku. Í bókinni leiðir höfundurinn m.a. fram í dagsljósið blaðtækninn Jónas, sem gerði Tímann að alvöru blaði upp úr 1960, bjargaði Vísi nokkru síðar og skóp árið 1975 blað blaðanna, Dagblaðið, sem árið 1981 gleypti Vísi og úr varð DV.
Með Jónasi hefur starfað fjöldi blaðmanna, sem gert er mishátt undir höfði í bókinni. Jónas hefur sérstakt dálæti á Gunnari Smára Egilssyni - man ekki eftir betri blaðamanni á sviðum viðskipta og efnahags – mesti reikningshaus sem Jónas hefur kynnst. Þessir kostir Gunnar Smári virðast hafa verið fjarri þegar Smárinn réðst í Dagsbrúnarævintýrið og útrásina til Danmerkur, Englands og Bandaríkjanna - útrás sem engin veit hvað kostaði en reið Stöð 2 nánast að fullu fjárhagslega.
Reynir Traustason núverandi ritstjóri DV er líka í uppáhaldi hjá Jónasi - fær einkunnina kjarnakarl, eins og Sigurjón M. Egilsson. Jónasi segir þessa tvo blaðamenn hafa markað djúp spor í fjölmiðun á síðasta áratug nýliðinnar aldar.
Samkvæmt Jónasi er Reynir maður sannleikans; maður sem ekki gefst upp í andbyr - minnir Íslendinga mest á félagana Woodward og Berstein - lætur ekki bugast þó móti blási og við ógnaröfl sé að etja. Spurning hvort það meiði ekki æru Woodward og Berstein að eiga sér samsvörun í Reyni Traustasyni og því sem hann stendur fyrir í blaðamennsku hér á landi. Reynir lærði blaðamennsku af Jónasi og um þann lærdóm gildir hið fornkveðna, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Hvorki Reynir né Jónas eru menn sannleikans heldur fyrst og síðast kjaftakarlar. Bók Jónasar um hann sjálfan og þá sem honum eru þóknanlegir hefði betur heitið Jónas Kristjánsson - sjálfshólssaga blaðtæknis og kjaftakarls."
- Sigurður G. Guðjónsson lögmaður bloggar um ævisögu Jónasar Kristjánssonar hinn 14. nóvember 2009.
Monday, November 09, 2009
Björn Hlynur
Síðuhaldari fylgdist með Hamrinum um daginn, spennuþáttum sem RÚV allra landsmanna sýndi á dögunum. RÚV rekur reyndar einnig fréttastofu sem stendur við fréttir sínar hvort sem þær eru þvæla eða ekki. En það er nú annað mál og sorglegra. Þegar síðuhaldari horfði á Hamarinn þá velti hann því fyrir sér hvað þessi Björn Hlynur Haraldsson leikari væri nú kénghuggulegur maður. Reyndar var hann alltaf í vesti af norskum skógarhöggsmanni en látum það liggja á milli hluta. Eftir að þættirnir höfðu runnið sitt skeið á enda þá hafði glöggur starfsmaður Morgunblaðsins orð á því að fyrra bragði að leikarinn Björn Hlynur og síðuhaldari væru afskaplega líkir. Nefndi hann útlit, raddblæ og hvað eina. Síðuhaldari nú orðinn ýmsu vanur þegar kemur að tvífarakenningum en hefur ekki heyrt fyrr að hann líkist þessum Birni. Hvað segja lesendur um þetta? Þeir lesendur síðuhaldsins sem fá fróun úr því að skopast að síðuhaldara hafa væntanlega skoðun á þessu.
Passið ykkur á myrkrinu
Síðuhaldari fylgdist með Hamrinum um daginn, spennuþáttum sem RÚV allra landsmanna sýndi á dögunum. RÚV rekur reyndar einnig fréttastofu sem stendur við fréttir sínar hvort sem þær eru þvæla eða ekki. En það er nú annað mál og sorglegra. Þegar síðuhaldari horfði á Hamarinn þá velti hann því fyrir sér hvað þessi Björn Hlynur Haraldsson leikari væri nú kénghuggulegur maður. Reyndar var hann alltaf í vesti af norskum skógarhöggsmanni en látum það liggja á milli hluta. Eftir að þættirnir höfðu runnið sitt skeið á enda þá hafði glöggur starfsmaður Morgunblaðsins orð á því að fyrra bragði að leikarinn Björn Hlynur og síðuhaldari væru afskaplega líkir. Nefndi hann útlit, raddblæ og hvað eina. Síðuhaldari nú orðinn ýmsu vanur þegar kemur að tvífarakenningum en hefur ekki heyrt fyrr að hann líkist þessum Birni. Hvað segja lesendur um þetta? Þeir lesendur síðuhaldsins sem fá fróun úr því að skopast að síðuhaldara hafa væntanlega skoðun á þessu.
Passið ykkur á myrkrinu
Monday, November 02, 2009
Hinn eini sanni Einar
Einar Þór Jónsson er fimmtugur í dag. Ótrúlegt er satt. Hann lítur glettilega vel út kallinn enda hefur hann reykt frá unga aldri og forðaðist íþróttaiðkun eins og heitan eldinn framan af ævinni. Kannski að yngingarkreminn hans séu raunverulega að virka. Síðastliðið sumar vann Einar Þór sér inn nafnbótina "Hinn eini sanni Einar" á ættarmóti EG ættarveldisins. Í hópi barnabarna ömmu og afa eru 8 Einarar í þeim ættlið einum. Að þeim forspurðum var undirbúin keppni á ættarmótinu þar sem Einararnir voru látnir keppa um umrædda nafnbót og heiðurinn sem henni fylgir. Var um eins konar fjölþraut að ræða á laugardagskvöldinu. 7 Einarar kepptu um nafnbótina en sá yngsti, Einar Pé, mætti ekki til leiks og bar fyrir sig þá afsökun að Aníta væri að ala honum barn.
Keppt var í að kreista baðvog, spurningakeppni með bolvískum spurningum og söng. Til að gera langa sögu stutta sigraði Einar Þór og Einar Guðmunds varð annar. Verður Einar Þór ekki kallaður annað en Hinn eini sanni Einar hér eftir. Blogg fólksins óskar Hinum eina sanna Einari til hamingju með daginn og öll árin en hann er að heiman á afmælinu eins og sagt er í tilkynningunum. Hægt er að skutla til hans afmæliskveðjum í gegnum athugasemdakerfi síðunnar.
Passið ykkur á myrkrinu.
Einar Þór Jónsson er fimmtugur í dag. Ótrúlegt er satt. Hann lítur glettilega vel út kallinn enda hefur hann reykt frá unga aldri og forðaðist íþróttaiðkun eins og heitan eldinn framan af ævinni. Kannski að yngingarkreminn hans séu raunverulega að virka. Síðastliðið sumar vann Einar Þór sér inn nafnbótina "Hinn eini sanni Einar" á ættarmóti EG ættarveldisins. Í hópi barnabarna ömmu og afa eru 8 Einarar í þeim ættlið einum. Að þeim forspurðum var undirbúin keppni á ættarmótinu þar sem Einararnir voru látnir keppa um umrædda nafnbót og heiðurinn sem henni fylgir. Var um eins konar fjölþraut að ræða á laugardagskvöldinu. 7 Einarar kepptu um nafnbótina en sá yngsti, Einar Pé, mætti ekki til leiks og bar fyrir sig þá afsökun að Aníta væri að ala honum barn.
Keppt var í að kreista baðvog, spurningakeppni með bolvískum spurningum og söng. Til að gera langa sögu stutta sigraði Einar Þór og Einar Guðmunds varð annar. Verður Einar Þór ekki kallaður annað en Hinn eini sanni Einar hér eftir. Blogg fólksins óskar Hinum eina sanna Einari til hamingju með daginn og öll árin en hann er að heiman á afmælinu eins og sagt er í tilkynningunum. Hægt er að skutla til hans afmæliskveðjum í gegnum athugasemdakerfi síðunnar.
Passið ykkur á myrkrinu.