<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 27, 2004

Hrafninn og heljarmennið
DV birtir ekki bara nýjar kjaftasögur heldur einnig gamlar. Fyrir nokkrum vikum síðan dustuðu þeir rykið af 20 ára gamalli vestfirskri þjóðsögu og slógu því upp sem frétt að strandamaðurinn Óskar de la Kristinsson hefði hefði gefið kvikmyndagerðamanninum Hrafni Gunnlaugssyni vel úti látið kjaftshögg. Frá þessu hefur svo sem verið greint áður á prenti en þetta mun hafa atvikast þannig að Hrafninn var eitthvað aðeins að skemmta sér norður á ströndum þar sem hann var að taka upp einhverja myndina snemma á níunda áratugnum. Fannst Óskari Krummi vera full kumpánlegur við innfæddar pysjur og svæfði hann hið snarasta. Frásögn Hrafns er hann kom aftur á malbikið var víst stórmerkileg, en hann mun hafa sagt frá því að hann hafi í sakleysi sínu átt leið fram hjá dansleik þegar eitthvert heljarmennið hefði ráðist að sér að tilefnislausu og heilsað sér að sjómannasið. Hafi maðurinn verið minnst 2 og hálfur meter, æti járn í morgunverð og skyti hlekkjum.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Monday, July 26, 2004

Orðrétt
,,Við erum bara verstir sjálfum sér"
-Zoran Daniel Ljubicic fyrirliði Keflvíkinga í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.


Friday, July 23, 2004

Sé inn í aðra vídd
Til upprifjunnar þá spáði ég á þessum frjálsa fjölmiðli í maí að Fram myndi hafna í 10. sæti Landsbankadeildarinnar og KR í því 7. Nú þegar rúmur þriðjungur er eftir af mótinu eru Framarar verðskuldað í neðsta sæti enda arfaslakir. Fyrir þá sem vilja reyna að sjá skemmtilegar hliðar á spilamennsku Fram ættu að gefa færeyska varnarmanninum Frodo gaum. Hann er ævintýralega lélegur og álíka þungur á sér og Steve Bruce á fimmtugsaldri. KR-ingar hafa unnið 3 deildarleiki af fyrstu 11 og ekki útlit fyrir annað en fallbaráttu á þeim bæ. Ef Pétur Pé væri þjálfari KR þá væri búið að reka hann en Willum virðist vera friðuð tegund enda í útrýmingarhættu.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Monday, July 19, 2004

Meistaramótum lokið
Ég endaði í 6. sæti í 2. flokki á Meistaramótinu í Mosó, Raggi í 2. sæti og Jón Steinar í 8. sæti. Doddi varð í 13. sæti í 3. flokki. Ég sá að Bjarni Pétur náði einum hring á 73 í Meistaramóti GBO, ótrúlega sterkt hjá honum. Ómar Freyr vinur minn var að pompa niður í forgjöf á mótinu á  Ísafirði. Sjálfur lækkaði ég bara um 0,1 og er núna með 12,4.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Tónlistarsérfræðingur
Nú er ritstjóri bloggs fólksins orðinn tónlistarskríbent. Mogginn birti grein eftir mig síðastliðinn fimmtudag sem fjallaði um Grafíktónleikana sem ég fór á fyrir vestan um daginn. Ég var nú spar á stóru orðin enda ekki með mikla sérþekkingu og þar af leiðandi ekki í stakk búinn til þess að vera með gagnrýni á hljómburð og annað þess háttar. En hafði lúmskt gaman af því að skrifa um eitthvað annað en sportið.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Friday, July 16, 2004

Lokahringur framundan í Meistaramótinu
Er að spila í Meistaramótinu hjá Golfklúbbnum Kili í Mosó ásamt félögum mínum, Ragga Ingvars, Jóni Steinari og Dodda. Að loknum þremur dögum er ég í 5. sæti í 2. flokki, er fyrir neðan Ragga en ofan Jón (Doddi er í 3. flokki). Spilaði á 90, 86 og 90 sem er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, amk miðað við forgjöfina. Fyrir lokadaginn er ég 12 höggum á eftir efsta manni og 7 höggum á næstefsta manni. Þarf að skora mun betur á morgun til þess að komast á pall.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Gummi Björns í sviðsljósinu
Ég missti því miður af því þegar góðvinur minn Guðmundur Halldór Björnsson mætti á Stöð2 á dögunum og jós visku sinni yfir blásaklausa áhorfendur. Mér skilst að hann hafi komist vel frá þessu en hafi verið nokkuð stressaður, en þeir sem þekkja G. Bjöss vita að hann getur orðið skemmtilega stressaður þegar tilefni er til. Ég frétti að þessi Þórey þarna sumarafleysingaeitthvað (sem vel að merkja er vart talandi á sitt eigið móðurmál og kýs að starfa í sjónvarpi) hafi baunað því á Gumma að hann væri tengdasonur flokksformannsins og því illdómbær á stöðuna innan flokksins. Ég velti því fyrir mér hvort það sé eitthvað sem þurfi endilega að koma fram í umræðum sem þessum, en kannski hefur henni bara legið svona á að athuga hvort Gummi væri frátekinn. Maður spyr sig.  
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Monday, July 12, 2004

Grafík
Ég fór á tónleikana með Grafík á laugardagskvöldið á Ísafirði. Fínir tónleikar og það kom mér eiginlega á óvart hvað þeir voru góðir, miðað við að þeir hafa ekki haft neinn tíma til að æfa fyrir þetta. Þessi músík eldist ágætlega. Þeirra sokkabandsár voru auðvitað dálítið fyrir mína (djamm)tíð og þess vegna gaman að sjá þá live. Ekki mörg vesfirsk bönd sem hafa vakið jafn mikla athygli og þeir.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Friday, July 09, 2004

Grikkur
Grikkir gerðu knattspyrnuheiminum grikk á dögunum og rúlluðu upp EM með varnartaktík. Ég hafði nú samt lúmskt gaman af þessu þar sem ég er alltaf dálítið veikur fyrir óvæntum úrslitum. Maður mótsins að mínu mati var markvörður Grikkja: "Aldreiheyrthannnefndanfyrrdopodopulus". Þvílíkur snillingur. Hef ekki séð jafn öruggan og skemmtilegan markmann síðan Jean Marie Pfaff, ef frá er talinn Schmeichelinn.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Bloggslen
Eitthvað bloggslen búið að vera yfir mér undanfarna daga, en hef reyndar lítið komist á netið. Er staddur í Villta vestrinu í nokkra daga, keyrði með Einar bróður í gær á jeppanum hans. Spila í minningarmótinu um Einar Val á Ísafirði á morgun og sunnudag. Útlit fyrir skemmtilegt mót, nokkrir lágforgjafarmenn mættir á svæðið.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

Thursday, July 01, 2004

Stafrænn Hákon
Maður er nefndur Ólafur Örn Jósephsson. Lék ég með honum handknattleik í eina tíð, bæði með ÍR og Fylki. Óli er með skemmtilegri mönnum og hugmyndaflugi hans eru engin takmörk sett. Hann hefur verið að gera góða hluti í músíkinni undir nafninu Stafrænn Hákon. Verð nú að játa að ég hef aðeins heyrt brotabrot af lögunum hans en hef stundum rekist á umfjöllun um hann í blöðunum. Ég var að vafra eitthvað á síðunni hjá Ödda Mugison um daginn og rakst þá á heimasíðu Stafræns Hákons. Snilldarsíða hjá honum og Breiðholtshúmorinn ekki langt undan. Mæli með þessu; gott stöff.
Ég þakka þeim sem lásu.
Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?