<$BlogRSDURL$>

Monday, December 29, 2008

Orðrétt
"Þingflokk Frjálslynda flokksins skipa fjórir þingmenn; Guðjón Arnar Kristjánsson, Grétar Mar Jónsson, Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson. Nýverið fjórklofnaði flokkur við atkvæðagreiðslu.Þingmenn nokkurra flokka fluttu mál þar sem þeir ætluðust til að þingmenn og ráðherrar nytu sömu lífeyrisréttinda og aðrir opinberir starfsmenn. Tveir af þingmönnum Frjálslynda voru meðal flutningsmanna, Grétar Mar og Jón. Þegar kom að atkvæðagreiðslu fór hún þannig að Jón sagði já, Guðjón sat hjá, Kristinn sagði nei og Grétar Mar mætti ekki."
- Skrif á vefsíðu Mannlífs þann 27. desember 2008.

Thursday, December 25, 2008

Munnmælasögur#93 (jólasaga)
Fyrir um hálfri öld var karl faðir minn að hefja búskap í Víkinni með Ásgerði heitinni, móður systkina minna en faðir minn var þá farinn að reka fyrirtæki í bænum. Í þá daga var ekki mikið um að menn leggðu sér rjúpur til munns á jólunum í Víkinni auk þess sem sjaldgæfara var að Bolvíkingar borðuðu fuglakjöt. Það kom síðar. Þáverandi tengdafaðir föður míns, Haukur Einarsson frá Miðdal, var skytta mikil og útivistargarpur eins og fleiri úr þeirri fjölskyldu. Eitt sinn sendi hann pabba og Ásgerði rjúpur til Bolungarvíkur fyrir jól. Voru þær óhamflettar. Faðir minn fór með rjúpurnar niður eftir á verkstæðið í fyrirtæki sínu. Þar kom að honum Hrólfur Jónsson, sem starfaði sem trésmiður hjá fyrirtækinu um áratugaskeið. Þegar Hrólfur mætir á svæðið var faðir minn að svíða rjúpurnar líkt og gert er við sviðahausa. Þar sem fæstir Bolvíkingar höfðu hugmynd um að hamfletta þyrfti rjúpur, þá gerði Hrólfur enga athugasemd við þessar aðfarir. Hann lýsti hins vegar áhyggjum sínum af því að ekki liði á löngu þar til verkstæðið myndi brenna til kaldra kola ef fram héldi sem horfði. Eftir þetta sendi Haukur Einarsson aldrei óhamflettar rjúpur til Bolungarvíkur.

Wednesday, December 24, 2008

Hugheilar
Blogg fólksins sendir lesendum sínum alveg hugheilar hugheilar og óskar ykkur farsældar farsældar.
Passið ykkur á myrkrinu.

Tuesday, December 23, 2008

Hætti með kærastanum og fékk sér teina
Enn einu sinni hefur snillingunum á Séð og heyrt tekist að toppa sjálfa sig með snilldarfyrirsögnum. Ég rakst á þessa um daginn: Klara í Nylon: Hætti með kærastanum og fékk sér teina !

Þessi er inni á topp tíu yfir fyndnustu fyrirsagnir sem ég hef séð. Ég opnaði ekki blaðið en geri ráð fyrir því að spéfuglinn Benedikt Bóas Hinriksson eigi þarna hlut að máli. Sá ágæti maður hefur að undanförnu farið hamförum í að grafa um gamlar íþróttafréttir úr DV og birt á Fésbókinni. Hefur síðuhaldari ekki farið varhluta af því enda maður með fortíð.
Passið ykkur á myrkrinu.

Monday, December 15, 2008

Orðrétt
Síðuhaldari gerði sér glaðan dag og gekk meðal mannanna í samfélaginu. Þrátt fyrir mikinn þrýsting djúpu lægðarinnar sem skall í andliti var fátt betra en gangan, í raun var ekki um annað að ræða en eins og glöggvir lesnendur Síðuhalds vita þá er bílaeignarhald heimilisins ekkert. Í göngu þessar lagði Síðuhaldri ljót orð í garð flutningamanns og annars manns sem flutningamaðurinn aðstoðaði við við Við flutninga.

"Verði þið lengi að þessu þarna?" kallaði Síðuhaldari þegar ljóst var að bíll kom í veg fyrir Síðuhaldari kæmist fótgangandi leiðar sinnar.

"Já við verðum alveg hrikalega lengi" sagði maður.

"Þið verðið að stugga eitthvað við þessu apparati hérna svo ég geti komist leiðar minnar" Sagði Síðuhaldari glaðvaskur í bragð

"Hvert í andskotanum eigum við að færa hann" illkallaði einn kallanna en í orðatón hans mátti greina að honum fannst Síðuhaldari vera frekar tregur

"Heyrðu þarna" Kallaði Síðuhaldari..."afsakið en mér finnst þið vera fábjánar. Alveg hreint ilmandi miklir fábjánar" kallaði Síðuhaldari og labbaði nokkra tugi til að komast að Keldu Króksins.

Á leið þessari gekk Síðuhaldari fram að húsnæði mæðrastyrksnefndar. Þar var úthlutunardagur og þétt skipað af bílum í margra metra radíússi. Síðuhaldari velti því fyrirsér hvurskonar fátækt myndi liggja í því að leggja stórum Jeppum, i sumum tilvikum og í öðrum tilvikum Jeppum með einkanúmersplötur, fyrir utan mæðrastyrksnefnd. Það er hægt að greiða hátt í 10 þúsund kr. per. mán í tryggingar, fábjánamikið í eldsneyti, þvíumlíkt í bifreiðagjöld og önnur rekstrargjöld af kvikyndinu. Svo mikið að það verður trukkast niður í mæðrastyrksnefnd og fá poka af mat. Síðuhaldari átti ekki til aukatekið orð og hrækti á götuna.

- Gunnar Samloka Sigurðsson, mastersnemi og mentor, á síðuhaldi sínu þann 11. desember 2008.

Spennufall hjá HáEmm
Halldór Magnússon, yfirmaður rafmagns á Vestfjörðum og Verndari bloggs fólksins, mun vera í einhvers konar spennufalli þessa dagana, samkvæmt raðfréttaflutningi bb.is. Mun þetta líklega stafa af því að þetta síðuhald er orðið uppiskroppa með sögur af kappanum. Eftir að hafa birt fleiri tugi sagna af Verndaranum, þá er nefnilega orðið nokkuð langt um liðið síðan hann hefur verið hér í lykihlutverki, ef frá er talið comenntakerfið. Eru Gleðipinnarnir farnir að taka krók þegar þeir sjá síðuhaldara/Engilinn nálgast, því þeir eru hræddir um að tala af sér. En það er jákvætt að útbreiddir miðlar á borð við bb.is skuli halda kyndlinum á lofti sem blogg fólksins kveikti fyrir einhverjum árum síðan. Einnig eru miðlar á borð við Facebook farnir að gera Verndaranum skil og má þar nálgast alls kyns myndir frá MÍ árunum. Í nýjustu fréttinni í raðfréttaflutningi BB má sjá í niðurlaginu að orðheppnin er þó ekki á undanhaldi hjá HáEmm.
Passið ykkur á myrkrinu.

Friday, December 12, 2008

Orðrétt
"Ég undirritaður leyfi mér að fara þess á leit, að mér verði heimilað að kaupa: Eitt par af gúmmístígvélum, hnéháum.Jafnframt lýsi ég því yfir, að ég á nú engin nothæf gúmmístígvél, og að mér er nauðsynlegt vegna atvinnu minnar að eignast gúmmístígvél þau, sme hér er farið fram á að mér verði heimilað að kaupa."

- Haukur Pálsson í beiðni um úthlutun á gúmmístígvélum til Skömmtunarskrifstofu ríkisins þann 15. janúar árið 1945.

Thursday, December 11, 2008

Ætlar enginn að axla ábyrgð?
Síðuhaldari hefur stundum farið í Kringluna í desember og hent pakka undir tréið handa einhverjum krakka sem annars myndi ekki fá pakka. Líður honum jafnan vel í brisinu á eftir. Í gær tókst honum að fá Gumma Gunnars, fyrrum flugfreyjumann með sér, og keyptum við leikföng í Hagkaup. Þegar Gummi var búinn að spjalla lengi við manninn sem leikur í þessu myndbandiþá fórum við að trénu þar sem hægt er að pakka inn. Þá brá svo við að gjafapappírinn var búinn! Hver ber ábyrgð á þessu? Ætlar engin að stíga til hliðar? Þetta klúður bara má ekki gleymast í öllum nornaveiðunum. Þeir sem eiga að fylla á pappírinn í Kringlunni eru ábyggilega með helling af pappír heima hjá sér og lifa kannski í pappírsvellystingum í útlöndum. Guðmundi var mjög brugðið vegna þessarar vanrækslu.
Passið ykkur á myrkrinu.

Monday, December 08, 2008

Slegist á sveitaballamarkaðnum
Svo virðist sem mikill slagur sé í uppsiglingu á sveitaballamarkaðnum á norðanverðum Vestfjörðum um jólin. Heyrst hefur að stjörnurnar Birgir Olgeirsson og Karl Hallgrímsson berjist nú um bestu bitana. Húsið á sléttunni eru víst bókaðir á Ísafirði á annan í jólum og bíða menn nú spenntir eftir því hvernig Kalli mun svara því. Spurningin er hvort Vestfirðir séu nægilega stórir fyrir bæði Bigga og Kalla? Vonandi getur Benni Sig borið klæði á vopnin áður en þetta fer úr böndunum.
Passið ykkur á myrkrinu.

Orðrétt
"Svei mér þá. Þetta er bara eins og að spila á eitt mark"
- Guðmundur Benediktsson í lýsingu á leik Man Utd og Sunderland á Sýn síðastliðinn laugardag.

Wednesday, December 03, 2008

Ætlar Álfheiður ekki að segja af sér ?
Það er með ólíkindum að Álfheiður Ingadóttir úr VG skuli ekki enn vera búin að segja af sér þingmennsku. Nú eru komnir einir tíu dagar síðan hún þótt þátt í vopnaðri árás á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hvort sem hún var með barefli í hönd eða var í klappliðinu þá skiptir það ekki öllu máli. Henni fannst ekkert óeðlilegt að ráðist væri á þá einstaklinga sem hafa það að atvinnu sinni að framfylgja lögunum sem hún tekur þátt í að setja. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart úr þessari átt en það sem kemur meira á óvart er hvað fjölmiðlar hafa lítin áhuga á þessari frammistöðu þingmannsins. Í þeirri litlu umfjöllun sem fjölmiðlar eyddu í þáttöku þingmannsins í þessari vopnuðu árás, þá var púðrinu eytt í að segja frá því hvernig hún hefði "hlúð að" hinum ofbeldishneigðu. Vitanlega voru allar þessar mannvitsbrekkur furðu lostnar yfir því að lögreglumenn skyldu ekki leyfa þeim að berja sig í spað með bareflum og grjótum. Fengu meira að segja pláss í sjónvarpi til þess að hneykslast á viðbrögðum lögreglunnar. Líklega hefur þeim flestum þótt forkastalegt að lögreglumenn skyldu seilast í handtöskurnar sínar og ná í piparúðann í stað þess að láta byltingarsinna yfirtaka lögreglustöð borgarbúa. Þetta minnir mann svolítið á dæmið um innbrotsþjófinn í Bandaríkjunum sem slasaðist í innbroti í íbúðarhús. Hann kærði húsráðanda fyrir vanrækslu og fékk skaðabætur.

Allir óvankaðir menn hljóta að telja það stórkostlegt vandamál ef fjölda fólks finnst bara í góðu lagi að brjóta niður hurðir og brjóta glugga á lögreglustöð af því þau eru með athugasemdir varðandi handtöku einhvers einstaklings. Ef handtakan er ólögleg þá hefur hann rétt á skaðabótum frá ríkinu en vinir hans eiga ekki rétt á því að rífa lögreglustöðina niður til grunna. Þegar þessar fréttamyndir eru sýndar erlendis þá hlýtur það að hjálpa ofboðslega mikið við að lappa upp á ímynd okkar hjá þeim þjóðum sem við erum að reyna að sannfæra um að lána okkur fjármuni.

Eins hlýtur það að vera áhyggjuefni þegar ræðumenn á mótmælafundum hvetja beinlínis til ofbeldisverka. Auðvitað er þetta fyrst og fremst uppeldislegt vandamál þeirra sjálfra en ekki er hægt að setja slíka aðila undir annan hatt en þá sem láta berja fólk í undirheimunum til þess að fá vilja sínum framgengt. Sama horið - bara önnur nös. Þetta er farið að minna ískyggilega á Gúttóslaginn í byrjun síðustu aldar þar sem kommúnistar börðu lögreglumenn og pólitíkusa með bareflum. Á þeim tíma hafði lögreglan ekkert annað gúmmíkyldur til þess að brúka í átökum. Dæmi eru um unga menn í lögreglunni sem aldrei náðu sér eftir Gúttóslaginn en eftir þetta fengu lögreglumenn að bera kylfur sem ekki eru úr gúmmí. Á næstu dögum verður kannski einhver lögreglumaðurinn örkumlaður eftir viðskipti sín við einhverja af þessum friðsömu mótmælendum. Í kjölfarið mun lögreglan þurfa að bera skotvopn eins og erlendis. Hér hefur jú verið í tísku í nokkurn tíma að berja löggur eins og dæmin á þessu ári sína glögglega.

Eins er merkilegt hvernig frummælendur eru valdir á þessa mótmælafundi. Aðalsprautan á mómælendafundum talar mikið um lýðræði en hann handvelur einmitt þá sem tala á fundunum. Hafi þeir ekki einhver tengsl við VG þá eiga þeir ekki heima á pallinum. Menn hafa óskað eftir því að tala á þessum fundum en hefur verið vísað frá út af því að þeir séu of tengdir "Frjálslynda" flokknum eða hreyfingum eins og Friði 2%. Eins er kostulegt að heyra fólk, sem aðhyllist hugmyndir sem aldrei hafa fengið meira en 20% fylgi, tala fyrir hönd þjóðarinnar. Alltaf eru þeir að tala fyrir hönd þjóðarinnar. Einhverjir snillingar héldu því til dæmis fram að öll þjóðin hefði komið saman í þúsund manna sal Háskólabíós á dögunum. Vissi brunavarnareftirlitið af því?

Passið ykkur á myrkrinu

Orðrétt
"Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en fólkið mætti ekki henda matnum í mig heldur láta mig fá hann svo ég gæti selt hann í Bónus."

- Öddi Mugga Kitta Júll í viðtali í Fréttablaðinu í gær.

Tuesday, December 02, 2008

Big Ron#4
Á einhverjum tímapunkti byrjaði síðuhaldari á þessum dagskrárlið til heiðurs snillingunum Big Ron Atkinson sem lengi var knattspyrnustjóri í enska boltanum. Var þetta uppáhaldsdagskrárliður þorskapabbans Tóta tarfs, a.k.a The Codfather.

Tímabilið 1998-1999 var Big Ron að stjórna liði Nottingham Forest. Liðið "náði" sögulegum úrslitum þegar United kom í heimsókn. United vann 8:1 sem þó var ekki stærsta frétt dagsins, því Solskjær hafði komið inn á sem varamaður ellefu mínútum fyrir leikslok og skoraði fjögur síðustu mörkin. Big Ron hafði þetta að segja eftir leikinn: "Það var eins gott að Solskjaer kom ekki fyrr inn á. Þá hefðum við verið í vandræðum" !!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?