Thursday, April 30, 2009
Munnmælasögur#102
Þar sem kosningar eru nýafstaðnar þá verður hér boðið upp á skemmtilega kosningasögu. Ólafur Jens Daðason fyrrum Alþýðubandalagsmaður bjó ásamt Hrönn konu sinni í Reykjavík á valdatíma R-listans sáluga. Kom sá tími að þau skyldu ganga til sveitastjórnakosninga eins og aðrir landsmenn. Hefur þetta líklega verið árið 1998 en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að þarna var um tvo turna að ræða í Reykjavík, annars vegar R-listann og hins vegar Sjálfstæðisflokkinn. Jenni og Hrönn höfðu rætt sín á milli um kosningarnar og ætlaði Jenni að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en Hrönn ætlaði að greiða R-listanum atkvæði sitt.
Jenna féll þetta þungt og fannst skelfilegt til þess að hugsa að hans góða atkvæði yrði bara núllað út af atkvæði Hrannar. Þegar kjördagur rann upp voru þau snemma á ferðinni því þau höfðu ákveðið að fara út úr bænum í sumarbústað. Þegar þau eru að renna úr hlaði fer Jenni að impra á því hvort þau geti ekki alveg eins sleppt því að kjósa. Atkvæði þeirra muni núlla sig út hvort sem er og ágætt væri að koma sér strax af stað og sleppa við umferðina. Þessi uppástunga kom Hrönn mjög á óvart. Fram að þessu hafði hún aldrei vitað til þess að Jenni nýtti ekki sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Braut hún aðeins heilann um þetta og Jenni hélt áfram að telja henni trú um að óþarfi væri fyrir þau að kjósa. Eftir smá umhugsun fannst Hrönn að hún yrði að fara á kjörstað, annað væri einfaldlega kjánalegt. Það varð úr og þau fóru og kusu. Hrönn var eins og áður segir mjög undrandi á þessum tilburðum í Jenna, þar til hún komst að því að Jenni hafði skellt sér í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu nokkrum dögum áður án þess að láta hana vita! Jenni gerði því allt sem hann gat í þessum kosningum og hefur gert allar götur síðan.
Þar sem kosningar eru nýafstaðnar þá verður hér boðið upp á skemmtilega kosningasögu. Ólafur Jens Daðason fyrrum Alþýðubandalagsmaður bjó ásamt Hrönn konu sinni í Reykjavík á valdatíma R-listans sáluga. Kom sá tími að þau skyldu ganga til sveitastjórnakosninga eins og aðrir landsmenn. Hefur þetta líklega verið árið 1998 en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að þarna var um tvo turna að ræða í Reykjavík, annars vegar R-listann og hins vegar Sjálfstæðisflokkinn. Jenni og Hrönn höfðu rætt sín á milli um kosningarnar og ætlaði Jenni að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en Hrönn ætlaði að greiða R-listanum atkvæði sitt.
Jenna féll þetta þungt og fannst skelfilegt til þess að hugsa að hans góða atkvæði yrði bara núllað út af atkvæði Hrannar. Þegar kjördagur rann upp voru þau snemma á ferðinni því þau höfðu ákveðið að fara út úr bænum í sumarbústað. Þegar þau eru að renna úr hlaði fer Jenni að impra á því hvort þau geti ekki alveg eins sleppt því að kjósa. Atkvæði þeirra muni núlla sig út hvort sem er og ágætt væri að koma sér strax af stað og sleppa við umferðina. Þessi uppástunga kom Hrönn mjög á óvart. Fram að þessu hafði hún aldrei vitað til þess að Jenni nýtti ekki sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Braut hún aðeins heilann um þetta og Jenni hélt áfram að telja henni trú um að óþarfi væri fyrir þau að kjósa. Eftir smá umhugsun fannst Hrönn að hún yrði að fara á kjörstað, annað væri einfaldlega kjánalegt. Það varð úr og þau fóru og kusu. Hrönn var eins og áður segir mjög undrandi á þessum tilburðum í Jenna, þar til hún komst að því að Jenni hafði skellt sér í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu nokkrum dögum áður án þess að láta hana vita! Jenni gerði því allt sem hann gat í þessum kosningum og hefur gert allar götur síðan.
Friday, April 24, 2009
Orðrétt
Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sem á dögunum lýsti sig algerlega mótfallna olíuleit á drekasvæðinu svonefnda, segir orð sín hafa verið slitin úr samhengi. Hún segir ástæðuna ekki tengda olíunni, heldur miklu frekar drekunum sjálfum – og viðkvæmu vistkerfi þeirra. "Þetta er yndislegar skepnur, gáfaðar og tilfinningaríkar – en um leið afskaplega viðkvæmar fyrir öllu áreiti og skapstyggar. Það væri fásinna að raska ró þeirra með einhverjum risaborum og mæligræjum. Það endar bara með skelfingu." Kolbrún minnir á að drekarnir eru alfriðaðir og olían þeirra helsta æti. "Og svo er líka meir en nóg af olíu á íslenskum bensínstöðvum."
- Baggalútur í dag.
Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sem á dögunum lýsti sig algerlega mótfallna olíuleit á drekasvæðinu svonefnda, segir orð sín hafa verið slitin úr samhengi. Hún segir ástæðuna ekki tengda olíunni, heldur miklu frekar drekunum sjálfum – og viðkvæmu vistkerfi þeirra. "Þetta er yndislegar skepnur, gáfaðar og tilfinningaríkar – en um leið afskaplega viðkvæmar fyrir öllu áreiti og skapstyggar. Það væri fásinna að raska ró þeirra með einhverjum risaborum og mæligræjum. Það endar bara með skelfingu." Kolbrún minnir á að drekarnir eru alfriðaðir og olían þeirra helsta æti. "Og svo er líka meir en nóg af olíu á íslenskum bensínstöðvum."
- Baggalútur í dag.
Wednesday, April 22, 2009
Munnmælasögur#101
Þeir bræður Jakob Elías og Magnús Már Jakobssynir voru eitt sinn staddir í Hafnarfirði á kosningadegi. Líkaði þeim það hlutskipti heldur illa eins og gefur að skilja en ákváðu þó að reyna að hafa uppi á einhverju kosningastuði þegar kvölda tók. Höfðu þeir fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum í þessum kosningum og fóru á kosningavöku hjá sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði. Heldur fannst þeim þó rólegt yfir á þeim bænum og töldu að stuðið væri meira á kosningavöku hjá krötunum enda Hafnarfjörður þekktur kratabær. Það stóð heima. Bella og Magga líkaði þó ekkert sérstaklega við félagsskapinn og fljótlega kom á daginn þeir bræður áttu litla samleið með Hafnafjarðarkrötum. Þegar þeir fundu að þeirra skoðanir áttu ekki upp á pallborðið þá fóru bræðurnir með rökræðuna alla leið og létu heimamenn fá það óþvegið. Brugðust kratarnir reiðir við og upphófust stimpingar í kjölfarið. Bræðurnir eru nú tveggja til þriggja manna makar þegar kemur að líkamlegum burðum en engin má við margnum. Lögðu þeir því á flótta úr mannhafinu og stefndu út í nóttina. Sluppu þeir við illan leik og voru þá óhultir.
Fóru þeir ferða sinna fótgangandi og rákust fljótlega á mann í slæmu ásigkomulagi. Var hann brennivínsdauður utan í girðingu og veðrið hryssingslegt. Eins og menn vita sem kynnst hafa Bella og Magga þá eru þetta drengir góðir. Sáu þeir að við svo búið mætti ekki standa - þessi óreglumaður myndi ekki eiga góða nótt framundan við þessar aðstæður. Bræðurnir vissu að lögreglustöðin yrði á vegi þeirra á gönguleiðinni og Maggi hóf því manninn á loft og setti hann yfir axlirnar á sér. Við þessar aðfarir varð maðurinn viðskotaillur mjög og hóf að berja frá sér. Gekk hann svo langt að Maggi bjargvættur hans neyddist til þess að leggja á hann hendur. Við það slokknaði eðlilega í manninum og bræðurnir röltu af stað með manngreyið á öxlum Magga.
Sóttist þeim ferðin ágætlega þar til maðurinn rankaði við sér á nýjan leik. Greip þá um sig fyrri árásarhneigð og tók hann upp fyrri iðju. Maggi bjargvættur hans neyddist því aftur til þess að rota manninn svo hann yrði til friðs. Öðruvísi myndi þessa mannbjörg aldrei geta orðið staðreynd. Á rölti þeirra bræðra gekk þetta svona nokkrum sinnum. Maðurinn rankaði við sér á öxlum Magga, réðist á hann og endaði það náttúrulega ávallt með því að Maggi rotaði hann. Lögreglumönnum í Hafnarfirði hefur líklega brugðið nokkuð þegar bjargvættirnir skiluðu manninum í hendur lögreglunnar. Var hann þá orðinn fremur illa útlítandi eftir átökin við bjargvættinn.
Þeir bræður Jakob Elías og Magnús Már Jakobssynir voru eitt sinn staddir í Hafnarfirði á kosningadegi. Líkaði þeim það hlutskipti heldur illa eins og gefur að skilja en ákváðu þó að reyna að hafa uppi á einhverju kosningastuði þegar kvölda tók. Höfðu þeir fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum í þessum kosningum og fóru á kosningavöku hjá sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði. Heldur fannst þeim þó rólegt yfir á þeim bænum og töldu að stuðið væri meira á kosningavöku hjá krötunum enda Hafnarfjörður þekktur kratabær. Það stóð heima. Bella og Magga líkaði þó ekkert sérstaklega við félagsskapinn og fljótlega kom á daginn þeir bræður áttu litla samleið með Hafnafjarðarkrötum. Þegar þeir fundu að þeirra skoðanir áttu ekki upp á pallborðið þá fóru bræðurnir með rökræðuna alla leið og létu heimamenn fá það óþvegið. Brugðust kratarnir reiðir við og upphófust stimpingar í kjölfarið. Bræðurnir eru nú tveggja til þriggja manna makar þegar kemur að líkamlegum burðum en engin má við margnum. Lögðu þeir því á flótta úr mannhafinu og stefndu út í nóttina. Sluppu þeir við illan leik og voru þá óhultir.
Fóru þeir ferða sinna fótgangandi og rákust fljótlega á mann í slæmu ásigkomulagi. Var hann brennivínsdauður utan í girðingu og veðrið hryssingslegt. Eins og menn vita sem kynnst hafa Bella og Magga þá eru þetta drengir góðir. Sáu þeir að við svo búið mætti ekki standa - þessi óreglumaður myndi ekki eiga góða nótt framundan við þessar aðstæður. Bræðurnir vissu að lögreglustöðin yrði á vegi þeirra á gönguleiðinni og Maggi hóf því manninn á loft og setti hann yfir axlirnar á sér. Við þessar aðfarir varð maðurinn viðskotaillur mjög og hóf að berja frá sér. Gekk hann svo langt að Maggi bjargvættur hans neyddist til þess að leggja á hann hendur. Við það slokknaði eðlilega í manninum og bræðurnir röltu af stað með manngreyið á öxlum Magga.
Sóttist þeim ferðin ágætlega þar til maðurinn rankaði við sér á nýjan leik. Greip þá um sig fyrri árásarhneigð og tók hann upp fyrri iðju. Maggi bjargvættur hans neyddist því aftur til þess að rota manninn svo hann yrði til friðs. Öðruvísi myndi þessa mannbjörg aldrei geta orðið staðreynd. Á rölti þeirra bræðra gekk þetta svona nokkrum sinnum. Maðurinn rankaði við sér á öxlum Magga, réðist á hann og endaði það náttúrulega ávallt með því að Maggi rotaði hann. Lögreglumönnum í Hafnarfirði hefur líklega brugðið nokkuð þegar bjargvættirnir skiluðu manninum í hendur lögreglunnar. Var hann þá orðinn fremur illa útlítandi eftir átökin við bjargvættinn.
Stutt í kosningar - Stefán Ólafs mættur
Það er skemmtileg tilviljun að Stefán Ólafsson er ávallt tilbúinn með niðurstöður úr stórmerkilegum rannsóknum rétt fyrir alþingiskosningar. Í þeim kemst hann jafnan að þeirri niðurstöðu að ekki séu allir með sömu laun á Íslandi og launabilið á milli drykkjusjúklings og skipstjóra sé alltaf að breikka. Heimsfrægt varð þegar Stefán komst að þeirri niðurstöðu að skattbyrði hefði hækkað meira hjá þeim sem eru með lægstu launin heldur en hinum. Stefán gat þess þó ekki sérstaklega að skattkerfið virkar einfaldlega þannig að í lægstu launaþrepunum byrja menn að borga meiri skatt þegar þeir fá launahækkanir. Betur hljómar að tala um að skattar hafi ekki verið lækkaðir minna á lægri launin heldur en hærri launin. Nú er Stefán kominn á kreik með 615 tekjuhæstu fjölskyldurnar. Þrautseigur djöfull en kannski ekki sérlega vinsæll á landsbyggðinni eftir að hann gerði skýrsluna fyrir Reykjavíkurborg um flugvöllinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Það er skemmtileg tilviljun að Stefán Ólafsson er ávallt tilbúinn með niðurstöður úr stórmerkilegum rannsóknum rétt fyrir alþingiskosningar. Í þeim kemst hann jafnan að þeirri niðurstöðu að ekki séu allir með sömu laun á Íslandi og launabilið á milli drykkjusjúklings og skipstjóra sé alltaf að breikka. Heimsfrægt varð þegar Stefán komst að þeirri niðurstöðu að skattbyrði hefði hækkað meira hjá þeim sem eru með lægstu launin heldur en hinum. Stefán gat þess þó ekki sérstaklega að skattkerfið virkar einfaldlega þannig að í lægstu launaþrepunum byrja menn að borga meiri skatt þegar þeir fá launahækkanir. Betur hljómar að tala um að skattar hafi ekki verið lækkaðir minna á lægri launin heldur en hærri launin. Nú er Stefán kominn á kreik með 615 tekjuhæstu fjölskyldurnar. Þrautseigur djöfull en kannski ekki sérlega vinsæll á landsbyggðinni eftir að hann gerði skýrsluna fyrir Reykjavíkurborg um flugvöllinn.
Passið ykkur á myrkrinu.
Monday, April 20, 2009
ESB
Það er aldrei skynsamlegt að taka stórar ákvarðanir eftir að áföll hafa riðið yfir. Þess vegna var gott að Íslendingar skyldu ekki rjúka til og reyna að komast í útbreiddan faðm ESB strax eftir hrunið. Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á áhrifum þess að Íslandi gangi í ESB, þá er nokkuð ljóst, að þegar menn eru á annað borð komnir þangað inn þá er ekki ýkja auðvelt að snúa til baka.
Passið ykkur á myrkrinu
Það er aldrei skynsamlegt að taka stórar ákvarðanir eftir að áföll hafa riðið yfir. Þess vegna var gott að Íslendingar skyldu ekki rjúka til og reyna að komast í útbreiddan faðm ESB strax eftir hrunið. Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á áhrifum þess að Íslandi gangi í ESB, þá er nokkuð ljóst, að þegar menn eru á annað borð komnir þangað inn þá er ekki ýkja auðvelt að snúa til baka.
Passið ykkur á myrkrinu
Saturday, April 18, 2009
Orðrétt
"Ég lærði það dálítið snemma í stjórnmálum að sumir sem eru mikið á yfirborðinu, þeir reyna að koma svona merkimiða á andstæðinga sína". Á þessa leið svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Sölvi Tryggvason spurði hann að því í einkaviðtali sem Skjár 1 sýndi við leiðtoga vinstrigræna, nú viku fyrir kosningar, hvernig hann svaraði þeim sem teldu hann vera einhverskonar "mosakommúnista". Og Steingrímur bætti við: "Oftast eru þetta aðilar sem treysta sér ekki í rökræðuna, þeir eru bullandi á yfirborðinu." Nei, Steingrímur kann ekki við það þegar menn reyna að klína einhverjum svona merkimiðum á pólitíska andstæðinga enda hefur hann í áratugi vitað að það gera bara yfirborðsmenn. Svona eins og þeir sem alla daga æpa "nýfrjálshyggjumaður, nýfrjálshyggjumaður" að andstæðingum sínum. "Komdu þér í stuttbuxurnar drengur", kallaði virðulegur fjármálaráðherra lýðveldisins frammí fyrir alþingismanni sem í fyrradag gagnrýndi yfirvofandi skattahækkanir vinstrigræna úr ræðustóli alþingis. En í sjónvarpsþáttum hefur Steingrímur J. Sigfússon mikla skömm á uppnefnandi yfirborðsmönnum. Honum finnst þeir líklega vera bæði gungur og druslur."
- Vef-þjóðviljinn í dag.
"Ég lærði það dálítið snemma í stjórnmálum að sumir sem eru mikið á yfirborðinu, þeir reyna að koma svona merkimiða á andstæðinga sína". Á þessa leið svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Sölvi Tryggvason spurði hann að því í einkaviðtali sem Skjár 1 sýndi við leiðtoga vinstrigræna, nú viku fyrir kosningar, hvernig hann svaraði þeim sem teldu hann vera einhverskonar "mosakommúnista". Og Steingrímur bætti við: "Oftast eru þetta aðilar sem treysta sér ekki í rökræðuna, þeir eru bullandi á yfirborðinu." Nei, Steingrímur kann ekki við það þegar menn reyna að klína einhverjum svona merkimiðum á pólitíska andstæðinga enda hefur hann í áratugi vitað að það gera bara yfirborðsmenn. Svona eins og þeir sem alla daga æpa "nýfrjálshyggjumaður, nýfrjálshyggjumaður" að andstæðingum sínum. "Komdu þér í stuttbuxurnar drengur", kallaði virðulegur fjármálaráðherra lýðveldisins frammí fyrir alþingismanni sem í fyrradag gagnrýndi yfirvofandi skattahækkanir vinstrigræna úr ræðustóli alþingis. En í sjónvarpsþáttum hefur Steingrímur J. Sigfússon mikla skömm á uppnefnandi yfirborðsmönnum. Honum finnst þeir líklega vera bæði gungur og druslur."
- Vef-þjóðviljinn í dag.
Thursday, April 16, 2009
Bleik er brugðið
Já nú er bleik brugðið! Síðuhaldari hefur af því spurnir að Bæjarins Besta brúki Munnmælasögu#100 í blaðinu í dag.
Passið ykkur á myrkrinu.
Já nú er bleik brugðið! Síðuhaldari hefur af því spurnir að Bæjarins Besta brúki Munnmælasögu#100 í blaðinu í dag.
Passið ykkur á myrkrinu.
Orðrétt
"Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna hittust í fyrradag. Fundurinn var afar mikilvægur en auk þess að vera reglubundinn leiðtogafundur þá var þetta fyrsti fundur sem nýr Bandaríkjaforseti sat, nýr framkvæmdastjóri bandalagsins var valinn og haldið var upp á 60 ára afmæli bandalagsins. Enda komu leiðtogar allra ríkja nema eins, einn þjóðarleiðtogi, forsætisráðherra Íslands, mætti ekki, sökum „anna heimafyrir“.
Meðal þeirra leiðtoga sem ekki höfðu jafn mikið að gera og forsætisráðherra Íslands og gátu því séð af tveimur dögum til fundarhalda, voru Barack Obama, Gordon Brown, Nicolas Sarkozy, Angela Merkel og rúmlega tuttugu aðrir. En forsætisráðherra Íslands var því miður svo upptekinn að hún komst ekki. Enda ekki eins og það hefði komið sér vel að geta rætt málefni landsins persónulega við þetta áhrifalausa fólk sem þarna var. Það er ekki eins og forsætisráðherra Íslands eigi eitthvað vansagt við menn eins og Gordon Brown. Það er ekki eins og það hefði getað hjálpað Íslendingum ef forsætisráðherra Íslands hefði mætt til fundar og nýtt tækifærið til að tala tæpitungulaust um hryðjuverkalög Breta gegn Íslendingum og til að krefjast þess að þau verði tafarlaust afturkölluð og skaði vegna þeirra bættur. Nei, Jóhanna Sigurðardóttir var upptekin heima fyrir."
- Vef-þjóðviljinn hinn 5. apríl 2009.
"Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna hittust í fyrradag. Fundurinn var afar mikilvægur en auk þess að vera reglubundinn leiðtogafundur þá var þetta fyrsti fundur sem nýr Bandaríkjaforseti sat, nýr framkvæmdastjóri bandalagsins var valinn og haldið var upp á 60 ára afmæli bandalagsins. Enda komu leiðtogar allra ríkja nema eins, einn þjóðarleiðtogi, forsætisráðherra Íslands, mætti ekki, sökum „anna heimafyrir“.
Meðal þeirra leiðtoga sem ekki höfðu jafn mikið að gera og forsætisráðherra Íslands og gátu því séð af tveimur dögum til fundarhalda, voru Barack Obama, Gordon Brown, Nicolas Sarkozy, Angela Merkel og rúmlega tuttugu aðrir. En forsætisráðherra Íslands var því miður svo upptekinn að hún komst ekki. Enda ekki eins og það hefði komið sér vel að geta rætt málefni landsins persónulega við þetta áhrifalausa fólk sem þarna var. Það er ekki eins og forsætisráðherra Íslands eigi eitthvað vansagt við menn eins og Gordon Brown. Það er ekki eins og það hefði getað hjálpað Íslendingum ef forsætisráðherra Íslands hefði mætt til fundar og nýtt tækifærið til að tala tæpitungulaust um hryðjuverkalög Breta gegn Íslendingum og til að krefjast þess að þau verði tafarlaust afturkölluð og skaði vegna þeirra bættur. Nei, Jóhanna Sigurðardóttir var upptekin heima fyrir."
- Vef-þjóðviljinn hinn 5. apríl 2009.
Friday, April 03, 2009
Munnmælasögur#100
Kæru 90% þjóðarinnar. Nú hefur þessi vinsæli dagskrárliður náð stóráfanga. Til hamingju! Saga númer 100 er komin í loftið og er að sjálfsögðu af Vestfirskum Gleðipinnum. Sýnir þessi saga glögglega hversu áhugasamir þessir góðu drengir hafa alla tíð verið um að betrum bæta sitt nánasta umhverfi. Þegar til þessa bloggs var stofnað í góðri trú snemma árs 2004 þá var lagt upp með að þetta yrði einungis pistlablogg án allra krúsídúllna eins og ljósmynda. Reyndi síðuhaldari að telja sér trú um að hann væri nægilega snjall penni til þess að þetta plan gæti gengið upp. En við þessi tímamót er rétt að gera undantekningu. Ekki væri algerlega út í hött að lesendur myndu henda inn línu í commentakerfinu eftir lesturinn. Sérstaklega þeir sem ekki eru vanir að láta vita af sér á þessum slóðum. Góða skemmtun.
"Saga númer 100 ætti að hljóma kunnuglega í eyrum einhverra Vestfirðinga sem muna aðeins aftur í tímann en eins og svo oft áður þá óx verkefnið nokkuð af umfangi eftir því sem á leið, eins og oft gerðist hjá þeim fróma félagsskap Vestfirskum gleðipinnum, á þessum árum.
Sagan gerist fyrir tæpum tveimur áratugum síðan en á þessum tíma var sorpeyðingarstöðin á Skarfaskeri í Hnífsdal í fullum rekstri undir öruggri stjórn Gilla kropps. Eitthvað þótti karlinn hlaða hressilega á bálið og höfðu íbúar á Árvöllum kvartað undan menguninni og var ekki hægt að hengja út þvott er vindur stóð af stöðinni. Þau svör sem íbúar fengu voru þau að Gilla og hans mönnum yrði fyrirskipað að draga aðeins úr afköstunum í norðaustanátt! Einhvern tíma voru Gleðipinnarnir að velta þessu fyrir sér og þótti þetta heldur ódýr lausn ef enginn væri vindhaninn á stöðinni og var ákveðið að finna vindhana við fyrsta tækifæri og færa Ísafjarðarbæ að gjöf.
Leið nú nokkuð og beið þangað til verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon og Jón Áki Leifsson voru ásamt fleiri góðum mönnum í gleðskap í fínu húsi við Urðarveg. Þegar þeir yfirgáfu samkvæmið hljóp heldur betur á snærið hjá þeim félögum. Þeim til ómældrar gleði, ráku þeir augun í að húsið státaði af þessum líka fína vindhana á þakinu. Þurfti ekki að eyða neinum orðum á það, heldur svipti HáEmm, félaganum upp á þak, þar sem Jón Áki jagaði hanann niður með miklu brambolti, þar sem ekki fór mikið fyrir verkfærum. Svo mikil voru lætin í þeim félögum, fyrir utan hvað þeim fannst þetta óhemju sniðugt, að yfirlæknirinn sem bjó í nágrenninu vaknaði við öll ósköpin og kom út á svalir á náttserknum einum fata og kallaði til þeirra heldur höstugur: "Strákar, skilið þið þessu strax!" Jón galaði á móti: "Skila hverju?" "Vindhananum!" kallaði þá læknirinn. "Hvaða vindhana?" svaraði Jón og reyndi að fela hanann undir jakkanum sem þótti nokkur bjartsýni. Jón Áki hafði á þessu krítíska augnabliki ákveðið að hafa orð fyrir félögunum og gerði það auðvitað einstaklega vel, enda kominn af málafærslumönnum og strigakjöftum langt aftur í ættir.
Daginn eftir voru nokkrir hnípnir menn á rúntinum og voru með nokkurt samviskubit yfir aðförum næturinnar, því eins og alþjóð veit er um að ræða einstaklega prúða og vel upp alda einstaklinga. Þótti þeim rétt að fara til húseiganda og gangast auðmjúkir við glæpnum. Fyrir utan samviskubitið þá vissu þeir einnig að yfirlæknirinn myndi þekkja þá ef til sakbendingar kæmi. Því var ákveðið að þeir myndu draga eldspýtur um val á frummælenda eins og siður var hjá Gleðipinnunum þegar þeir vildu að Jón Áki hefði orð fyrir þeim. Venju samkvæmt kom það í hlut Jóns sem muldraði uppáhaldsmáltækið sitt, "vogun tapar"!
Eigandi hússins þar sem glæpurinn hafði verið framinn var Böðvar rækjukóngur og var ákveðið að banka uppá hjá Eiríki syni hans. Voru teknir nokkrir rúntar á meðan kjarki var safnað og Jón kláraði útfærslu afsökunarpistilsins, en svo var farið og knúið dyra. Kom Eiríkur til dyra og beindust öll augu að Jóni sem sagði þá hátt og snjallt, "Eiríkur, trúir þú á dauðarefsingar"?
Þarf ekki að orðlengja að þeim voru fyrirgefnar allar syndir og máttu að auki eiga vindhanann. Fóru að svo búnu mjög sáttir á braut með blessun útgerðarmannsins. Þar sem Gleðipinnarnir voru nú orðnir löglegir eigendur þessa líka fína vindhana þótti rétt að setja hann í slypp og þótti enginn hæfari til þeirra verka heldur en Guðmundur Páll Óskarsson, hákarlsverkandi og þúsund þjala smiður. Skilaði Gummi hananum skömmu síðar nýmáluðum, smurðum, ískurslausum og tilbúnum til notkunar.
Þá var ekkert annað eftir að gera hjá þeim félögum en að banka uppá hjá sínum gamla kennara úr MÍ, Smára Haraldssyni, sem gegndi á þessum tíma stöðu bæjarstjóra. Vitaskuld tók Smári sínum gömlu nemendum fagnandi enda gerði hann sér grein fyrir því að án vindhana yrði þetta mikla deilumál í Hnífsdal ekki til lykta leitt. Við þetta tilefni lofaði Smári því að strax næsta dag færi vaskur flokkur frá bænum í þeim tilgangi einum að setja hanann upp. Stóð það eins og stafur á bók. Er mál manna að eftir þetta hafi annars eins friður ekki ríkt í dalnum, hvítblaktandi þvottur á hverri snúru, Gilli hæstánægður, sól skein í heiði og bros á hverju andliti."
Myndatexti: Að sjálfsögðu festi ljósmyndari, Vestfirska fréttablaðsins sáluga, viðburðinn á filmu á tröppunum hjá Smára Haralds. Frá vinstri: Smári Haraldsson, Jón Áki Leifsson, Halldór Valgarð Magnússon, Ásgeir Þór Jónsson og Benedikt Níels Óskarsson.
Kæru 90% þjóðarinnar. Nú hefur þessi vinsæli dagskrárliður náð stóráfanga. Til hamingju! Saga númer 100 er komin í loftið og er að sjálfsögðu af Vestfirskum Gleðipinnum. Sýnir þessi saga glögglega hversu áhugasamir þessir góðu drengir hafa alla tíð verið um að betrum bæta sitt nánasta umhverfi. Þegar til þessa bloggs var stofnað í góðri trú snemma árs 2004 þá var lagt upp með að þetta yrði einungis pistlablogg án allra krúsídúllna eins og ljósmynda. Reyndi síðuhaldari að telja sér trú um að hann væri nægilega snjall penni til þess að þetta plan gæti gengið upp. En við þessi tímamót er rétt að gera undantekningu. Ekki væri algerlega út í hött að lesendur myndu henda inn línu í commentakerfinu eftir lesturinn. Sérstaklega þeir sem ekki eru vanir að láta vita af sér á þessum slóðum. Góða skemmtun.
"Saga númer 100 ætti að hljóma kunnuglega í eyrum einhverra Vestfirðinga sem muna aðeins aftur í tímann en eins og svo oft áður þá óx verkefnið nokkuð af umfangi eftir því sem á leið, eins og oft gerðist hjá þeim fróma félagsskap Vestfirskum gleðipinnum, á þessum árum.
Sagan gerist fyrir tæpum tveimur áratugum síðan en á þessum tíma var sorpeyðingarstöðin á Skarfaskeri í Hnífsdal í fullum rekstri undir öruggri stjórn Gilla kropps. Eitthvað þótti karlinn hlaða hressilega á bálið og höfðu íbúar á Árvöllum kvartað undan menguninni og var ekki hægt að hengja út þvott er vindur stóð af stöðinni. Þau svör sem íbúar fengu voru þau að Gilla og hans mönnum yrði fyrirskipað að draga aðeins úr afköstunum í norðaustanátt! Einhvern tíma voru Gleðipinnarnir að velta þessu fyrir sér og þótti þetta heldur ódýr lausn ef enginn væri vindhaninn á stöðinni og var ákveðið að finna vindhana við fyrsta tækifæri og færa Ísafjarðarbæ að gjöf.
Leið nú nokkuð og beið þangað til verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon og Jón Áki Leifsson voru ásamt fleiri góðum mönnum í gleðskap í fínu húsi við Urðarveg. Þegar þeir yfirgáfu samkvæmið hljóp heldur betur á snærið hjá þeim félögum. Þeim til ómældrar gleði, ráku þeir augun í að húsið státaði af þessum líka fína vindhana á þakinu. Þurfti ekki að eyða neinum orðum á það, heldur svipti HáEmm, félaganum upp á þak, þar sem Jón Áki jagaði hanann niður með miklu brambolti, þar sem ekki fór mikið fyrir verkfærum. Svo mikil voru lætin í þeim félögum, fyrir utan hvað þeim fannst þetta óhemju sniðugt, að yfirlæknirinn sem bjó í nágrenninu vaknaði við öll ósköpin og kom út á svalir á náttserknum einum fata og kallaði til þeirra heldur höstugur: "Strákar, skilið þið þessu strax!" Jón galaði á móti: "Skila hverju?" "Vindhananum!" kallaði þá læknirinn. "Hvaða vindhana?" svaraði Jón og reyndi að fela hanann undir jakkanum sem þótti nokkur bjartsýni. Jón Áki hafði á þessu krítíska augnabliki ákveðið að hafa orð fyrir félögunum og gerði það auðvitað einstaklega vel, enda kominn af málafærslumönnum og strigakjöftum langt aftur í ættir.
Daginn eftir voru nokkrir hnípnir menn á rúntinum og voru með nokkurt samviskubit yfir aðförum næturinnar, því eins og alþjóð veit er um að ræða einstaklega prúða og vel upp alda einstaklinga. Þótti þeim rétt að fara til húseiganda og gangast auðmjúkir við glæpnum. Fyrir utan samviskubitið þá vissu þeir einnig að yfirlæknirinn myndi þekkja þá ef til sakbendingar kæmi. Því var ákveðið að þeir myndu draga eldspýtur um val á frummælenda eins og siður var hjá Gleðipinnunum þegar þeir vildu að Jón Áki hefði orð fyrir þeim. Venju samkvæmt kom það í hlut Jóns sem muldraði uppáhaldsmáltækið sitt, "vogun tapar"!
Eigandi hússins þar sem glæpurinn hafði verið framinn var Böðvar rækjukóngur og var ákveðið að banka uppá hjá Eiríki syni hans. Voru teknir nokkrir rúntar á meðan kjarki var safnað og Jón kláraði útfærslu afsökunarpistilsins, en svo var farið og knúið dyra. Kom Eiríkur til dyra og beindust öll augu að Jóni sem sagði þá hátt og snjallt, "Eiríkur, trúir þú á dauðarefsingar"?
Þarf ekki að orðlengja að þeim voru fyrirgefnar allar syndir og máttu að auki eiga vindhanann. Fóru að svo búnu mjög sáttir á braut með blessun útgerðarmannsins. Þar sem Gleðipinnarnir voru nú orðnir löglegir eigendur þessa líka fína vindhana þótti rétt að setja hann í slypp og þótti enginn hæfari til þeirra verka heldur en Guðmundur Páll Óskarsson, hákarlsverkandi og þúsund þjala smiður. Skilaði Gummi hananum skömmu síðar nýmáluðum, smurðum, ískurslausum og tilbúnum til notkunar.
Þá var ekkert annað eftir að gera hjá þeim félögum en að banka uppá hjá sínum gamla kennara úr MÍ, Smára Haraldssyni, sem gegndi á þessum tíma stöðu bæjarstjóra. Vitaskuld tók Smári sínum gömlu nemendum fagnandi enda gerði hann sér grein fyrir því að án vindhana yrði þetta mikla deilumál í Hnífsdal ekki til lykta leitt. Við þetta tilefni lofaði Smári því að strax næsta dag færi vaskur flokkur frá bænum í þeim tilgangi einum að setja hanann upp. Stóð það eins og stafur á bók. Er mál manna að eftir þetta hafi annars eins friður ekki ríkt í dalnum, hvítblaktandi þvottur á hverri snúru, Gilli hæstánægður, sól skein í heiði og bros á hverju andliti."
Myndatexti: Að sjálfsögðu festi ljósmyndari, Vestfirska fréttablaðsins sáluga, viðburðinn á filmu á tröppunum hjá Smára Haralds. Frá vinstri: Smári Haraldsson, Jón Áki Leifsson, Halldór Valgarð Magnússon, Ásgeir Þór Jónsson og Benedikt Níels Óskarsson.
Thursday, April 02, 2009
Orðrétt
"Það verður að telja smávægileg mistök, að röðin á þáttunum skyldi ruglast, þannig að annað atriði kom óvart á eftir ellefta atriði. Braut það stemmninguna örlítið upp að sjá sýslumannsdótturina hjala í vöggu í atriðinu eftir að hún ræður fylliraftinum eiginmanni sínum bana með rauðvínsflösku. Þetta er þó svo smávægilegt, að vart tekur að nefna það. Hitt er þó þyngra á metunum, að hreyfingar leikenda voru að mestu árekstralitlir og möguleikar sviðsins nýttir hins ýtrasta. Rétt hefði þó verið að reyna að forða slysi í þriðja atriði annars þáttar, þegar Gróa Níelsdóttir féll fram af sviðinu, en ekki verður við öllu séð....Gróa er vaxandi leikkona, menntuð og gáfuð, gædd afburða hæfileikum, en ófríð og illa vaxin. Nokkuð háir það henni, að hún er einfætt, einkum í dansinum í þriðja þætti, en upp á móti vegur frábær söngrödd, sem gæti þó notið sín betur ef ekki kæmi til mæði leikkonunnar í hringdansinum.
Nokkur viðvaningsbragur var á leik Hans Jörgensen, raddbeiting ankannaleg og var oft erfitt að skilja leikarann. Vera má að þessir hnökrar stafi af því að leikarinn er jóskur og hefur ekki enn lært íslensku en þó grunar mig að þessi mistök mætti skrifa á kostnað leikstjórans...Hallur Pétursson lék fávitann af svo mikilli innlifun að unun var á að horfa og enginn efaðist um að þarna væri réttur maður á réttum stað. Atvinnuleikarar Þjóðleikhússins gætu mikið lært af Halli. Þau mistök að hafa Hnefil Pétursson í aðgöngumiðasölunni verða að skrifast á kostnað leikstjóra, en Hnefill er hinn mesti ójafnaðarmaður þegar hann er drukkinn. Óspektir og söngur eiga illa við í dauðaatriði Ásrúnar."
- Snillingurinn Flosi Ólafsson í gagnrýni um sýninguna Dyrabjallan í uppfærslu Leikhúss dreifbýlisins.
"Það verður að telja smávægileg mistök, að röðin á þáttunum skyldi ruglast, þannig að annað atriði kom óvart á eftir ellefta atriði. Braut það stemmninguna örlítið upp að sjá sýslumannsdótturina hjala í vöggu í atriðinu eftir að hún ræður fylliraftinum eiginmanni sínum bana með rauðvínsflösku. Þetta er þó svo smávægilegt, að vart tekur að nefna það. Hitt er þó þyngra á metunum, að hreyfingar leikenda voru að mestu árekstralitlir og möguleikar sviðsins nýttir hins ýtrasta. Rétt hefði þó verið að reyna að forða slysi í þriðja atriði annars þáttar, þegar Gróa Níelsdóttir féll fram af sviðinu, en ekki verður við öllu séð....Gróa er vaxandi leikkona, menntuð og gáfuð, gædd afburða hæfileikum, en ófríð og illa vaxin. Nokkuð háir það henni, að hún er einfætt, einkum í dansinum í þriðja þætti, en upp á móti vegur frábær söngrödd, sem gæti þó notið sín betur ef ekki kæmi til mæði leikkonunnar í hringdansinum.
Nokkur viðvaningsbragur var á leik Hans Jörgensen, raddbeiting ankannaleg og var oft erfitt að skilja leikarann. Vera má að þessir hnökrar stafi af því að leikarinn er jóskur og hefur ekki enn lært íslensku en þó grunar mig að þessi mistök mætti skrifa á kostnað leikstjórans...Hallur Pétursson lék fávitann af svo mikilli innlifun að unun var á að horfa og enginn efaðist um að þarna væri réttur maður á réttum stað. Atvinnuleikarar Þjóðleikhússins gætu mikið lært af Halli. Þau mistök að hafa Hnefil Pétursson í aðgöngumiðasölunni verða að skrifast á kostnað leikstjóra, en Hnefill er hinn mesti ójafnaðarmaður þegar hann er drukkinn. Óspektir og söngur eiga illa við í dauðaatriði Ásrúnar."
- Snillingurinn Flosi Ólafsson í gagnrýni um sýninguna Dyrabjallan í uppfærslu Leikhúss dreifbýlisins.
Wednesday, April 01, 2009
Munnmælasögur#99
Blogg fólksins gerir kunnugt að Munnmælasaga númer 100 mun fara í loftið nk föstudag en hún segir af einu frægasta prakkarastriki Vestfirskra Gleðipinna. Síðuhaldari mun fylgjast grannt með teljaranum á föstudaginn enda er um stórviðburð að ræða í bloggheimum. Farið því ekki langt.
Saga númer 99 er margra ára gömul og gerist þegar Hnífsdælingarnir, Jón Áki Leifsson og Indriði Óskarsson, voru ungir. Sum sé gömul saga. Voru þeir félagar staddir í gleðskap í Reykjavík líklega einhvern tíma eftir menntaskólaárin í MÍ. Indriði er sonur Óskars hákarls sem til margra ára var heimsfrægur hákarlsverkandi í Hnífsdal. Indriði og bræður hans aðstoðuðu jafnan föður sinn við reksturinn eins og gengur og gerist í góðum fjölskyldufyrirtækjum. Í þessum gleðsskap var Indriði í kurteisisspjalli við einhverjar stelpur að vestan. Indriða fannst þetta nú bara ganga nokkuð vel hjá sér og var fullur bjartsýni en Jón Áki sat álengdar og fylgdist með samræðunum. Ein stelpan spyr Indriða vingjarnanlega: "Jæja Indriði - ert þú ekki alltaf í hákarlinum?" Jón Áki greip snögglega inn í og galaði yfir stofuna: "Nei nei nei. Þetta eru bara sokkarnir hans"!!
Blogg fólksins gerir kunnugt að Munnmælasaga númer 100 mun fara í loftið nk föstudag en hún segir af einu frægasta prakkarastriki Vestfirskra Gleðipinna. Síðuhaldari mun fylgjast grannt með teljaranum á föstudaginn enda er um stórviðburð að ræða í bloggheimum. Farið því ekki langt.
Saga númer 99 er margra ára gömul og gerist þegar Hnífsdælingarnir, Jón Áki Leifsson og Indriði Óskarsson, voru ungir. Sum sé gömul saga. Voru þeir félagar staddir í gleðskap í Reykjavík líklega einhvern tíma eftir menntaskólaárin í MÍ. Indriði er sonur Óskars hákarls sem til margra ára var heimsfrægur hákarlsverkandi í Hnífsdal. Indriði og bræður hans aðstoðuðu jafnan föður sinn við reksturinn eins og gengur og gerist í góðum fjölskyldufyrirtækjum. Í þessum gleðsskap var Indriði í kurteisisspjalli við einhverjar stelpur að vestan. Indriða fannst þetta nú bara ganga nokkuð vel hjá sér og var fullur bjartsýni en Jón Áki sat álengdar og fylgdist með samræðunum. Ein stelpan spyr Indriða vingjarnanlega: "Jæja Indriði - ert þú ekki alltaf í hákarlinum?" Jón Áki greip snögglega inn í og galaði yfir stofuna: "Nei nei nei. Þetta eru bara sokkarnir hans"!!