Monday, July 31, 2006
Orðrétt
"Ómar Ragnarsson á svo mikið af textum að hann pantar sér ekki hamborgara nema í bundnu máli!"
- Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason á Bylgjunni í gær.
"Ómar Ragnarsson á svo mikið af textum að hann pantar sér ekki hamborgara nema í bundnu máli!"
- Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason á Bylgjunni í gær.
Síðuhaldarí í gettóinu
Síðuhaldari býr nú í gettóinu. Ekki það að hann hafi flutt sig um set frá KR-vellinum heldur er ástæðan önnur. Fyrir um margt löngu var hafist handa við að rífa niður Lýsisbygginguna sem stendur á móti blokk síðuhaldara. Hefur verkið gengið vægast sagt hægt og nú er eins og verkið hafi stoppað í miðjum klíðum, er það reyndar ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Til stendur að byggja þarna þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara meðal annars og myndi verkið ekki ganga hægar þó verðandi íbúum yrðu fengnar sleggjur í hönd og beðnir um að klára málið. Karl faðir minn reyndi nú að benda þeim á fyrir löngu síðan að ef þeir byrjuðu neðst á húsinu þá myndi það hrynja ofan á þá. Þegar hann hugðist vara þá við þessu mætti honum sannkallað skilningsleysi því enginn íslenskumælandi fannst í hópnum.
Nú er staðan sú að húsið hefur verið rifið að hluta til og eftir standa Beirútskar rústir sem vinsælar eru á meðal útigangsmanna og hassreykingastundara. Ýmsir frístandandi listamenn hafa tekið sig til og spreyjað og krotað á þá veggi sem eftir standa. Næmt auga síðuhaldara greindi um daginn að á vegginn hafði verið spreyjað KFC. Það er nú orðið helvíti hart þegar Helgi í Góu er farinn að hlaupa um Vesturbæinn með spreybrúsa.
Þetta er Kristján Jónsson sem skrifar úr Hádegismóum.
Síðuhaldari býr nú í gettóinu. Ekki það að hann hafi flutt sig um set frá KR-vellinum heldur er ástæðan önnur. Fyrir um margt löngu var hafist handa við að rífa niður Lýsisbygginguna sem stendur á móti blokk síðuhaldara. Hefur verkið gengið vægast sagt hægt og nú er eins og verkið hafi stoppað í miðjum klíðum, er það reyndar ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Til stendur að byggja þarna þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara meðal annars og myndi verkið ekki ganga hægar þó verðandi íbúum yrðu fengnar sleggjur í hönd og beðnir um að klára málið. Karl faðir minn reyndi nú að benda þeim á fyrir löngu síðan að ef þeir byrjuðu neðst á húsinu þá myndi það hrynja ofan á þá. Þegar hann hugðist vara þá við þessu mætti honum sannkallað skilningsleysi því enginn íslenskumælandi fannst í hópnum.
Nú er staðan sú að húsið hefur verið rifið að hluta til og eftir standa Beirútskar rústir sem vinsælar eru á meðal útigangsmanna og hassreykingastundara. Ýmsir frístandandi listamenn hafa tekið sig til og spreyjað og krotað á þá veggi sem eftir standa. Næmt auga síðuhaldara greindi um daginn að á vegginn hafði verið spreyjað KFC. Það er nú orðið helvíti hart þegar Helgi í Góu er farinn að hlaupa um Vesturbæinn með spreybrúsa.
Þetta er Kristján Jónsson sem skrifar úr Hádegismóum.
Wednesday, July 26, 2006
Orðrétt
"Vonandi er landið ekki að sökkva með manni og mús. Að vísu er ekkert sérstakt sem bendir til slíkra hamfara, hvorki í bókstaflegri né óeiginlegri merkingu, en engu að síður eru orð Sivjar Friðleifsdóttur í nýlegu tímaritsviðtali ekki hughreystandi. Þar er því slegið upp á forsíðu að Siv sé „klár í bátana“, enda segir hún það sjálf um sig og aðra framsóknarmenn. Því miður útskýrir Siv ekki í viðtalinu af hverju menn eru nú að búa sig undir að stökkva í björgunarbátana en ef til vill hefur hún heyrt af því að Ingibjörg Sólrún ætli loks að opna sitt Pandórubox eða kannski veit heilbrigðisráðherra eitthvað annað sem aðrir vita ekki - og það er auðvitað ekki hughreystandi þegar slíkir menn taka að spenna á sig björgunarvestin og hrópa í örvæntingu „kóngsríki mitt fyrir kork!“ "
-Vef-þjóðviljinn þann 20. júlí 2006.
"Vonandi er landið ekki að sökkva með manni og mús. Að vísu er ekkert sérstakt sem bendir til slíkra hamfara, hvorki í bókstaflegri né óeiginlegri merkingu, en engu að síður eru orð Sivjar Friðleifsdóttur í nýlegu tímaritsviðtali ekki hughreystandi. Þar er því slegið upp á forsíðu að Siv sé „klár í bátana“, enda segir hún það sjálf um sig og aðra framsóknarmenn. Því miður útskýrir Siv ekki í viðtalinu af hverju menn eru nú að búa sig undir að stökkva í björgunarbátana en ef til vill hefur hún heyrt af því að Ingibjörg Sólrún ætli loks að opna sitt Pandórubox eða kannski veit heilbrigðisráðherra eitthvað annað sem aðrir vita ekki - og það er auðvitað ekki hughreystandi þegar slíkir menn taka að spenna á sig björgunarvestin og hrópa í örvæntingu „kóngsríki mitt fyrir kork!“ "
-Vef-þjóðviljinn þann 20. júlí 2006.
Brúðkaupssumarið mikla 2006
Síðuhaldari fór í brúðkaup hjá skólastjóranum á Grenivík og Önnu í Eyjafjarðarhreppi um síðustu helgi. Það var geysilega gott partý og mjög viðeigandi að eigandi RB bílaleigu skyldi mæta á staðinn og taka lagið. Á sama tíma giftu Halli og Adda sig í Bolungarvík. Þangað mætti ekki nokkur kjaftur enda fór athöfnin fram í kyrrþey. Fyrr í sumar komst ég hins vegar í að steggja Harald. Það var ágætt nema að enginn okkar tólf sem steggjuðum hann vorum velkomnir í veisluna. Þegar ég var í villta vestrinu um daginn þá missti ég af tveimur steggjunum. Annars vegar hjá Valda og hins vegar hjá Ingva Hrafni en ég er boðinn í brúkaup hans og Helgu Árna í næsta mánuði. Nóg að gera fyrir vaska menn að skila sér í brúðkaup og steggjanir. Blogg fólksins óskar öllu þessu góða fólki til hamingju með árangurinn.
Síðuhaldari fór í brúðkaup hjá skólastjóranum á Grenivík og Önnu í Eyjafjarðarhreppi um síðustu helgi. Það var geysilega gott partý og mjög viðeigandi að eigandi RB bílaleigu skyldi mæta á staðinn og taka lagið. Á sama tíma giftu Halli og Adda sig í Bolungarvík. Þangað mætti ekki nokkur kjaftur enda fór athöfnin fram í kyrrþey. Fyrr í sumar komst ég hins vegar í að steggja Harald. Það var ágætt nema að enginn okkar tólf sem steggjuðum hann vorum velkomnir í veisluna. Þegar ég var í villta vestrinu um daginn þá missti ég af tveimur steggjunum. Annars vegar hjá Valda og hins vegar hjá Ingva Hrafni en ég er boðinn í brúkaup hans og Helgu Árna í næsta mánuði. Nóg að gera fyrir vaska menn að skila sér í brúðkaup og steggjanir. Blogg fólksins óskar öllu þessu góða fólki til hamingju með árangurinn.
Thursday, July 20, 2006
Orðrétt
"Það er mikilvægt fyrir FH-inga að leyfa eistunum að sprikla svolítið"
-Bjarni Jóhannsson í lýsingu á knattspyrnuleik FH og TVMK Tallinn á Sýn í gærkvöldi.
"Það er mikilvægt fyrir FH-inga að leyfa eistunum að sprikla svolítið"
-Bjarni Jóhannsson í lýsingu á knattspyrnuleik FH og TVMK Tallinn á Sýn í gærkvöldi.
Wednesday, July 19, 2006
Munnmælasögur#49
Jim Smart er ekki bara nágranni Magnúsar Más Einarssonar á Grandanum heldur er hann einnig ljósmyndari á Mogganum. Jim er af skosku bergi brotinn en hefur lifað og starfað á klakanum í alla vega tuttugu ár. Eitt sinn brá svo við að blaðamaður á Mogganum þurfti að taka einhvern í ítarlegt viðtal og við slíkar kringumstæður var viðmælanda annað hvort boðið í kaffi í gulu sófunum í Morgunblaðshöllinni eða farið á kaffihús niðri í bæ. Í þessu tilfelli barst ósk á ljósmyndadeild um að senda ljósmyndara á Mokka kaffi og var Jim Smart á vaktinni. Blaðamaður hitti viðmælanda sinn á Mokka kaffi og byrjaði að taka viðtalið. Fer að ókyrrast þegar á líður þar sem Jim lætur ekki sjá sig. Þegar viðtalinu er lokið þá fer blaðamaður að hringja í Jim og nær loks sambandi við hann í Gemsann. Þá sat Skotinn í gulu sófunum á Mogganum og beið hinn rólegasti eftir blaðamanni og viðmandanum sem hann átti að mynda. Taldi hann þá að hann hefði verið boðaður á Mogga kaffi!
Jim Smart er ekki bara nágranni Magnúsar Más Einarssonar á Grandanum heldur er hann einnig ljósmyndari á Mogganum. Jim er af skosku bergi brotinn en hefur lifað og starfað á klakanum í alla vega tuttugu ár. Eitt sinn brá svo við að blaðamaður á Mogganum þurfti að taka einhvern í ítarlegt viðtal og við slíkar kringumstæður var viðmælanda annað hvort boðið í kaffi í gulu sófunum í Morgunblaðshöllinni eða farið á kaffihús niðri í bæ. Í þessu tilfelli barst ósk á ljósmyndadeild um að senda ljósmyndara á Mokka kaffi og var Jim Smart á vaktinni. Blaðamaður hitti viðmælanda sinn á Mokka kaffi og byrjaði að taka viðtalið. Fer að ókyrrast þegar á líður þar sem Jim lætur ekki sjá sig. Þegar viðtalinu er lokið þá fer blaðamaður að hringja í Jim og nær loks sambandi við hann í Gemsann. Þá sat Skotinn í gulu sófunum á Mogganum og beið hinn rólegasti eftir blaðamanni og viðmandanum sem hann átti að mynda. Taldi hann þá að hann hefði verið boðaður á Mogga kaffi!
Monday, July 17, 2006
Fjölmiðlar breyta sagnfræðinni
Síðuhaldari hefur ekki verið neinn sérstakur aðdáandi Ingólfs Margeirssonar í gegnum tíðina en sér nú ástæðu til þess að hrósa kalli. Þannig er mál með vexti að Ingólfur skellti sér í sagnfræði og ákvað í BA ritgerð sinni að kanna samspil fjölmiðla og sagnfræði. Skoðaði hann sérstaklega hvernig stjórnarslit ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar áttu sér stað árið 1988. Lífseig er sú saga að stjórnarsamstarfinu hafi í raun verið slitið í sjónvarpssal á stöð2 og hafa fjölmiðlar sjálfir haldið þeirri sögu á lofti. Ingólfur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þetta sé einfaldlega rangt enda hafi samstarfið verið dauðadæmt vegna ágreinings um efnahagsmál áður en til sjónvarpssþáttarins kom. Ingólfur segir þetta vera dæmigert fyrir það hvernig fjölmiðlar reyni að skrifa mannkynssöguna eftir því sem henti og þar sé hlutverk fjölmiðla gert eins mikilvægt og mögulegt er. Það er löngu ljóst hve fjölmiðlamenn eru sjálfhverfir og eru þeir mjög uppteknir af einhverju sem þeir kalla fjórða valdið. Ingólfur sýnir ágætt fordæmi með því að taka dæmi um hve illa sagan getur verið leikin af mannlegu fjölmiðlafólki.
Síðuhaldari hefur ekki verið neinn sérstakur aðdáandi Ingólfs Margeirssonar í gegnum tíðina en sér nú ástæðu til þess að hrósa kalli. Þannig er mál með vexti að Ingólfur skellti sér í sagnfræði og ákvað í BA ritgerð sinni að kanna samspil fjölmiðla og sagnfræði. Skoðaði hann sérstaklega hvernig stjórnarslit ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar áttu sér stað árið 1988. Lífseig er sú saga að stjórnarsamstarfinu hafi í raun verið slitið í sjónvarpssal á stöð2 og hafa fjölmiðlar sjálfir haldið þeirri sögu á lofti. Ingólfur kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þetta sé einfaldlega rangt enda hafi samstarfið verið dauðadæmt vegna ágreinings um efnahagsmál áður en til sjónvarpssþáttarins kom. Ingólfur segir þetta vera dæmigert fyrir það hvernig fjölmiðlar reyni að skrifa mannkynssöguna eftir því sem henti og þar sé hlutverk fjölmiðla gert eins mikilvægt og mögulegt er. Það er löngu ljóst hve fjölmiðlamenn eru sjálfhverfir og eru þeir mjög uppteknir af einhverju sem þeir kalla fjórða valdið. Ingólfur sýnir ágætt fordæmi með því að taka dæmi um hve illa sagan getur verið leikin af mannlegu fjölmiðlafólki.
Friday, July 14, 2006
Orðrétt
"Guðmundur fékk svo tækifæri til þess að bæta um betur í lok leiksins er Valsmönnum var dæmd vítaspyrna á hættulegum stað en skot hans fór yfir."
-Íþróttadeild Fréttablaðsins í umfjöllun sinni í dag um leik Bröndby og Vals.
"Guðmundur fékk svo tækifæri til þess að bæta um betur í lok leiksins er Valsmönnum var dæmd vítaspyrna á hættulegum stað en skot hans fór yfir."
-Íþróttadeild Fréttablaðsins í umfjöllun sinni í dag um leik Bröndby og Vals.
Thursday, July 13, 2006
Orðrétt
"Í gær var birt heilsíðuauglýsing í blöðum frá afli sem kallar sig „samanhópinn“ og að honum standa ótal opinberir aðilar ásamt gúdtemplurum og fleiri hressum aðilum sem láta sig drykkju annarra miklu varða. Í auglýsingunni er mönnum ráðlagt frá því að kaupa áfengi fyrir ungt fólk, sem sé glæpsamlegt athæfi. Þessu til áréttingar er tekið fram í auglýsingunni að „heilinn [sé] ekki fullþroskaður fyrr en um 20 ára aldur“ og ættu þá flestir að skilja hvers vegna yngra fólki er ekki leyft að kaupa sér vín. Það er auðvitað vegna óþroskaðs heila.
Þessi mikilvæga ábending, frá öllum þessum merku aðilum í samanhópnum, leiðir svo hugann að því ófremdarástandi að þúsundir manna með óþroskaðan heila hafa enn þá nær frítt spil þegar kemur að öðru en því að kaupa áfengi af ríkinu. Þessu fólki er til dæmis heimilað að ganga í hjúskap - jafnvel hvert með öðru - og veittur réttur til að kjósa velflesta flokka sem bjóða fram við kosningar og taka ótal ákvarðanir sem vafasamt er að fólk með óþroskaðan heila taki hjálparlaust. En þá er traustvekjandi að vita af samanhópnum. Sem, ef marka má auglýsinguna, ritar nafn sitt í nefnifalli „samanhopurinnn“ með þremur ennum í lokin. Fer vel á því að þannig séu undirritaðar auglýsingar hópsins um að aðrir megi ekki kaupa sér vínflösku vegna óþroskaðs heila."
-Vef-þjóðviljinn 13. júlí 2006.
"Í gær var birt heilsíðuauglýsing í blöðum frá afli sem kallar sig „samanhópinn“ og að honum standa ótal opinberir aðilar ásamt gúdtemplurum og fleiri hressum aðilum sem láta sig drykkju annarra miklu varða. Í auglýsingunni er mönnum ráðlagt frá því að kaupa áfengi fyrir ungt fólk, sem sé glæpsamlegt athæfi. Þessu til áréttingar er tekið fram í auglýsingunni að „heilinn [sé] ekki fullþroskaður fyrr en um 20 ára aldur“ og ættu þá flestir að skilja hvers vegna yngra fólki er ekki leyft að kaupa sér vín. Það er auðvitað vegna óþroskaðs heila.
Þessi mikilvæga ábending, frá öllum þessum merku aðilum í samanhópnum, leiðir svo hugann að því ófremdarástandi að þúsundir manna með óþroskaðan heila hafa enn þá nær frítt spil þegar kemur að öðru en því að kaupa áfengi af ríkinu. Þessu fólki er til dæmis heimilað að ganga í hjúskap - jafnvel hvert með öðru - og veittur réttur til að kjósa velflesta flokka sem bjóða fram við kosningar og taka ótal ákvarðanir sem vafasamt er að fólk með óþroskaðan heila taki hjálparlaust. En þá er traustvekjandi að vita af samanhópnum. Sem, ef marka má auglýsinguna, ritar nafn sitt í nefnifalli „samanhopurinnn“ með þremur ennum í lokin. Fer vel á því að þannig séu undirritaðar auglýsingar hópsins um að aðrir megi ekki kaupa sér vínflösku vegna óþroskaðs heila."
-Vef-þjóðviljinn 13. júlí 2006.
Tuesday, July 11, 2006
Gaddakylfan veitt
Ég sá frétt á Vísi þar sem greint er frá því að veita á Gaddakylfuna í dag þeim sem þykir eiga bestu spennusögu ársins. Þegar ég sá fyrirsögnina velti ég því fyrir mér hvað væri hér á ferðinni. Miðað við alla þá persónulegu umfjöllun sem ákveðnir fjölmiðlar hafa verið með af undirheimunum þá væri hægt að vera með uppskeruhátíð undirheimanna. Hún gæti til dæmis heitið Hnúajárnið. Nokkrir sem gætu unnið til verðlauna í einhverjum flokkum:
Besta tiltekt: Fáfnismennirnir þrír.*
Menningarverðlaun: Annþór a.k.a Anni í Vogunum*
Bestu nýliðarnir: Skeljagrandabræðurnir*
Mestu framfarir: Lalli Johns a.k.a Johnson
Besti flóttinn: Davíð Garðarsson a.k.a Dabbi Garðars*
Heiðursverðlaun fyrir ævistarf: Alfreð Þorsteinsson a.k.a Don Alfredo.*
*Rétt er að taka fram að síðuhaldari telur alla þessa aðila vera saklausa af því sem slúðurblöðin bera þeim á brýn og er hér einungis verið að vitna til fréttaflutningsm, nema í tilfelli Lalla Johns sem samkvæmt slúðurblöðum hefur bætt ráð sitt.
Ég sá frétt á Vísi þar sem greint er frá því að veita á Gaddakylfuna í dag þeim sem þykir eiga bestu spennusögu ársins. Þegar ég sá fyrirsögnina velti ég því fyrir mér hvað væri hér á ferðinni. Miðað við alla þá persónulegu umfjöllun sem ákveðnir fjölmiðlar hafa verið með af undirheimunum þá væri hægt að vera með uppskeruhátíð undirheimanna. Hún gæti til dæmis heitið Hnúajárnið. Nokkrir sem gætu unnið til verðlauna í einhverjum flokkum:
Besta tiltekt: Fáfnismennirnir þrír.*
Menningarverðlaun: Annþór a.k.a Anni í Vogunum*
Bestu nýliðarnir: Skeljagrandabræðurnir*
Mestu framfarir: Lalli Johns a.k.a Johnson
Besti flóttinn: Davíð Garðarsson a.k.a Dabbi Garðars*
Heiðursverðlaun fyrir ævistarf: Alfreð Þorsteinsson a.k.a Don Alfredo.*
*Rétt er að taka fram að síðuhaldari telur alla þessa aðila vera saklausa af því sem slúðurblöðin bera þeim á brýn og er hér einungis verið að vitna til fréttaflutningsm, nema í tilfelli Lalla Johns sem samkvæmt slúðurblöðum hefur bætt ráð sitt.
Saturday, July 08, 2006
Orðrétt
Lata stelpan er ein af þessum barnabókum sem ég man eftir úr æsku. Tékknesk að uppruna, flottar myndir og einfaldur söguþráður: Stelpa er löt og leiðinleg, kötturinn hennar og húsgögnin gera uppreisn og neyða stelpuna til að taka til og fara í bað. Mér fannst þetta bráðskemmtileg bók og keypti það alveg að það væri betra að vera hreinn og með hreint í kringum sig heldur en að liggja önugur í drullunni. En nei, hvað var ég að spá? Auðvitað var þetta ekki svona einfalt. Auðvitað voru vondar karlrembur með bókinni að menga hugi smábarna með STAÐALÍMYNDUM UM STÖÐU KYNJANNA. "Kötturinn hennar neyðir hana í meikóver og eftir það breytist hún í ofurhúsmóður," segja nokkrar bráðskarpar konur sem hafa nú stofnað Lötu stelpuna, vef um kynjajafnrétti. Ég biðst afsökunar á að hafa haft gaman af þessari andlegu nauðgun á öllum kvenmönnum veraldarinnar og mun ekki tala oftar við foreldra mína fyrir að hafa troðið þessum viðbjóði upp á mig. Ég ætla auðvitað ekki að falla í sömu gryfju og mun hafa bókabrennu á bókum sonar míns. Þær bækur sem ég brenni eru m.a.:
Birnirnir þrír - Staðalímynd. Afhverju eldaði bangsapabbi ekki grautinn?
Láki - Afhverju situr pabbinn, reykir pípu og les blað á meðan mamman býr til rauðgraut? Hrópleg niðurlæging á öllu kvenfólki.
Stúfur - Enn á ný er það kona sem eldar graut. Geta karlar ekki eldað graut í þessum bókum? Viðurstyggilegt.
Stubbur - "Mamma þvoði og þvoði" - Er þessum andstyggilegu karlrembum hjá bókaútgáfunni Björk alvara? Ég legg til að farið verði í mótmælasvelti við höfuðstöðvarnar þar til þessum viðbjóðslegu árásum á barnshugina verður hætt.
Bubbi byggir - afhverju byggir Bubba ekki frekar?
Hr. Æðislegur - Hvar er Frú Æðisleg?
Og svo það viðurstyggilegasta af öllu viðurstyggilegu:
Kata. Kata kanína, ógeðsleg staðlímynd af hinni undirokuðu húsmóður sem þrælar sér út fyrir krakka og ógeðslega karlkanínu.
Öllu þessu ógeði mun ég kveikja í í garðinum. Sonurinn verður neyddur til að horfa á og ég mun öskra vel valda kafla upp úr Píkutorfunni á meðan logarnir eyðileggja viðbjóðinn.
-Snillingurinn Dr.Gunni á heimasíðu sinni.
Lata stelpan er ein af þessum barnabókum sem ég man eftir úr æsku. Tékknesk að uppruna, flottar myndir og einfaldur söguþráður: Stelpa er löt og leiðinleg, kötturinn hennar og húsgögnin gera uppreisn og neyða stelpuna til að taka til og fara í bað. Mér fannst þetta bráðskemmtileg bók og keypti það alveg að það væri betra að vera hreinn og með hreint í kringum sig heldur en að liggja önugur í drullunni. En nei, hvað var ég að spá? Auðvitað var þetta ekki svona einfalt. Auðvitað voru vondar karlrembur með bókinni að menga hugi smábarna með STAÐALÍMYNDUM UM STÖÐU KYNJANNA. "Kötturinn hennar neyðir hana í meikóver og eftir það breytist hún í ofurhúsmóður," segja nokkrar bráðskarpar konur sem hafa nú stofnað Lötu stelpuna, vef um kynjajafnrétti. Ég biðst afsökunar á að hafa haft gaman af þessari andlegu nauðgun á öllum kvenmönnum veraldarinnar og mun ekki tala oftar við foreldra mína fyrir að hafa troðið þessum viðbjóði upp á mig. Ég ætla auðvitað ekki að falla í sömu gryfju og mun hafa bókabrennu á bókum sonar míns. Þær bækur sem ég brenni eru m.a.:
Birnirnir þrír - Staðalímynd. Afhverju eldaði bangsapabbi ekki grautinn?
Láki - Afhverju situr pabbinn, reykir pípu og les blað á meðan mamman býr til rauðgraut? Hrópleg niðurlæging á öllu kvenfólki.
Stúfur - Enn á ný er það kona sem eldar graut. Geta karlar ekki eldað graut í þessum bókum? Viðurstyggilegt.
Stubbur - "Mamma þvoði og þvoði" - Er þessum andstyggilegu karlrembum hjá bókaútgáfunni Björk alvara? Ég legg til að farið verði í mótmælasvelti við höfuðstöðvarnar þar til þessum viðbjóðslegu árásum á barnshugina verður hætt.
Bubbi byggir - afhverju byggir Bubba ekki frekar?
Hr. Æðislegur - Hvar er Frú Æðisleg?
Og svo það viðurstyggilegasta af öllu viðurstyggilegu:
Kata. Kata kanína, ógeðsleg staðlímynd af hinni undirokuðu húsmóður sem þrælar sér út fyrir krakka og ógeðslega karlkanínu.
Öllu þessu ógeði mun ég kveikja í í garðinum. Sonurinn verður neyddur til að horfa á og ég mun öskra vel valda kafla upp úr Píkutorfunni á meðan logarnir eyðileggja viðbjóðinn.
-Snillingurinn Dr.Gunni á heimasíðu sinni.
Munnmælasögur#48
Í tilefni af langþráðum sigri á Svíum í júní þá er við hæfi að skella inn gamalli sögu af því hvers vegna sænska skyttan Staffan Olsson fékk viðurnafnið Faxi hjá Íslendingum:
Sigurður Sveinsson er ekki bara þekktur fyrir að vera frændi Rúnars Geirs vinar míns því hann var einnig í landsliðinu í handbolta í áraraðir. Á Bogdan tímabilinu var hlutverk Sigga einkum að sitja á bekknum og segja brandara, nema eitthvað stórkostlegt kæmi fyrir Kristján Arason, sem var bestur í þessari stöðu í heiminum um tíma. Þegar Bogdan var með liðið voru Svíar að pússla saman því liði sem krækti í Heimsmeistaratitil árið 1990 og varð að gullaldarliði. Þegar þær hetjur; Staffan, Vislander, Mats Olsson, Carlen, Haajas og fleiri voru ungir og hæverskir menn, komu þeir til landsins og léku æfingaleiki. Siggi hóf sinn atvinnumannaferil í Svíþjóð og kannaðist aðeins við þá. Þegar Staffan hljóp fram hjá varamannabekk Íslands gerði Siggi aldrei annað en hneggja. Eftir leikinn var boð með "léttum veitingum" þar sem leikmenn og blaðamenn voru mættir. Í boðum sem þessum náði móralskt hlutverk Sigga Sveins hámarki og var hann með klukkutíma skemmtidagskrá sem innihélt töfrabrögð og fleira. Siggi var rétt nýbúinn með prógrammið þegar sænsku leikmennirnir mættu á svæðið og fór hann aftur með rulluna og nú á sænsku. Inn á milli tók hann utan um Staffan og hneggjaði ógurlega. Svíarnir létu fremur lítið fyrir sér fara og störðu á manninn eins og naut á nývirki en enginn hló þó eins mikið að þessu og Staffan Faxi Olsson.
Í tilefni af langþráðum sigri á Svíum í júní þá er við hæfi að skella inn gamalli sögu af því hvers vegna sænska skyttan Staffan Olsson fékk viðurnafnið Faxi hjá Íslendingum:
Sigurður Sveinsson er ekki bara þekktur fyrir að vera frændi Rúnars Geirs vinar míns því hann var einnig í landsliðinu í handbolta í áraraðir. Á Bogdan tímabilinu var hlutverk Sigga einkum að sitja á bekknum og segja brandara, nema eitthvað stórkostlegt kæmi fyrir Kristján Arason, sem var bestur í þessari stöðu í heiminum um tíma. Þegar Bogdan var með liðið voru Svíar að pússla saman því liði sem krækti í Heimsmeistaratitil árið 1990 og varð að gullaldarliði. Þegar þær hetjur; Staffan, Vislander, Mats Olsson, Carlen, Haajas og fleiri voru ungir og hæverskir menn, komu þeir til landsins og léku æfingaleiki. Siggi hóf sinn atvinnumannaferil í Svíþjóð og kannaðist aðeins við þá. Þegar Staffan hljóp fram hjá varamannabekk Íslands gerði Siggi aldrei annað en hneggja. Eftir leikinn var boð með "léttum veitingum" þar sem leikmenn og blaðamenn voru mættir. Í boðum sem þessum náði móralskt hlutverk Sigga Sveins hámarki og var hann með klukkutíma skemmtidagskrá sem innihélt töfrabrögð og fleira. Siggi var rétt nýbúinn með prógrammið þegar sænsku leikmennirnir mættu á svæðið og fór hann aftur með rulluna og nú á sænsku. Inn á milli tók hann utan um Staffan og hneggjaði ógurlega. Svíarnir létu fremur lítið fyrir sér fara og störðu á manninn eins og naut á nývirki en enginn hló þó eins mikið að þessu og Staffan Faxi Olsson.
Friday, July 07, 2006
Raggi Bjarna
Kolbrún Bergþórs tekur viðhafnarviðtöl fyrir blaðið Blaðið einu sinni í viku við þekkt fólk. Þetta er oft vönduð viðtöl en ég mæli með viðtalinu í blaðinu í gær sem er við Ragnar Bjarnason hjá RB bílaleigu. Raggi Bjarna hefur athyglisverð lífsviðhorf og er skemmtilega afslappaður. Svo segir skólastjórinn á Grenivík að hann sé líka bærilegur söngvari. Mæli með þessu stöffi.
Kolbrún Bergþórs tekur viðhafnarviðtöl fyrir blaðið Blaðið einu sinni í viku við þekkt fólk. Þetta er oft vönduð viðtöl en ég mæli með viðtalinu í blaðinu í gær sem er við Ragnar Bjarnason hjá RB bílaleigu. Raggi Bjarna hefur athyglisverð lífsviðhorf og er skemmtilega afslappaður. Svo segir skólastjórinn á Grenivík að hann sé líka bærilegur söngvari. Mæli með þessu stöffi.
Meistaramótið
Síðuhaldari er nú staddur í villta vestrinu þar sem hann tekur þátt í Meistaramóti Golfklúbbs Bolungarvíkur. Er í 1. flokki, forgjöf 12 og niður úr. Er í 4. sæti fyrir lokadaginn, þremur höggum á eftir Vestfjarðameistaranum sem er í þriðja sæti. Sumsé leiknar 72 holur á fjórum dögum. Hægt er að fylgjast með gangi mála á golf.is/gbo.
Síðuhaldari er nú staddur í villta vestrinu þar sem hann tekur þátt í Meistaramóti Golfklúbbs Bolungarvíkur. Er í 1. flokki, forgjöf 12 og niður úr. Er í 4. sæti fyrir lokadaginn, þremur höggum á eftir Vestfjarðameistaranum sem er í þriðja sæti. Sumsé leiknar 72 holur á fjórum dögum. Hægt er að fylgjast með gangi mála á golf.is/gbo.