<$BlogRSDURL$>

Friday, June 30, 2006

Orðrétt
"Football is a simple game ; 22 men chase a ball for 90 minutes and at the end , the Germans win"
-Gary Lineker sjónvarpsmaður og samherji Mark Hughes hjá Barcelona, lét þessi ummæli falla fyrir mörgum árum síðan.

Wednesday, June 28, 2006

Verndarinn dregur vagninn
Verndari Bloggs fólksins, Halldór Magnússon, hefur sagt bloggþurrðinni á þessari annars ágætu bloggsíðu stríð á hendur og hefur tekið að sér að draga vagninn. Halldór hefur sent ritstjórninni ýmis skemmtilegheit í tölvupósti sem vert er að gera skil. Fyrst skal nefna ábendingu um smáauglýsingu á mbl.is þar sem segir: "Ég óska eftir Nissan Micru árgerð ´97 eða eldri. Verður að vera í góðu ásigkomulagi! Ef þú lumar á bílnum mínum vinsamlegast hafðu samband við mig í síma 8659721"...og hin útgáfan: "Óska eftir Nissan Micru. Ekki hvíta. Árgerð '98 eða eldri. Verður að vera í góðu ásigkomulagi. S: 865 9721." Það upplýsist hér með að Micran (Halldór kallar hana reyndar sápustykkið) er föl fyrir svona tvær milljónir.

Annað sem glöggt auga Halldórs fangaði í yfirreið hans yfir smáauglýsingarnar var þetta hér: "Sjónvarp á 2000 kr, vantar hljóð,(tilvalið fyrir heyrnarlausa) myndlampi í fínu lagi, Philips 28". Uppl. í s: 846-9741" Maður veltir því fyrir sér hverju tvö þúsund kallinn breyti ef fólkið ætlar að losa sig við tækið. Er mikill munur á því og að gefa tækið?

Þriðja atriðið sem Halldór benti ritstjórninni á er jafnframt það skemmtilegasta. Þar er um að ræða viðtal Fréttablaðsins við einhvern mann sem kallar sig Gilzenegger út af deilum sem sprottið hafa vegna heimasíðunnar kallarnir.is. Þessi þenkjandi maður sagði orðrétt af þessu tilefni: "Ákveðnir menn innan hópsins hafa einfaldlega girt niður um sig og skitið á sig." Halldór velti því fyrir sér hvort menn skíti á sig ef buxurnar eru hvort eð er komnar niður á hæla?

Blogg fólksins þakkar Verndaranum fyrir upplýsingaöflun og túlkun á upplýsingum.

Ljósvakinn
Síðuhaldari fékk að láta gamminn geysa í dagskrárliðnum Ljósvakinn á bls 42 í Mogganum í dag. Þetta er sem sagt pungurinn við hliðina á sjónvarpsdagskránni aftast í blaðinu. Alveg milljón heilasellu lesning.

Wednesday, June 21, 2006

Kverólantahátíð
Upphitunarþættirnir á Sýn fyrir HM leikina eru hátíð kverólantanna. Þarna hafa allir mætt sem hafa gaman af því að hlusta á sjálfa sig tala. Ég hef nú reglulega gaman af þessu. Enginn hefur slegið út þá Össur og Þráinn í Tógó göllunum. Svakalega held ég að síðuhaldari tæki sig vel út þarna í settinu. Rífandi kjaft um HM í fortíð, nútíð, framtíð, þátíð og eignarfalli. Þeim sem vilja hvetja Sýnarmenn til að bjóða síðuhaldara í þáttinn bendi ég á eftirfarandi netföng:
hilmar.bjornsson@365.is
arnar.bjornsson@365.is
gudjon.gudmundsson@365.is

Steinríkur
Í gær kom Golli ljósmyndari á Mogganum til mín í vinnunni og fór eitthvað að pæla í hárinu á mér. Hann talaði um að hægt væri að taka það upp sitt hvoru megin þá myndi ég líkjast Steinríki. Ég benti honum á að ég líktist Steinríki ekki síður innvortis heldur en útvortis. Þessir Rómverjar eru náttúrulega klikk!

Thursday, June 15, 2006

Vissir þú....?#9
Vissir þú að Brasilíumenn hafa einungis einu sinni unnið HM þegar keppnin hefur verið haldin í Evrópu? Hafa þeir þó unnið HM fimm sinnum í heildina. Þetta var í Svíþjóð árið 1958, en þeir sigruðu svo ´62 í Chile, ´70 í Mexíkó, ´94 í Bandaríkjunum og ´02 í Japan og Kóreu.

Wednesday, June 14, 2006

Orðrétt
"Það eru fá lið í keppninni með þá Kaka og Ronaldinho
innanborðs"
- Ólafur H. Kristjánsson í lýsingu á leik Brasilíu og Króatíu á Sýn í gær.

Monday, June 12, 2006

Skrímslið dritaði Svíana niður
Skrímslaskot grjótkastarans úr gettóinu, Einars Hólmgeirssonar, gegn Svíum eru með því fallegasta sem ég hef séð síðan Salma Hayek kom fram á sjónarsviðið í Desperado.

Mannglöggir Fréttablaðsmenn
Fréttablaðið brillerar í dag og það hvorki meira né minna en á forsíðu blaðsins. Þar er mynd af íslenskum áhorfendum á leik Svía og Íslendinga í Globen í gær. Fyrir miðri mynd er Þorgerður menntamálaráðherra og í myndatexta segir að á hægri hönd hennar sé Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar. Vandamálið er að þar var á ferðinni Íslendingurinn Júlíus Hafstein sem svipar kannski til Görans ef frá eru talin svona 30 kíló.

Friday, June 09, 2006

HM 2006
Síðuhaldari hefur ákveðið að verða við beiðni Salvars um að spá fyrir gang mála á HM sem hefst eftir klukkustund:

A-riðill:
Þýskaland 1.sæti
Ekvador 2. sæti
Pólland 3. sæti
Kosta Ríka 4. sæti

B-riðill:
England 1. sæti
Svíþjóð 2. sæti
Paragvæ 3. sæti
Trínidad 4. sæti

C-riðill:
Holland 1. sæti
Argentína 2. sæti
Serbía 3. sæti
Fílabeinsströndin 4. sæti

D-riðill:
Portúgal 1. sæti
Mexíkó 2. sæti
Angóla 3. sæti
Íran 4. sæti

E-riðill:
Tékkland 1. sæti
Ítalía 2. sæti
Bandaríkin 3. sæti
Gana 4. sæti

F-riðill:
Brasilía 1. sæti
Króatía 2. sæti
Ástralía 3. sæti
Japan 4. sæti

G-riðill:
Frakkland 1. sæti
Sviss 2. sæti
S-Kórea 3. sæti
Tógó 4. sæti

H-riðill:
Spánn 1. sæti
Úkraína 2. sæti
Túnis 3. sæti
Sadí Arabía 4. sæti

16-liða úrslit:
Þýskaland - Svíþjóð: Þýskaland vinnur
Holland - Mexíkó: Holland vinnur
England - Ekvador: England vinnur
Portúgal - Argentína: Argentína vinnur
Tékkland - Króatía: Tékkland vinnur
Frakkland - Úkraína: Frakkland vinnur
Brasilía - Ítalía: Brasilía vinnur
Spánn - Sviss: Spánn vinnur

8-liða úrslit:

Þýskaland - Holland: Þýskaland vinnur
Tékkland - Frakkland: Frakkland vinnur
England - Argentína: England vinnur
Brasilía - Spánn: Brasilía vinnur

Undanúrslit:
Þýskaland - Frakkland: Þýskaland vinnur
England - Brasilía: England vinnur

3. - 4. sæti:
Brasilía - Frakkland: Brasilía vinnur

1. - 2. sæti:
Þýskaland - England: England vinnur

Wednesday, June 07, 2006

Handleikni
Síðuhaldari skipti um dekk á Micrunni á nýju brautarmeti í fyrrakvöld fyrir framan höfuðstöðvar BSR í Hlíðunum. Leigubílstjórarnir fylgdust með af aðdáun og áhuga, gott ef nokkrir þeirra punktuðu ekki hjá sér tilþrifin. Merkilegt hvernig allt verklegt leikur í höndunum á síðuhaldara, tala nú ekki um þegar kemur að bifreiðum. Alveg furðulegt að foreldrar síðuhaldara hafi neytt hann í bóklegt háskólanám. Alveg eins hægt að kasta perlum fyrir svín. Dr. Haraldur sérfræðingur í Micrulækningum hló mikið að því að síðast þegar síðuhaldari skipti um dekk þá tókst honum með miklu afli að herða rærnar öfugt á. Síðuhaldari hafði þetta í huga í þetta skiptið og herti tvær rærnar á einn veginn og hinar tvær á hinn veginn. Þetta getur því ekki orðið verra en 50% árangur.

Tuesday, June 06, 2006

Orðrétt
"Anybody seen The Da Vinci Code? Gudjonsson looks scarily like the evil albino monk."
- Tekið af spjallborði vefjar staðarblaðsins í Manchester.

Monday, June 05, 2006

Eiður fer til United
Ég er virkilega farinn að hallast að því að Eiður Smári sé á leiðinni á Old Trafford. Vonandi er þetta ekki bara óskarahyggja. Staðarblaðið í Manchester fullyrðir nú, að eftirgjöf United manna til þess að blökkumaður geti farið frá Noregi til Chelsea, þýði að Unitedingar eigi nú hönk upp í jakkafataermi Chelseainga. Jafnframt telur blaðið að United sé tilbúið að splæsa 8 milljónum punda í þennan fyrrverandi KR-ing og það ætti að nægja. Það eina sem mælir gegn þessu er að Ferguson hefur ekkert talað um áhuga á Eiði opinberlega. Hins vegar hefur síðuhaldari heimildir fyrir því að Eiður vilji fara frá Chelsea þó hann geti ekki sagt það í fjölmiðlum samnings síns vegna. Blogg fólksins spáir því að fyrir helgi verði búið að boða til blaðamannafundar á OT þar sem tilkynnt verði um félagaskiptin og þar með inngöngu fyrsta Íslendingsins í Manchester United.

Saturday, June 03, 2006

Júgúrvísujón
Það var víst einhver Eurovision keppni um daginn. Mjög hressandi svo sem að rokkarar skyldu vinna svona til tilbreytingar. Eitt varðandi Silvíu sem ég ætlaði alltaf að nefna hérna. Í umræðunni um framkomu hennar þá var aldrei minnst á að það var alltaf lagt upp með að fólk ætti að hata þennan karakter. Þannig var það í þáttunum hennar og öllu prómói í kringum þættina. Svo gerðist bara eitthvað slys í millitíðinni þar sem hún varð vinsæl og fólk fór að fíla þetta. En hún náði skilaboðunum aftur í gegn í restina. Þurfti reyndar að hrækja á fólk til þess en stundum er fólk bara ekki að sjá hið augljósa. Annars er þessa keppni ansi súr. Fínt að gefa skít í þetta og hrista upp í þessu. Svo sendum við þjóðlegt atriði á næsta ári: Gylfa Ægis með nikkuna, í lopapeysu og dreifbýlistúttum. Tvennt annað sem ég vil nefna. Hvað var með þetta hárblásaraatriði hjá þessari sænsku. Hún var farin að flagna af þurrki í lok lags. Og af hverju var Karl Werners eigandi Sjóvá að dansa í miðju lagi hjá Litháum? Vita Glitnis menn sem lesa þessa síðu af þessu?

Kosningar 2006
Það voru víst einhverjar kosningar um daginn. Gott ef ekki út um allt land bara. Baldur Smári komst inn. Jón Steinar komst ekki inn, enda var nú sennilega ekki lagt upp með það. Hefði hann boðið sig fram í Breiðholtinu þá hefði hann hins vegar flogið inn, enda legend í gettóinu eins og þekkt er. Ingvar Pétur félagi minn á Hellu er 2. maður á lista í hreinum meirihluta. Hann er í góðum málum. Og Hjalti vinur minn orðinn bæjarstjóri á Hornafirði. Þar er kannski komið nýtt sameiningartákn á vinstri vængnum! Nánast eini Samfylkingarleiðtoginn á landinu sem er í meirihluta. Pétur Árni félagi minn var kosningastjóri hjá Jónmundi á Seltjarnarnesi. Hann fékk ekki nema 67% greiddra atkvæða, þannig að þeir þurfa að fara í verulega naflakuskskoðun.

Thursday, June 01, 2006

Orðrétt
"Njótum þess að leyfa efnaskiptum líkamans að fara á flug og hafa blússandi samfarir og umfram allt... njótum líkama okkar og verum sátt við hann eins og hann er. Guð gaf okkur líkama okkar og hann er ekki bara til undaneldis heldur einnig til þess að njóta hans."
-Hanna Kristín Skaftadóttir á hugsjonir.is.

Mugison tónleikarnir
Magga systir bauð mér á Mugison tónleikana á sunnudagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti Listahátíðar og kannski hafa einhverjir sem þetta lesa hlustað á þá í útvarpinu. Öddi Muggason er með nýja liðsuppstillingu. Hann er búinn að fá með sér vönustu hljómsveitarmenn landsins í stað þess að vera einn. Um er að ræða tvo gaura sem hafa að mér skilst verið í flestum rokkhljómsveitum landsins. Síðuhaldari fílaði vel þessa nýju stemmningu hjá honum, rokkaðara en áður og svona. Meira að segja frekar hrátt rokk á köflum sem er fínt. En aðalatriðið er kannski að hann virðist sjálfur vera að skemmta sér mjög vel og framhaldið gæti orðið magnað.

Orðrétt
"Reykvíkingar þekkja af eigin raun, að það dugir ekki til, að ásetningurinn sé góður, ef verkstjórninni er ábótavant.. Ég hef kynnst Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni vel í störfum hans á vettvangi Reykjavíkurborgar og engum treysti ég betur til þess að koma höfuðborg landsins úr þrátefli hagsmunapots og flokkadrátta, rífa hana upp úr stöðnun undanfarinna ára og leysa úr læðingi það afl, sem í borgarbúum býr, til þess að við getum saman byggt betri borg."
-Hrafn Jökulsson fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins í grein sinni: Fram til sigurs í Reykjavík, í Morgunblaðinu 26. maí 2006.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?