Sunday, September 30, 2007
Orðrétt
"...daginn sem hann [Garðar Örn] gefur Blikum víti er dagurinn sem ég girði niðrum mig og hleyp í gegnum kringluna syngjandi Every Breath You Take með Sting."
- Einhver Egill Einarsson á bloggi sínu þann 4. september. Garðar mun einmitt hafa gefið Blikum víti í lokaumferðinni.
"...daginn sem hann [Garðar Örn] gefur Blikum víti er dagurinn sem ég girði niðrum mig og hleyp í gegnum kringluna syngjandi Every Breath You Take með Sting."
- Einhver Egill Einarsson á bloggi sínu þann 4. september. Garðar mun einmitt hafa gefið Blikum víti í lokaumferðinni.
Landsbankadeildin
Þar sem KSÍ lofar öllu fögru varðandi aðbúnaðinn í Laugardalnum þá er óhætt að taka boltablogg upp á ný. Best að rifja aðeins upp hina árlegu spá síðuhaldara og sjá hvernig til tókst. Árangurinn er ekki merkilegur í ár:
Spáin:
1. FH
2. KR
3. Valur
4. Keflavík
5. ÍA
6. Fylkir
7. Víkingur
8. HK
9. Breiðablik
10. Fram
Lokastaðan:
1. Valur
2. FH
3. ÍA
4. Fylkir
5. Breiðablik
6. Keflavík
7. Fram
8. KR
9. HK
10. Víkingur
Það er sem sagt ekkert lið sem hafnaði í því sæti sem síðuhaldari spáði. Gaman að því. Lið KR var greinilega ofmetið hér eins og hjá mörgum öðrum. Blikarnir greinilega vanmetnir enda lumuðu þeir á ungum ferskum strákum sem breyttu gangi mála um miðbik móts. Eftir nokkrar umferðir kom í ljós að Víkingar voru nánast bara með einn leikmann sem gat búið til marktækifæri og voru þannig mun veikari en í fyrra. Síðuhaldari virðist hins vegar hafa verið einn af fáum sem spáði HK áframhaldandi veru í deildinni.
Þar sem KSÍ lofar öllu fögru varðandi aðbúnaðinn í Laugardalnum þá er óhætt að taka boltablogg upp á ný. Best að rifja aðeins upp hina árlegu spá síðuhaldara og sjá hvernig til tókst. Árangurinn er ekki merkilegur í ár:
Spáin:
1. FH
2. KR
3. Valur
4. Keflavík
5. ÍA
6. Fylkir
7. Víkingur
8. HK
9. Breiðablik
10. Fram
Lokastaðan:
1. Valur
2. FH
3. ÍA
4. Fylkir
5. Breiðablik
6. Keflavík
7. Fram
8. KR
9. HK
10. Víkingur
Það er sem sagt ekkert lið sem hafnaði í því sæti sem síðuhaldari spáði. Gaman að því. Lið KR var greinilega ofmetið hér eins og hjá mörgum öðrum. Blikarnir greinilega vanmetnir enda lumuðu þeir á ungum ferskum strákum sem breyttu gangi mála um miðbik móts. Eftir nokkrar umferðir kom í ljós að Víkingar voru nánast bara með einn leikmann sem gat búið til marktækifæri og voru þannig mun veikari en í fyrra. Síðuhaldari virðist hins vegar hafa verið einn af fáum sem spáði HK áframhaldandi veru í deildinni.
Thursday, September 27, 2007
Orðrétt
"Þá gleður hin íðilfagra Jessica Biel ávallt augað, ekki síst þegar hún striplast um á votum nærfötunum einum saman. Einnig stendur hún sig með prýði í öðrum atriðum sem krefjast alklæðnaðar."
- Trausti Salvar Kristjánsson í kvikmyndadómi í blaðinu Blaðið í dag.
"Þá gleður hin íðilfagra Jessica Biel ávallt augað, ekki síst þegar hún striplast um á votum nærfötunum einum saman. Einnig stendur hún sig með prýði í öðrum atriðum sem krefjast alklæðnaðar."
- Trausti Salvar Kristjánsson í kvikmyndadómi í blaðinu Blaðið í dag.
Tuesday, September 25, 2007
Draumfarir
Sjaldnast man síðuhaldari hvað hann dreymir. Spéfuglarnir á þessu comenntakerfi geta sjálfsagt fundið einhverjar skýringar á því. Síðuhaldari vaknaði hins vegar á laugardagsmorguninn og mundi skýrt og greinilega hvað hann hafði dreymt. Hann hafði loksins verið valinn í landsliðið í handbolta. Guð láti gott á vita. Fyrir dyrum var vináttulandsleikur í Höllinni. Alfreð vant við látinn og liðinu stjórnað af mínum gamla þjálfara, Kristjáni Halldórssyni. Síðuhaldara var skipt inn á fyrir Gauja, og það er kannski til marks um raunveruleikatengsl draumsins, að skoraði síðuhaldari úr hraðaupphlaupi. Ekki varð ég var við hvernig hópurinn var nákvæmlega skipaður en þó voru þarna Óli Stef og Raggi litli Helga í Stjörnunni. Hann hefur nú aldrei verið í A-landsliðinu en hefur svo sem alveg getuna. Ef ráðast á í draumráðningar út frá þessu þá er sperning hvort síðuhaldara hafi þarna verið að dreyma fyrir axlarmeiðslum Gauja sem hann varð fyrir kvöldið eftir.
Sjaldnast man síðuhaldari hvað hann dreymir. Spéfuglarnir á þessu comenntakerfi geta sjálfsagt fundið einhverjar skýringar á því. Síðuhaldari vaknaði hins vegar á laugardagsmorguninn og mundi skýrt og greinilega hvað hann hafði dreymt. Hann hafði loksins verið valinn í landsliðið í handbolta. Guð láti gott á vita. Fyrir dyrum var vináttulandsleikur í Höllinni. Alfreð vant við látinn og liðinu stjórnað af mínum gamla þjálfara, Kristjáni Halldórssyni. Síðuhaldara var skipt inn á fyrir Gauja, og það er kannski til marks um raunveruleikatengsl draumsins, að skoraði síðuhaldari úr hraðaupphlaupi. Ekki varð ég var við hvernig hópurinn var nákvæmlega skipaður en þó voru þarna Óli Stef og Raggi litli Helga í Stjörnunni. Hann hefur nú aldrei verið í A-landsliðinu en hefur svo sem alveg getuna. Ef ráðast á í draumráðningar út frá þessu þá er sperning hvort síðuhaldara hafi þarna verið að dreyma fyrir axlarmeiðslum Gauja sem hann varð fyrir kvöldið eftir.
Monday, September 24, 2007
Saturday, September 22, 2007
Orðrétt
"Ég lít inn um gluggann, sem er óbrotinn, sé þar glæsilega konu með konunglega reisn, konu sem geislar af. Hún gæti lagt heiminn að fótum sér. Hún situr í stiga, er með bók í hönd og bókvitið má kenna í hillum á bak við hana. Hún er væntanlega að lesa sér til um mannfyrirlitningu og samskipti fólks í gegnum tíðina. Þótt hún klári ekki lesturinn í dag þá skiptir það ekki máli því hún hefur komið sér vel fyrir, hafði góða stöðu og naut virðingar. Ósköp gæti margt verið öðruvísi hefði hún slysast til að lesa sér til um þessa hluti fyrr á lífsleiðinni."
- Þorsteinn Jóhannesson læknir í grein á bb.is þann 20. september.
"Ég lít inn um gluggann, sem er óbrotinn, sé þar glæsilega konu með konunglega reisn, konu sem geislar af. Hún gæti lagt heiminn að fótum sér. Hún situr í stiga, er með bók í hönd og bókvitið má kenna í hillum á bak við hana. Hún er væntanlega að lesa sér til um mannfyrirlitningu og samskipti fólks í gegnum tíðina. Þótt hún klári ekki lesturinn í dag þá skiptir það ekki máli því hún hefur komið sér vel fyrir, hafði góða stöðu og naut virðingar. Ósköp gæti margt verið öðruvísi hefði hún slysast til að lesa sér til um þessa hluti fyrr á lífsleiðinni."
- Þorsteinn Jóhannesson læknir í grein á bb.is þann 20. september.
Thursday, September 20, 2007
Í faðmi blárra fjalla
Síðuhaldari er nú staddur í faðmi blárra fjalla. Áætlað er að halda í sódómuna á morgun en sperning um að kíkja aftur í vestrið í október. Hér vestra hefur busavígsla nokkuð verið til umræðu og er meðal annars fjallað um málið í Stakksgrein Bæjarins Besta. Mér finnst menn nú verða orðnir óþarflega heilagir þegar kemur að þessari umræðu. Eins virðist það fara óstjórnlega í taugarnar á stjórnendum MÍ að nemendur geri sér dagamun, samanber hysteríuna út af skólaferðalagi fyrir nokkrum árum. Síðuhaldari getur rifjað það upp hér að í sinni busavígslu á Laugum var hann látinn drekka kindablóð og hent út í tjörn. Er hann þó einhver mesti aðferðafræðisérfræðingur landsins í dag. Að þeim gjörningi stóðu virtir menn í þjóðfélaginu í dag; aðstoðarmaður saksóknara og eigandi líkamsræktarstöðvar. Ég held að Jón Reynir háttvirtur þurfi að setja þetta inn í einhverjar efnafræðiformúlur og hugsa þetta upp á nýtt.
Síðuhaldari er nú staddur í faðmi blárra fjalla. Áætlað er að halda í sódómuna á morgun en sperning um að kíkja aftur í vestrið í október. Hér vestra hefur busavígsla nokkuð verið til umræðu og er meðal annars fjallað um málið í Stakksgrein Bæjarins Besta. Mér finnst menn nú verða orðnir óþarflega heilagir þegar kemur að þessari umræðu. Eins virðist það fara óstjórnlega í taugarnar á stjórnendum MÍ að nemendur geri sér dagamun, samanber hysteríuna út af skólaferðalagi fyrir nokkrum árum. Síðuhaldari getur rifjað það upp hér að í sinni busavígslu á Laugum var hann látinn drekka kindablóð og hent út í tjörn. Er hann þó einhver mesti aðferðafræðisérfræðingur landsins í dag. Að þeim gjörningi stóðu virtir menn í þjóðfélaginu í dag; aðstoðarmaður saksóknara og eigandi líkamsræktarstöðvar. Ég held að Jón Reynir háttvirtur þurfi að setja þetta inn í einhverjar efnafræðiformúlur og hugsa þetta upp á nýtt.
Sunday, September 16, 2007
Orðrétt
"Einn var svo mikill miðill að það var alveg rosalegt. Það mátti heyra spilað á orgel upp úr honum."
- Einn viðmælandi Gísla Einarssonar í Út og suður á Rúv í gærkvöldi.
"Einn var svo mikill miðill að það var alveg rosalegt. Það mátti heyra spilað á orgel upp úr honum."
- Einn viðmælandi Gísla Einarssonar í Út og suður á Rúv í gærkvöldi.
Friday, September 14, 2007
Einn af okkar lærðustu mönnum
Verndari Bloggs fólksins, HáEmm, hefur beðið óþreyjufullur eftir háskólagráðu síðuhaldara en hann fylgist grannt með námsferlinum. HáEmm tilkynnist hér með að nú hyllir undir útskrift þar sem síðuhaldari stóðst hið árlega aðferðafræðipróf sitt. Hvur veit nema síðuhaldari geti boðið HáEmm í drykk að þessu tilefni í febrúar. Ég og Hannes frændi minn þurfum nú að huga að ritgerðarsmíðinni. Það er einlæg ósk síðuhaldara að þetta blási lærlingnum mínum, Jóni Stóra Hartmann, baráttuanda í brjóst.
Verndari Bloggs fólksins, HáEmm, hefur beðið óþreyjufullur eftir háskólagráðu síðuhaldara en hann fylgist grannt með námsferlinum. HáEmm tilkynnist hér með að nú hyllir undir útskrift þar sem síðuhaldari stóðst hið árlega aðferðafræðipróf sitt. Hvur veit nema síðuhaldari geti boðið HáEmm í drykk að þessu tilefni í febrúar. Ég og Hannes frændi minn þurfum nú að huga að ritgerðarsmíðinni. Það er einlæg ósk síðuhaldara að þetta blási lærlingnum mínum, Jóni Stóra Hartmann, baráttuanda í brjóst.
Wednesday, September 12, 2007
Úrvals símahrekkur
Harald Pé benti ritstjórn Bloggs fólksins á alveg ilmandi fínan símahrekk sem fór í loftið á einum morgunþætti útvarpstöðvanna. Það má vel vera að þetta sé gamalt spaug en síðuhaldari hefur aldrei hlegið jafn mikið að símahrekk í útvarpi. Þið farið hér inn og þar fáið þið upp marga símahrekki. Þið veljið hrekk sem er merktur ÓLI GRÍS. Útvarpsmaður hringir sem Ólafur Ragnar í grandvarann blómasala. Heyrn er sögu ríkari. Blogg fólksins þakkar fyrir ábendinguna.
Harald Pé benti ritstjórn Bloggs fólksins á alveg ilmandi fínan símahrekk sem fór í loftið á einum morgunþætti útvarpstöðvanna. Það má vel vera að þetta sé gamalt spaug en síðuhaldari hefur aldrei hlegið jafn mikið að símahrekk í útvarpi. Þið farið hér inn og þar fáið þið upp marga símahrekki. Þið veljið hrekk sem er merktur ÓLI GRÍS. Útvarpsmaður hringir sem Ólafur Ragnar í grandvarann blómasala. Heyrn er sögu ríkari. Blogg fólksins þakkar fyrir ábendinguna.
Tuesday, September 11, 2007
Eyðimerkurganga Jóns Friðgeirs
Karl faðir minn, Jón Friðgeir fyrrverandi Finnlands konsúll, er ósáttur við að tveir Kristján Jónssynir séu skrifandi í Morgunblaðið. Hann hefur ekki mælst til þess að öðrum okkar sé sagt upp störfum en telur mikilvægt að aðskilja þurfi með einhverjum hætti skrif þessara alnafna. Hefur hann lengi verið hrópandinn í eyðimörkinni í þessum efnum og fussar þegar ég bendi honum á að netföngin séu gefin upp fyrir neðan nöfnin. Þau aðskilji að einhverju leyti. Faðir minn segist ekkert kannast við hvað netföng séu en hefur lagt það til að síðuhaldari kvitti undir lærðar greinar sínar á eftirfarandi hátt: "Eftir Kristján Jónsson frá Bolungarvík." Fyrir þessu færir hann þau rök að fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, Sigurður Bjarnason, hafi aldrei verið þekktur undir öðru nafni en Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ég hef ekki tekið málið upp í Hádegismóum en hef hvatt föður minn til þess að senda Styrmi tölvupóst og vekja máls á hugmyndinni. Faðir minn segist hins vegar ekkert kannast við að hægt sé að senda tölvupósta.
Karl faðir minn, Jón Friðgeir fyrrverandi Finnlands konsúll, er ósáttur við að tveir Kristján Jónssynir séu skrifandi í Morgunblaðið. Hann hefur ekki mælst til þess að öðrum okkar sé sagt upp störfum en telur mikilvægt að aðskilja þurfi með einhverjum hætti skrif þessara alnafna. Hefur hann lengi verið hrópandinn í eyðimörkinni í þessum efnum og fussar þegar ég bendi honum á að netföngin séu gefin upp fyrir neðan nöfnin. Þau aðskilji að einhverju leyti. Faðir minn segist ekkert kannast við hvað netföng séu en hefur lagt það til að síðuhaldari kvitti undir lærðar greinar sínar á eftirfarandi hátt: "Eftir Kristján Jónsson frá Bolungarvík." Fyrir þessu færir hann þau rök að fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, Sigurður Bjarnason, hafi aldrei verið þekktur undir öðru nafni en Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ég hef ekki tekið málið upp í Hádegismóum en hef hvatt föður minn til þess að senda Styrmi tölvupóst og vekja máls á hugmyndinni. Faðir minn segist hins vegar ekkert kannast við að hægt sé að senda tölvupósta.
Sunday, September 09, 2007
Skattgreiðendur borga - blaðamenn frjósa
Það var ekki lítið vælt og lobbíað fyrir því að skattgreiðendur skyldu splæsa nýrri stúku á þjóðarleikvanginn í Laugardal. Þessi stúka hefur nú verið í notkun í eitt ár og þykir meira að segja glæsileg. Það sem er merkilegt er að Knattspyrnusamband Íslands virðist þarna hafa reynt að fremja hinn fullkomna glæp, þ.e.a.s láta skattgreiðendur borga fyrir útrýmingu íþróttafréttamanna. Vissulega kann mörgum að finnast að það væri þjóðþrifaverk að losna við þá stétt manna, en ég er hins vegar á mjög á móti því að menn séu teknir af lífi án dóms og laga.
Í hinni nýju stúku Laugardalsvallar er blaðamönnum gert að sitja utandyra á landsleikjum eins og í kvöld. Þar sem við blaðamenn erum yfirgengilega sjálhverfir þá ætla ég að stikla á stóru í þessu máli. Aðstaða blaðamanna innandyra er takmörkuð og fellur hún í skaut sjónvarpsmanna og útvarpsmanna í einhverjum tilfellum. Annars flokks fjölmiðlungar, eru látnir hýrast úti í gaddinum. Nú er punkturinn auðvitað ekki sá að blaðamenn geti ekki fylgst með leik utandyra eins og hinn almenni áhorfandi. Punkturinn er sá að menn verða að hafa til þess aðstöðu að vinna vinnuna sína. Í roki og rigninu er ekki auðvelt að hripa niður staðreyndir eða halda fartölvu frá skemmdum. Þetta varð ég áþreifanlega var við síðasta haust en landsleikir fara hér gjarnan fram á haustin, og þá eru lægðirnar yfir landinu ekki á undanhaldi. Í fyrra varð maður ekki var við mjög mikla reiði í herbúðum blaðamanna enda hafði KSÍ þá allan veturinn til þess að bæta úr. Það er hins vegar gremjulegt að viðleitnin til þess að gera betur er engin. Ekki að mér vitandi. Svörin eru á þá leið að svona sé þetta víða erlendis.
Ekki þykir mér erfitt að hrekja það sem rök í málinu. Íburður í byggingum hérlendis er ósjaldan meiri en víða í kringum okkur, til dæmis á Englandi. Auk þess má augljóslega benda KSÍ mönnum á að við búum ekki á sólarströnd hafi það farið fram hjá þeim. Við þetta má bæta að það sé kannski eftirsóknarverðara að hýrast úti og fylgjast með knattspyrnunni í öðrum löndum en þeirri sem hér er boðið upp á. En það er vitaskuld smekksatriði. Senda ætti þann sem hannaði þessa stúku í návígi við Kristján Örn Sigurðsson ef ég fengi að ráða.
Það var kaldhæðni örlaganna að borgarstjórinn, sem innheimtir hámarksútsvar af Reykvíkingum, hélt ræðu fyrir leik og mærði þetta mannvirki sérstaklega. Hafði hann til taks hjálparhellu sem hélt yfir honum regnhlíf. Greiðslan mun því ekki hafa haggast. Ekki sé ég eftir því að hafa stutt Gísla Martein. Aðstaða blaðamanna í Laugardalnum er verri en eftir vígslu fyrir fimmtíu árum.
Erfitt er að átta sig nákvæmlega á því hvaða skilaboð KSÍ er að senda með þessu. Kannski vilja þeir eingöngu sjónvarpsumfjöllun um landsleikina í knattspyrnu? Ekki mun standa á mér að verða við þeirri bón. Til þess að vera með táknræn mótmæli þá verður ekki fjallað meira um íslenska knattspyrnu á þessu síðuhaldi fyrr en viðleitni hefur verið sýnd til þess að breyta þessu ástandi. Ég geri mér grein fyrir því að markaðssetning á íslenskri knattspyrnu mun ekki standa og falla með Bloggi fólksins en maður verður að hafa einhver prinsipp. Blogg fólksins er alla vega búið að gefa fordæmi. Það sýður á fleiri blaðamönnum eins og Elvari og Henry.
Það var ekki lítið vælt og lobbíað fyrir því að skattgreiðendur skyldu splæsa nýrri stúku á þjóðarleikvanginn í Laugardal. Þessi stúka hefur nú verið í notkun í eitt ár og þykir meira að segja glæsileg. Það sem er merkilegt er að Knattspyrnusamband Íslands virðist þarna hafa reynt að fremja hinn fullkomna glæp, þ.e.a.s láta skattgreiðendur borga fyrir útrýmingu íþróttafréttamanna. Vissulega kann mörgum að finnast að það væri þjóðþrifaverk að losna við þá stétt manna, en ég er hins vegar á mjög á móti því að menn séu teknir af lífi án dóms og laga.
Í hinni nýju stúku Laugardalsvallar er blaðamönnum gert að sitja utandyra á landsleikjum eins og í kvöld. Þar sem við blaðamenn erum yfirgengilega sjálhverfir þá ætla ég að stikla á stóru í þessu máli. Aðstaða blaðamanna innandyra er takmörkuð og fellur hún í skaut sjónvarpsmanna og útvarpsmanna í einhverjum tilfellum. Annars flokks fjölmiðlungar, eru látnir hýrast úti í gaddinum. Nú er punkturinn auðvitað ekki sá að blaðamenn geti ekki fylgst með leik utandyra eins og hinn almenni áhorfandi. Punkturinn er sá að menn verða að hafa til þess aðstöðu að vinna vinnuna sína. Í roki og rigninu er ekki auðvelt að hripa niður staðreyndir eða halda fartölvu frá skemmdum. Þetta varð ég áþreifanlega var við síðasta haust en landsleikir fara hér gjarnan fram á haustin, og þá eru lægðirnar yfir landinu ekki á undanhaldi. Í fyrra varð maður ekki var við mjög mikla reiði í herbúðum blaðamanna enda hafði KSÍ þá allan veturinn til þess að bæta úr. Það er hins vegar gremjulegt að viðleitnin til þess að gera betur er engin. Ekki að mér vitandi. Svörin eru á þá leið að svona sé þetta víða erlendis.
Ekki þykir mér erfitt að hrekja það sem rök í málinu. Íburður í byggingum hérlendis er ósjaldan meiri en víða í kringum okkur, til dæmis á Englandi. Auk þess má augljóslega benda KSÍ mönnum á að við búum ekki á sólarströnd hafi það farið fram hjá þeim. Við þetta má bæta að það sé kannski eftirsóknarverðara að hýrast úti og fylgjast með knattspyrnunni í öðrum löndum en þeirri sem hér er boðið upp á. En það er vitaskuld smekksatriði. Senda ætti þann sem hannaði þessa stúku í návígi við Kristján Örn Sigurðsson ef ég fengi að ráða.
Það var kaldhæðni örlaganna að borgarstjórinn, sem innheimtir hámarksútsvar af Reykvíkingum, hélt ræðu fyrir leik og mærði þetta mannvirki sérstaklega. Hafði hann til taks hjálparhellu sem hélt yfir honum regnhlíf. Greiðslan mun því ekki hafa haggast. Ekki sé ég eftir því að hafa stutt Gísla Martein. Aðstaða blaðamanna í Laugardalnum er verri en eftir vígslu fyrir fimmtíu árum.
Erfitt er að átta sig nákvæmlega á því hvaða skilaboð KSÍ er að senda með þessu. Kannski vilja þeir eingöngu sjónvarpsumfjöllun um landsleikina í knattspyrnu? Ekki mun standa á mér að verða við þeirri bón. Til þess að vera með táknræn mótmæli þá verður ekki fjallað meira um íslenska knattspyrnu á þessu síðuhaldi fyrr en viðleitni hefur verið sýnd til þess að breyta þessu ástandi. Ég geri mér grein fyrir því að markaðssetning á íslenskri knattspyrnu mun ekki standa og falla með Bloggi fólksins en maður verður að hafa einhver prinsipp. Blogg fólksins er alla vega búið að gefa fordæmi. Það sýður á fleiri blaðamönnum eins og Elvari og Henry.
Friday, September 07, 2007
Áhyggjur af hjartveiki óþarfar?
Einhver eftirtektarsamur lesandi sendi fyrurspurn á þetta síðuhald þess efnis hvort síðuhaldari hefði verið rekinn úr íþróttafréttum og væri farinn að skrifa annars konar fréttir á mbl.is. Ástæða fyrirspurnarinnar var eftirfarandi frétt:
Tækni og vísindi | AFP | 6.9.2007 | 15:54
Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur
Það eru gömul vísdómsorð að morgunstund gefi gull í mund, en ný
japönsk rannsókn bendir til að þeim sem fara snemma á fætur sé hættara
við hjartakvillum. Leiddi rannsóknin í ljós tengsl á milli
fótaferðatíma og hjarta- og æðasjúkdóma.
Samkvæmt þessu er maður víst ekki í áhættuhópi.
Einhver eftirtektarsamur lesandi sendi fyrurspurn á þetta síðuhald þess efnis hvort síðuhaldari hefði verið rekinn úr íþróttafréttum og væri farinn að skrifa annars konar fréttir á mbl.is. Ástæða fyrirspurnarinnar var eftirfarandi frétt:
Tækni og vísindi | AFP | 6.9.2007 | 15:54
Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur
Það eru gömul vísdómsorð að morgunstund gefi gull í mund, en ný
japönsk rannsókn bendir til að þeim sem fara snemma á fætur sé hættara
við hjartakvillum. Leiddi rannsóknin í ljós tengsl á milli
fótaferðatíma og hjarta- og æðasjúkdóma.
Samkvæmt þessu er maður víst ekki í áhættuhópi.
Thursday, September 06, 2007
Er síðuhaldari ekki þekktari en þetta?
"Hvaðan ert þú?" spurði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, síðuhaldara á blaðamannafundi hjá HSÍ í síðustu viku. Eins og jafnan þegar síðuhaldari er spurður að þessu þá svaraði hann hátt og skýrt: "Ég er frá Bolungarvík" Nokkuð fát kom á framkvæmdarstjórann sem varð ögn vandræðalegur en sagði svo hlæjandi: "Ég ætlaði nú að spyrja frá hvaða fjölmiðli þú værir!" Síðuhaldari hefur ávallt litið svo á að hann sé þekktur maður í þjóðfélaginu en getur verið að hann sé ekki þekktari en þetta?
"Hvaðan ert þú?" spurði Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, síðuhaldara á blaðamannafundi hjá HSÍ í síðustu viku. Eins og jafnan þegar síðuhaldari er spurður að þessu þá svaraði hann hátt og skýrt: "Ég er frá Bolungarvík" Nokkuð fát kom á framkvæmdarstjórann sem varð ögn vandræðalegur en sagði svo hlæjandi: "Ég ætlaði nú að spyrja frá hvaða fjölmiðli þú værir!" Síðuhaldari hefur ávallt litið svo á að hann sé þekktur maður í þjóðfélaginu en getur verið að hann sé ekki þekktari en þetta?
Wednesday, September 05, 2007
Neytendahornið
Ekki hefur verið mikið um neytendavæl á þessari annars ágætu bloggsíðu en nú verður aðeins brugðið út af þeirri venju. Síðuhaldari rekur sig gjarnan á að mikið er um fólk í þjónustustörfum ýmis konar sem hefur verið þjálfað sem vélmenni. Sjálfstæðri hugsun hefur verið útrýmt í flestum tilfellum og forritun er tekin við. Hjá þessu fólki er allt fyrir fram ákveðið. Farið er með sömu rulluna og sömu hlutirnir gerðir á sama hátt dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Þetta kannast til dæmis allir við sem einhvern tíma hafa þurft að eiga við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Mikilvægt er að raska ekki ró þessara vélmenna með því að koma með truflandi óskir sem gætu sett þau út af laginu. Síðuhaldari mun nú taka tvö dæmi:
Fyrir kemur að síðuhaldari þarf að hringja í 118 og nýta sér þjónustu símaskrárinnar. Þar eru vélmennin forrituð þannig að þau eiga að lesa upp númerið í heimasíma fyrst og síðan GSM númerið. Af fenginni reynslu spyr síðuhaldari því strax um GSM númerið hjá viðkomandi. Þá fær síðuhaldari UNDANTEKNINGALAUST gefið upp númer í heimasímanum. Þá þarf að endurtaka beiðnina sem er svo sem allt í lagi því 118 rukka ekki svo mikið fyrir sekúnduna.
Þegar síðuhaldari ákveður að brjóta upp matarræðið og færa sig yfir í hollustuna þá snýr hann sér til fyrirtækisins Subway. Þar eru vélmenninn forrituð til þess að spyrja í lokin hvort kúnninn vilji salt eða pipar. Síðuhaldari kýs að nýta sér hvorugt og til þess að prófa vélmennin þá segir síðuhaldari að þetta sé komið, þegar hann er búinn að velja sósuna. Þá er UNDANTEKNALAUST spurt hvort síðuhaldari vilji salt eða pipar.
Síðuhaldari gerir sér grein fyrir því að þessi atriði eru ekki þess eðlis að setja þjóðfélagið á hliðina en eru kúnstug engu að síður. Og lærdómurinn sem þið börnin góð getið dregið af þessu er sá, að það hefur ekkert upp á sig að ætla að reyna að forrita vélmenni upp á nýtt.
Ekki hefur verið mikið um neytendavæl á þessari annars ágætu bloggsíðu en nú verður aðeins brugðið út af þeirri venju. Síðuhaldari rekur sig gjarnan á að mikið er um fólk í þjónustustörfum ýmis konar sem hefur verið þjálfað sem vélmenni. Sjálfstæðri hugsun hefur verið útrýmt í flestum tilfellum og forritun er tekin við. Hjá þessu fólki er allt fyrir fram ákveðið. Farið er með sömu rulluna og sömu hlutirnir gerðir á sama hátt dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Þetta kannast til dæmis allir við sem einhvern tíma hafa þurft að eiga við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Mikilvægt er að raska ekki ró þessara vélmenna með því að koma með truflandi óskir sem gætu sett þau út af laginu. Síðuhaldari mun nú taka tvö dæmi:
Fyrir kemur að síðuhaldari þarf að hringja í 118 og nýta sér þjónustu símaskrárinnar. Þar eru vélmennin forrituð þannig að þau eiga að lesa upp númerið í heimasíma fyrst og síðan GSM númerið. Af fenginni reynslu spyr síðuhaldari því strax um GSM númerið hjá viðkomandi. Þá fær síðuhaldari UNDANTEKNINGALAUST gefið upp númer í heimasímanum. Þá þarf að endurtaka beiðnina sem er svo sem allt í lagi því 118 rukka ekki svo mikið fyrir sekúnduna.
Þegar síðuhaldari ákveður að brjóta upp matarræðið og færa sig yfir í hollustuna þá snýr hann sér til fyrirtækisins Subway. Þar eru vélmenninn forrituð til þess að spyrja í lokin hvort kúnninn vilji salt eða pipar. Síðuhaldari kýs að nýta sér hvorugt og til þess að prófa vélmennin þá segir síðuhaldari að þetta sé komið, þegar hann er búinn að velja sósuna. Þá er UNDANTEKNALAUST spurt hvort síðuhaldari vilji salt eða pipar.
Síðuhaldari gerir sér grein fyrir því að þessi atriði eru ekki þess eðlis að setja þjóðfélagið á hliðina en eru kúnstug engu að síður. Og lærdómurinn sem þið börnin góð getið dregið af þessu er sá, að það hefur ekkert upp á sig að ætla að reyna að forrita vélmenni upp á nýtt.
Monday, September 03, 2007
Heilræði varðandi flutninga
Skáldið Trausti Salvar stendur nú í búferlaflutningum. Þar sem síðuhaldari býr svo vel að vera með brjósklos hefur hann verið löglega afsakaður í svoleiðis stússi um nokkra hríð. Hins vegar búa ekki allir svo vel að vera löglega afsakaðir þegar vinir og ættingjar standa í flutningum. Mikilvægt er að sýna lit og hjálpa til þegar fólk er að flytja en til eru ýmsar leiðir til þess að gera viðvikið sem bærilegast. Síðuhaldari mun nú af sinni einstöku góðmennsku deila hinni gullnu flutningareglu með lesendum sínum:
Gullna reglan: Mikilvægt er að mæta snemma, helst aðeins áður en áætlað er að byrja flutninga. Óstundvísir þurfa þarna að breyta út af venjum en það er líka í góðum tilgangi. Þegar erfiðsvinnan er komin aðeins á veg, þá er viðkomandi búinn að vera í dágóða stund, enda mætt/ur áður en puðið byrjaði. Á þessum tímapunkti þarf viðkomandi að láta sig hverfa til þess að sinna einhverju afskaplega brýnu erindi. Hann/Hún tilkynnir flutningshyskinu þetta og lofar að koma aftur um leið og tækifæri gefst. Skynsamlegt er að koma aftur þegar smá tími ætti að vera eftir af flutningum. Mikilvægt er að koma áður en verkið klárast, því gjarnan er boðið upp á pizzur eða jafnvel guðaveigar fyrir vel unnin störf. Ekki er sterkt að mæta þegar sú veisla er byrjuð og því ágætt að taka þátt í síðustu skrefum flutninganna.
Skáldið Trausti Salvar stendur nú í búferlaflutningum. Þar sem síðuhaldari býr svo vel að vera með brjósklos hefur hann verið löglega afsakaður í svoleiðis stússi um nokkra hríð. Hins vegar búa ekki allir svo vel að vera löglega afsakaðir þegar vinir og ættingjar standa í flutningum. Mikilvægt er að sýna lit og hjálpa til þegar fólk er að flytja en til eru ýmsar leiðir til þess að gera viðvikið sem bærilegast. Síðuhaldari mun nú af sinni einstöku góðmennsku deila hinni gullnu flutningareglu með lesendum sínum:
Gullna reglan: Mikilvægt er að mæta snemma, helst aðeins áður en áætlað er að byrja flutninga. Óstundvísir þurfa þarna að breyta út af venjum en það er líka í góðum tilgangi. Þegar erfiðsvinnan er komin aðeins á veg, þá er viðkomandi búinn að vera í dágóða stund, enda mætt/ur áður en puðið byrjaði. Á þessum tímapunkti þarf viðkomandi að láta sig hverfa til þess að sinna einhverju afskaplega brýnu erindi. Hann/Hún tilkynnir flutningshyskinu þetta og lofar að koma aftur um leið og tækifæri gefst. Skynsamlegt er að koma aftur þegar smá tími ætti að vera eftir af flutningum. Mikilvægt er að koma áður en verkið klárast, því gjarnan er boðið upp á pizzur eða jafnvel guðaveigar fyrir vel unnin störf. Ekki er sterkt að mæta þegar sú veisla er byrjuð og því ágætt að taka þátt í síðustu skrefum flutninganna.