<$BlogRSDURL$>

Tuesday, July 31, 2007

Big Ron#1
Lengi hefur staðið til að deila með lesendum einhverju af gullkornum knattspyrnustjórans Rons Atkinsons sem á sínum tíma þjálfari meðal annars Manchester United. Orðheppinn snillingur þar á ferð og mjög litríkur persónuleiki. Ég æta að skutla inn nokkrum af hans skemmtilegustu tilvitnunum á næstunni. Hér kemur sú fyrsta:

"Eitt sinn var Big Ron að stjórna knattspyrnuliði þegar einn leikmanna hans fær þungt höfuðhögg og vankast. Læknir liðsins réð Big Ron eindregið frá því að setja manninn aftur inn á völlinn með þeim einfalda rökstuðningi að leikmaðurinn væri svo ringlaður að hann vissi ekki hver hann væri. Big Ron hugsaði sig aðeins um en svaraði svo: Segðu honum að hann sé Pele og sendu hann aftur inn á !"

Orðrétt
"Ég varð enn sannfærðari í trúnni á hlutdrægni stöðvarinnar þegar ég vaknaði í morgun og kveikti á útvarpinu og ætlaði mér að hlusta á morgunþátt Jóhanns Haukssonar, Morgunhanann. Því miður var Jóhann ekki við hljóðnemann, heldur leysti annar geðþekkur dagskrárgerðarmaður hann af, nefnilega hinn vörpulegi Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins. Og ekki leið á löngu þar til varaformaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi þingmaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, var mættur í stúdíóið til að ræða við Jón um landsins gagn og nauðsynjar.

Nú bíð ég spenntur eftir því að heyra í þeim Kristni H. Gunnarssyni og Guðjóni A. Kristjánssyni, en þeir eru einu þingmennirnir í þingflokki Frjálslynda flokksins sem ekki hafa komist á launaskrá hjá Útvarpi Sögu sem dagskrárgerðarmenn. Þeir félagar hljóta að hefja upp raust sína á öldum þessa ljósvaka fyrr en síðar."
- Sigurður Kári þingmaður á bloggi sínu í dag.

Teitur
Síðuhaldari mun ekki tjá sig hér sérstaklega um þjálfaraskiptin hjá KR enda hlutlaus blaðamaður, rétt eins og umsjónarmenn Spegilsins. Hins vegar vil ég segja það að Teitur Þórðarson fær prik í kladdann fyrir fagmennsku í umgengni við fjölmiðla. Ég hef nokkrum sinnum þurft að ná tali af honum í sumar og þrátt fyrir slakt gengi þá er hann alltaf tilbúinn til að gefa viðtal. Það sem er ekki síður mikilvægt er að hann svarar þeim spurningum sem fyrir hann er lagt eftir bestu getu. Þetta er í það minnsta mín reynsla.

Friday, July 27, 2007

Orðrétt
„Í öðru lagi er hann eh þá er hérna ál sko mjög auðvelt til endurvinnslu og þar ég [svo!] gæti verið að endurvinna allt þetta ál sem er búið að framleiða eh að minn það er 10% það þarf 10% af þeirri orku sem þarf til að frumbúa til hérna eða frumvinna ál til þess að endurvinna álið. Og ég veit ekki hvað, ég veit ekki, ég veit ekki neinar tölur en ég veit bara það að það er fáránlega miklu magni af áli hent á ári án þess að án þess að komast í endurvinnslu.“
- Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, TALSMAÐUR Saving Iceland, í Speglinum á RÚV mánudaginn 23. júlí 2007.

Tuesday, July 24, 2007

Munnmælasögur#66
Samúel Örn Erlingsson Framsóknarmaður og frændi Jóns Steinars frá Seljanesi, var lengi íþróttafréttamaður á RÚV. Átti hann þar marga jaaaa athyglisverða spretti og einn þeirra var í beinni sjónvarpsútsendingu frá bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu haustið 1992. Léku þar Valur og KA þar sem Valsmenn höfðu betur í framlengingu eftir mikla dramatík. Á meðal lykilmanna Vals á þessum árum voru Anthony Karl Gregory sem er dökkur á hörund og albínóinn Jón Grétar Jónsson, sem var auðþekkjanlegur á mjög síðum ljósum hárlokkum. Í miklum hamagangi á lokasekúndum venjulegs leiktíma, jafnar Anthony Karl leikinn í 2:2 og þá öskraði Samúel að Jón Grétar hefði skorað. Í endursýningunni áttar Samúel sig á mistökunum, leiðréttir þau og bætir við: "En þeir Anthony Karl og Jón Grétar eru mjög áþekkir á velli" !!!

Monday, July 23, 2007

Í ótryggum heimi.....
Fyrir áhugamenn um golf og þá sérstaklega golf á norðanverðum Vestfjörðum vil ég bara segja þetta: "Aldrei að afskrifa Bjarna Pétursson." Þetta hef ég margoft sagt og tuggði síðast ofan í menn fyrir nokkrum dögum. Í ótryggum heimi þá er hægt að treysta á að þegar sveitakeppnin í golfi er innan seilingar, þá fer sá örfhenti að hitta boltann. Og þá er ekki átt við Orra eftirlitsmann.

ATHUGASEMD: (sett inn síðar um daginn)
Lesandi hafði samband við síðuhaldara. Heitir hann Orri Örn Árnason og er eftirlitsmaður af lífi og sál. Orri hefur meðal annars eftirlit með þessu síðuhaldi og sagðist vera langþreyttur á því að setja ofan í við síðuhaldara. Hann er þeirrar skoðunar að á þessu síðuhaldi sé um sig fjallað af ósanngirni og vankunnáttu. Þessum mótbárum er hér með komið á framfæri.

Orðrétt
"Ef þið rífið ekki niður þetta veggfóður þá er ég farinn."
- Oscar Wilde rithöfundur á dánarbeðinu.

Harrington og síðuhaldari
Padraig Harrington braut ísinn á Risamóti í gær og sigraði á The Open eins og hægt var að fylgjast með á RÚV. Í tilefni af þessum sigri er sjálfsagt að rifja það upp að síðuhaldari tók viðtal við Harrington fyrir Morgunblaðið á Hvaleyrarvelli sumarið 2002. Afar vel fór á með okkur félögunum en einhverra hluta vegna hefur Harrington ekki séð ástæðu til þess að rifja þessi kynni upp í heimspressunni. En spjallið var ábyggilega álíka eftirminnilegt fyrir okkur báða.

Thursday, July 19, 2007

Orðrétt
Ég varð einnig fyrir andlegu ofbeldi frá 4-ára gömlum pjakki. Helgi Már Bjarnason sat spakur á öxlum föðurs síns er við gengum af sparkvöllunum í átt að tjaldsvæðinu. Guttinn leit á mig og mældi mig hátt og lágt. Hann var ekki lengi að átta sig á hlutunum og spurði:

"Ert þú með barn í maganum?".

Ég sagði ekki fleira það kvöldið.. og hann hitti tvær flugur í sama höfuðið að mati aðstandenda minna sem voru ekki langt frá og hlógu eins og vitleysingar.. þetta kallar maður stuðning eða þannig. Helgi Már er snillingur...
- Sigurður Elvar Þórólfsson blaðamaður á Morgunblaðinu á bloggi sínu á dögunum.

Monday, July 16, 2007

Munnmælasögur#65
Kristinn Hermannsson master í Hagfræði var á dögunum í opnuviðtali í því ágæta blaði Bæjarins Besta. Lét hann þar gamminn geysa og fór sérstaklega yfir sýn sína á byggðamál og áhrif háskólastarfs á jaðarsvæðum. Daginn eftir að blaðið kom út fær Kristinn símhringingu. Á hinum enda línunnar var goðsögn í lifanda lífi sem Kristinn er rétt einungis málkunnugur síðan hann var blaðamaður. Um er að ræða sjálfan prófastinn í Vatnsfirði, Séra Baldur Vilhelmsson, sem hafði áhuga að ræða aðeins nánar við Kristin um byggðamál og þetta ágæta viðtal sem Smári Karlsson tók. Kristni til mikillar gremju hafði hann nánast engan tíma til þess að ræða við kallinn sökum annna, en í stuttu samtali þeirra stóðu þessi orðaskipti upp úr:

Baldur: "Jæja góði. Svo þú last Hagfræði?"
Kristinn: "Já já það er rétt."
Baldur: "Já Guð hjálpi þér" !

Thursday, July 05, 2007

Orðrétt
"Dreymdi svaka mikinn skít í nótt. Var í Central park sem var undirlagður í gulleitri drullu sem virtist koma úr mér. Býst við milljörðum inn á reikninginn minn nema þetta hafi bara verið fyrir því að Elgurinn fékk sprengiskitu og rústaðu samfellunni."
- Nýbakaður faðir Dr. Gunni á bloggi sínu í dag.

Wednesday, July 04, 2007

Endurmetum Tungadalinn
Það er eitthvað bogið við golfvöllinn í Tungudal. Orri Örn Árnason vatnsvirki og eftirlitsmaður fer ekki í golfmót á Ísafirði án þess að lækka hjá sér forgjöfina. Þetta getur ekki talist eðilegt. Í óstýrilátum heimi eru nokkur atriði sem á að vera hægt að treysta: himininn er blár, vatnið er blautt og Orri missir stjórn á sér og klúðrar hringnum. Það er eitthvað bogið við þetta og þess vegna geri ég það að tillögu minni að erfiðleikastuðull golfvallarins á Ísafirði verði endurmetinn af golfsambandinu. Þetta getur ekki gengið svona.

Monday, July 02, 2007

Orðrétt
"Var á rölti á netinu og rakst á skrif Sóleyjar Tómasdóttur. Sóley þessi er m.a. ritari VG og róttækur femínisti auk þess að vera systir og fleira. Í síðustu færslu sinni fjallar hún um skrif einhvers bloggvinar síns og flokksbróður um unglinga í Vinnuskóla Kópavogs og segir í lokin að þar sem bæjarstjóranum í Kópavogi leyfist að stunda klámbúllur geti menn ekki vænst þess að unglingarnir skilji muninn á réttu og röngu. Nú er ég svo ekki róttækur femínisti né ritari Vg né neins flokks en ég er systir. Í ljósi þess sendi ég inn fyrirspurn á vef hennar, Sóley bjargar heiminum, og spyr hvaðan hún hafi þessar upplýsingar um meintar ferðir bæjarstjórans í Kópavogi á það sem hún kallar klámbúllur. Kona sem fer af stað til að bjarga heiminum hlýtur að vilja láta taka sig alvarlega og ég vænti svars frá henni fljótlega og mun birta það hér á minni heimasíðu.

Ég hef velt fyrir mér persónuleika þeirra sem hafa það að ævistarfi að sverta mannorð og æru fólks. Fólks sem vílar ekki fyrir sér að beita dylgjum, slúðri og hreinlega lygum til að gera sér verkefnið skemmtilegra. Hver ætli sé munurinn á þeim sem fara fram til að drepa menn og þeim sem drepa mannorð fólks? Skyldi hann vera nokkur? Ætli hugur þeirra sé ekki jafnsjúkur og brenglaður? Það væri verðugt verkefni nema við fjölmiðlafræði og sálfræði að skoða. Hvernig eru fórnarlömb valin, er eitthvert mynstur að sjá, er eitthvað líkt með þeim sem stunda slíka glæpi undir dulargervinu blaðamenn? Hvað rekur þá áfram með drápin, hver er hvötin?

Og svo þeir sem fylgja og gleypa við soranum. Hvers konar fólk er það sem kokgleypir við öllu því sem ýjað er að, logið og dylgjað? Á það eitthvað sameiginlegt, öfund, greindaskort eða illkvittni? "

- Kata Gunn á bloggi sínu á dögunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?